Samherji hlaut 100 milljónir til orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráherra, Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur, …
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráherra, Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur, Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri landvinnslu ÚA., Dagný Lind Kristjánsdóttir í stjórn Samherja hf., Haraldur Benediktsson stjórnarformaður Orkusjóðs. Ljósmynd/Samherji

Orku­sjóður styrk­ir verk­efni verk­efni Sam­herja sem felst í því að hanna lausn og breyta ís­fisk­tog­ara fé­lags­ins þannig að skipið geti nýtt grænt ra­feldsneyti um 100 millj­ón­ir króna. Áætlaður kostnaður vegna verk­efn­is­ins er tveir millj­arðar króna og munu breyt­ing­arn­ar draga veru­lega úr kol­efn­is­los­un.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Sam­herja.

Styrk­ir orku­sjóðs séu liður í aðgerðum stjórn­valda til að mæta mark­miðum í lofts­lags­mál­um og voru þeir kynnt­ir í byrj­un mánaðar.

„Þetta er viðamikið verk­efni. Í fyrsta lagi vilj­um við sem ábyrg­ur aðili leggja okk­ar að mörk­um að Ísland taki stór skref í átt að sett­um mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Sömu­leiðis vilj­um við stuðla að því að inn­lend fyr­ir­tæki öðlist þekk­ingu á þeirri tækni sem þarf til að keyra skip á kol­efn­is­fríu eldsneyti og vinn­um því náið með leiðandi fyr­ir­tækj­um á þessu sviði,“ er haft eft­ir Hjörv­aru Kristjáns­syni skipa­verk­fræðingi.

Systurskipin Björg EA 7 , Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur …
Syst­ur­skip­in Björg EA 7 , Kald­bak­ur EA 1 og Björg­úlf­ur EA 312 Ljós­mynd/​Sam­herji

„Þær áætlan­ir sem við erum að vinna með núna, gera ráð fyr­ir að breyta skipi þannig að hægt verði að draga úr los­un kol­díoxíðs um 75% eða sem sam­svar­ar þrjú þúsund tonn­um á ári. Við erum þegar í viðræðum við ýmis fyr­ir­tæki í tengsl­um við þetta verk­efni, auk þess sem mik­il þekk­ing er inn­an Sam­herja, sem hvor­tveggja ger­ir okk­ur kleift að vinna alla þætti með ákveðnum og hnit­miðum hætti. Allt er þetta kostnaðarsamt og eins og fyrr seg­ir gera okk­ar áætlan­ir ráð fyr­ir því að kostnaður­inn við breyt­ing­ar á einu skipi nálg­ist tvo millj­arða króna,“ seg­ir hann.

„Við höf­um alla burði til að vera í for­ystu á heimsvísu vegna fram­lags til um­hverf­is­mála. Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er í far­ar­broddi á mörg­um sviðum og við hjá Sam­herja erum vel í stakk búin til að hefja fyr­ir al­vöru und­ir­bún­ing að því að keyra skip­in á kol­efn­is­fríu eldsneyti. Þessi styrk­ur Orku­sjóðs er ánægju­leg staðfest­ing á því að við erum á réttri braut,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í færsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.5.25 457,30 kr/kg
Þorskur, slægður 25.5.25 574,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.5.25 432,48 kr/kg
Ýsa, slægð 25.5.25 374,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.5.25 219,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.5.25 262,39 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.5.25 224,68 kr/kg
Litli karfi 22.5.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.5.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.655 kg
Þorskur 1.318 kg
Steinbítur 923 kg
Keila 241 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 15 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 4.173 kg
24.5.25 Björt SH 202 Grásleppunet
Grásleppa 3.395 kg
Samtals 3.395 kg
24.5.25 Svalur BA 120 Grásleppunet
Grásleppa 986 kg
Samtals 986 kg
24.5.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 867 kg
Samtals 867 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.5.25 457,30 kr/kg
Þorskur, slægður 25.5.25 574,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.5.25 432,48 kr/kg
Ýsa, slægð 25.5.25 374,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.5.25 219,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.5.25 262,39 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.5.25 224,68 kr/kg
Litli karfi 22.5.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.5.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.655 kg
Þorskur 1.318 kg
Steinbítur 923 kg
Keila 241 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 15 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 4.173 kg
24.5.25 Björt SH 202 Grásleppunet
Grásleppa 3.395 kg
Samtals 3.395 kg
24.5.25 Svalur BA 120 Grásleppunet
Grásleppa 986 kg
Samtals 986 kg
24.5.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 867 kg
Samtals 867 kg

Skoða allar landanir »