Segir starfsmenn þurfa lengri uppsagnarfrest

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir starfsmenn Síldarvinnslunnar þurfa lengri uppsagnarfrest …
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir starfsmenn Síldarvinnslunnar þurfa lengri uppsagnarfrest svo þeir hafi svigrúm til þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Ljósmynd/Aðsend

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir lokun Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði vera vonbrigði og áfall fyrir starfsfólk vinnslunnar.

Hann segir fulltrúa Síldarvinnslunnar tilbúna að finna leiðir til atvinnuuppbyggingar á svæðinu en er jafnframt gagnrýninn á þann stutta fyrirvara sem þeir þrjátíu einstaklingar sem missa vinnu við lokun vinnslunnar fengu. 

Vinnslan lokar 30. nóvember

„Auðvitað er þetta áfall og vonbrigði,“ segir Björn.

„Við erum búnir að eiga spjall við fulltrúa Síldarvinnslunnar og munum gera það áfram. Það er alveg ljóst að þeir eru tilbúnir að finna einhverjar leiðir varðandi atvinnuuppbygginguna þarna, en það sem ég gagnrýni kannski helst er hvað þessi aðdragandi er stuttur,“ bætir hann við, en Síldarvinnslan lokar 30. nóvember, eftir rúma tvo mánuði.

„Þrír mánuðir er fjári stuttur aðdragandi fyrir fólk sem þarf að finna sér vinnu annars staðar. Ég hefði haldið eðlilegt að þessu væri gefinn lengri tími,“ segir Björn.  

Vill ekki að fólk þurfi að flytja

Lokun Síldarvinnslunnar kemur til með að leiða til uppsagna 30 starfsmanna hennar og segir Björn uppsagnirnar eiga eftir að hafa mikil áhrif á starfsfólk, sem nú þurfi að leita að nýrri vinnu.

Hann segir forsvarsmenn Síldarvinnslunnar vinna að því að finna önnur störf fyrir starfsfólki, en bendir á að það geti verið flókið ef störfin krefjast þess að fólk flytjist búferlum. 

„Ég veit þeir eru að horfa til þess að reyna eins og þeir geta að bjóða starfsfólki upp á önnur störf. Eins og ég skil þau eru þau að skoða það að auka frekar við í bræðslunni þannig að þar muni störfum fjölga. 

Svo eru þeir að horfa til starfa á þeirra vegum sem eru annars staðar. En stór hluti þessa fólks býr á Seyðisfirði og á sín heimili þar. Bæði viljum við halda í fólkið og svo er ósköp eðlilegt að fólk vilji ekki þurfa að flytja,“ segir Björn.  

Funda á morgun

Að sögn Björns mun sveitarstjórnin funda með fulltrúum Síldarvinnslunnar á morgun og kveðst hann binda vonir við það að hægt verði að finna málinu farsælan farveg, þó það verði ekki auðvelt. 

„Það þarf að stilla upp valkostum og síðan þarf að greina hversu vænlegir þeir eru,“ segir Björn.

„Það sem ég mun leggja áherslu á er að það verði leitast eftir því að menn lengi þennan aðdraganda þannig að bæði starfsfólkið hafi þá raunhæfan tíma til að finna sér aðrar leiðir og eins gætum við verið komin með mögulegar lausnir.“

Loks segir Björn lokun Síldarvinnslunnar sýna fram á mikilvægi þess að auka fjölbreytileika innan atvinnulífsins.

„Við þurfum að auka fjölbreytileikann í þessu atvinnulífi svo það sé ekki háð einni starfsemi verkefni sem við verðum að halda áfram að vinna. Þessi uppákoma verður til þess að við setjum aukinn kraft í það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »