Útgerðarfélag Akureyringa sameinist Samherja

Útgerðarfélag Akureyringa mun heyra sögunni til þegar reksturinn sameinast Samherja.
Útgerðarfélag Akureyringa mun heyra sögunni til þegar reksturinn sameinast Samherja. Ljósmynd/Samherji

Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) mun sem sjálfstætt félag heyra sögunni til og mun reksturinn færast undir merki móðurfélagsins Samherja. Útgerð undir merkjum ÚA á sér langa sögu og er þetta í annað sinn sem félag með umrætt nafn hættir starfsemi undir eigin merkjum.

Tilkynnt er um það í Lögbirtingarblaðinu að hlutafélagaskrá hafi borist samrunaáætlun er snýr að yfirtöku Samherja á félaginu. Er samruni félaganna afturvirkur og reiknast að hann hafi tekið gildi 1. janúar 2023.

„Frá og með þeim degi tekur yfirtökufélagið við öllum eignum og skuldum, réttindum og skyldum yfirtekna félagsins sem telst þá reikningslega lokið. Félagið mun bera nafn yfirtökufélagsins eftir samrunann og samþykktir þess með þeim breytingum, sem samrunanum fylgja, munu gilda um hið sameinaða félag,“ segir í tilkynningunni.

Fyrst stofnað 1945

Sex stéttarfélög og Sjálfstæðisfélag Akureyrar samþykktu stofnun útgerðar árið 1945 og kaup á tveimur fiskiskipum. Útvegsmálanefnd Akureyrarbæjar samþykkti að bærinn legði fram 25% hlutafjár og gaf útgerðarfélag KEA vilyrði fyrir 20% hlutafjár. Úr varð fyrsta félagið sem starfrækt var undir merkjum ÚA.

Um tíma gerist ÚA að bæjarútgerð en er síðar selt. Varð Eimskip eitt af aðaleigendum félagsins og eignaðist skipafélagið ÚA að fullu árið 2002.

Eimskip seldi ÚA feðgunum Kristjáni Guðmundssyni, Guðmundi Kristjánssyni og Hjálmari Kristjánssyni fyrir 9 milljarða króna árið 2004. Fóru kaupin fram í gegnum félögin Tjald, sem síðar varð Brim hf., og KG Fiskverkun á Rifi.

Vakið á ný

ÚA var endurvakið sem félag 2011 þegar Snæfell ehf., dótturfélag Samherja hf., gerði samninga við Brim um kaup á aflaheimildum, tveimur skipum (ísfisktogarana Sólbak EA 1 og Mars RE-205) og landvinnslu á Akureyri og Laugum. Var kaupverðið 14,5 miljarðar króna.

Í fréttatilkynningu var haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að fyrirtækið hafði lítið sem ekkert fjárfest í sjávarútvegi á Íslandi á þessum tíma heldur lagt áherslu á erlendar fjárfestingar. „Rætur okkar liggja hér,“ sagði Þorsteinn Már. „Þegar þetta tækifæri kom upp hér á heimaslóð fannst okkur, þrátt fyrir að blikur séu á lofti í útveginum, rétt að stíga fram og leggja okkar af mörkum til að ekki verði frekari röskun á atvinnu og lífskjörum hér á svæðinu en orðin er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.3.25 591,76 kr/kg
Þorskur, slægður 7.3.25 633,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.3.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 7.3.25 310,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.3.25 201,00 kr/kg
Ufsi, slægður 7.3.25 306,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 7.3.25 326,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 14.177 kg
Ýsa 3.509 kg
Steinbítur 2.548 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 23 kg
Langa 7 kg
Samtals 20.299 kg
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 3.679 kg
Samtals 3.679 kg
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.363 kg
Ýsa 1.532 kg
Steinbítur 109 kg
Langa 77 kg
Keila 26 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 12.140 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.3.25 591,76 kr/kg
Þorskur, slægður 7.3.25 633,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.3.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 7.3.25 310,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.3.25 201,00 kr/kg
Ufsi, slægður 7.3.25 306,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 7.3.25 326,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 14.177 kg
Ýsa 3.509 kg
Steinbítur 2.548 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 23 kg
Langa 7 kg
Samtals 20.299 kg
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 3.679 kg
Samtals 3.679 kg
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.363 kg
Ýsa 1.532 kg
Steinbítur 109 kg
Langa 77 kg
Keila 26 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 12.140 kg

Skoða allar landanir »