Segir starfsmenn þurfa lengri uppsagnarfrest

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir starfsmenn Síldarvinnslunnar þurfa lengri uppsagnarfrest …
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir starfsmenn Síldarvinnslunnar þurfa lengri uppsagnarfrest svo þeir hafi svigrúm til þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Ljósmynd/Aðsend

Björn Ingimars­son, sveit­ar­stjóri Múlaþings, seg­ir lok­un Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Seyðis­firði vera von­brigði og áfall fyr­ir starfs­fólk vinnsl­unn­ar.

Hann seg­ir full­trúa Síld­ar­vinnsl­unn­ar til­búna að finna leiðir til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar á svæðinu en er jafn­framt gagn­rýn­inn á þann stutta fyr­ir­vara sem þeir þrjá­tíu ein­stak­ling­ar sem missa vinnu við lok­un vinnsl­unn­ar fengu. 

Vinnsl­an lok­ar 30. nóv­em­ber

„Auðvitað er þetta áfall og von­brigði,“ seg­ir Björn.

„Við erum bún­ir að eiga spjall við full­trúa Síld­ar­vinnsl­unn­ar og mun­um gera það áfram. Það er al­veg ljóst að þeir eru til­bún­ir að finna ein­hverj­ar leiðir varðandi at­vinnu­upp­bygg­ing­una þarna, en það sem ég gagn­rýni kannski helst er hvað þessi aðdrag­andi er stutt­ur,“ bæt­ir hann við, en Síld­ar­vinnsl­an lok­ar 30. nóv­em­ber, eft­ir rúma tvo mánuði.

„Þrír mánuðir er fjári stutt­ur aðdrag­andi fyr­ir fólk sem þarf að finna sér vinnu ann­ars staðar. Ég hefði haldið eðli­legt að þessu væri gef­inn lengri tími,“ seg­ir Björn.  

Vill ekki að fólk þurfi að flytja

Lok­un Síld­ar­vinnsl­unn­ar kem­ur til með að leiða til upp­sagna 30 starfs­manna henn­ar og seg­ir Björn upp­sagn­irn­ar eiga eft­ir að hafa mik­il áhrif á starfs­fólk, sem nú þurfi að leita að nýrri vinnu.

Hann seg­ir for­svars­menn Síld­ar­vinnsl­unn­ar vinna að því að finna önn­ur störf fyr­ir starfs­fólki, en bend­ir á að það geti verið flókið ef störf­in krefjast þess að fólk flytj­ist bú­ferl­um. 

„Ég veit þeir eru að horfa til þess að reyna eins og þeir geta að bjóða starfs­fólki upp á önn­ur störf. Eins og ég skil þau eru þau að skoða það að auka frek­ar við í bræðslunni þannig að þar muni störf­um fjölga. 

Svo eru þeir að horfa til starfa á þeirra veg­um sem eru ann­ars staðar. En stór hluti þessa fólks býr á Seyðis­firði og á sín heim­ili þar. Bæði vilj­um við halda í fólkið og svo er ósköp eðli­legt að fólk vilji ekki þurfa að flytja,“ seg­ir Björn.  

Funda á morg­un

Að sögn Björns mun sveit­ar­stjórn­in funda með full­trú­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar á morg­un og kveðst hann binda von­ir við það að hægt verði að finna mál­inu far­sæl­an far­veg, þó það verði ekki auðvelt. 

„Það þarf að stilla upp val­kost­um og síðan þarf að greina hversu væn­leg­ir þeir eru,“ seg­ir Björn.

„Það sem ég mun leggja áherslu á er að það verði leit­ast eft­ir því að menn lengi þenn­an aðdrag­anda þannig að bæði starfs­fólkið hafi þá raun­hæf­an tíma til að finna sér aðrar leiðir og eins gæt­um við verið kom­in með mögu­leg­ar lausn­ir.“

Loks seg­ir Björn lok­un Síld­ar­vinnsl­unn­ar sýna fram á mik­il­vægi þess að auka fjöl­breyti­leika inn­an at­vinnu­lífs­ins.

„Við þurf­um að auka fjöl­breyti­leik­ann í þessu at­vinnu­lífi svo það sé ekki háð einni starf­semi verk­efni sem við verðum að halda áfram að vinna. Þessi uppá­koma verður til þess að við setj­um auk­inn kraft í það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.25 574,17 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.25 644,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.25 312,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.25 352,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.25 255,70 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.25 271,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 24.2.25 223,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 376 kg
Þorskur 296 kg
Steinbítur 280 kg
Langa 17 kg
Karfi 14 kg
Keila 10 kg
Samtals 993 kg
24.2.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 11.713 kg
Samtals 11.713 kg
24.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 445 kg
Þorskur 401 kg
Steinbítur 214 kg
Langa 7 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.072 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.25 574,17 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.25 644,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.25 312,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.25 352,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.25 255,70 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.25 271,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 24.2.25 223,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 376 kg
Þorskur 296 kg
Steinbítur 280 kg
Langa 17 kg
Karfi 14 kg
Keila 10 kg
Samtals 993 kg
24.2.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 11.713 kg
Samtals 11.713 kg
24.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 445 kg
Þorskur 401 kg
Steinbítur 214 kg
Langa 7 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.072 kg

Skoða allar landanir »