Útgerð lítilla báta á sér stað í hjarta Íslendinga

Arthur Bogason formaður LS segir baráttuna fyrir smábátaveiðum vera mannréttindabaráttu.
Arthur Bogason formaður LS segir baráttuna fyrir smábátaveiðum vera mannréttindabaráttu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda (LS), segir smábátaveiðar eiga stað í hjarta Íslendinga og að það sé mannréttindamál að hver Íslendingur hafi aðgengi að auðlindinni til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Í ítarlegu viðtali í síðasta blaði 200 mílna kveðst hann finna fyrir stöðnun í máli smábátasjómanna vegna þess hve ráðamenn eru hræddir við breytingar, en smábátasjómenn eru hvergi hættir.

Arthur segir ljóst að það séu margir kostir við að styðja frekar við veiðar smábáta, ekki síst handfærveiðar. „Á sama tíma og verið er að tala um umhverfismál, bæði varðandi orkunotkun og áhrif veiðarfæra á lífríki hafsins, hafa handfærin alltaf vinninginn. Það væri því sjálfsagt og eðlilegt mál að auka þeirra hlut í þessum potti.“

Smábátasjómenn eru hvergi hættir í baráttur sinni en lítið hefur …
Smábátasjómenn eru hvergi hættir í baráttur sinni en lítið hefur áunnist síðustu ár að sögn formanns LS. Ljósmynd/mbl.is

Arthur er eldri en tvævetur þegar kemur að baráttu fyrir hagsmunum smábátasjómanna og var formaður LS þegar samtökin voru stofnuð 1985. Það er því vert að spyrja hvort hann hafi orðið þess áskynja að árangur hafi náðst í baráttunni síðustu ár.

„Ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta hafa verið mjög mikið status quo. Ég finn að það er vilji meðal einhverra á Alþingi til breytinga, en það er líka eins og með ýmislegt í lífinu að menn eru skíthræddir við breytingar. Ég held að það hamli verulega.“

„Pólitíkin er líka misjöfn. Við höfum upplifað það að hlusta á æðstu ráðamenn tala meðal annars niður til strandveiðanna og meðan við búum við svoleiðis er kannski ekki mikilla viðhorfsbreytinga að vænta, því miður. En við ætlum að halda áfram og mikilvægt að menn á Alþingi og í ríkisstjórn viti að það skiptir engu máli hvernig hlutirnir þróast, við erum ekki að fara að gefast upp. Við teljum okkur vera með mjög góðan málstað sem er þess virði að berjast fyrir.“

Viðtalið við Arthur má lesa í 200 mílum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 453,42 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 232,47 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 185,92 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 262 kg
Hlýri 86 kg
Keila 21 kg
Karfi 17 kg
Samtals 386 kg
4.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 482 kg
Steinbítur 102 kg
Ýsa 66 kg
Hlýri 26 kg
Keila 22 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 723 kg
4.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 446 kg
Keila 200 kg
Karfi 126 kg
Hlýri 101 kg
Ýsa 53 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 928 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 453,42 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 232,47 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 185,92 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 262 kg
Hlýri 86 kg
Keila 21 kg
Karfi 17 kg
Samtals 386 kg
4.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 482 kg
Steinbítur 102 kg
Ýsa 66 kg
Hlýri 26 kg
Keila 22 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 723 kg
4.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 446 kg
Keila 200 kg
Karfi 126 kg
Hlýri 101 kg
Ýsa 53 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 928 kg

Skoða allar landanir »