Fóru ekki að stjórnarsáttmála

Sameiginleg bókun sjö fulltrúa sjávarútvegs og stéttarfélaga í sjávarútvegi til …
Sameiginleg bókun sjö fulltrúa sjávarútvegs og stéttarfélaga í sjávarútvegi til matvælaráðherra fer hörðum orðum um vinnubrögð við gerð skýrslunnar Auðlindin okkar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fulltrúar sjö félaga og stéttarfélaga í sjávarútvegi segja „margt misráðið“ við vinnslu skýrslunnar Auðlindin okkar, sem gerð var að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem vakin er athygli á bókun þessara sjö félaga á fundi samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu. 

Segja félögin að nefndin sem gerði skýrsluna hafi ekki farið að stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. En í stjórnarsáttmálanum kemur fram að skýrsla eigi að vera unnin til að meta áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og meðal annars bera saman stöðuna hér og erlendis og leggja fram tillögur til að hámarka möguleika Íslendinga til frekari árangurs og samfélagslegrar sáttar.

„Efnistök þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir leiða í ljós að ekki var farið að stjórnarsáttmála. Alþjóðlegur samanburður fór ekki fram, mat á þjóðhagslegum ávinningi er takmarkað og mikilvægir þættir í samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs fá enga rýni,“ segir meðal annars í bókun félaganna sem eru: 

Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Starfsgreinasambands Íslands, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannasambands Íslands og Samtaka smærri útgerða.

Fóru með rangt mál

Í bókun félaganna, sem hefur verið send á Svandísi, er ásakað ákveðna skýrsluhöfunda um að fara með rangt mál í ákveðnum köflum skýrslunnar. Gera félögin sérstaka athugasemd við 9. kafla skýrslunnar um tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði, sem er ritaður af Daða Má Kristóferssyni og Gunnari Tryggvasyni. 

„Staðhæft er að umfjöllun þessi og kynning sömu aðila fyrir samráðsnefnd, hafi verið „að beiðni samráðsnefndar“. Það er rangt. Kynning og umfjöllun þessara aðila voru ekki bornar sérstaklega undir samráðsnefnd. Umfjöllun þeirra er því alfarið á ábyrgð ráðherra.

Þá er öll umfjöllun í 18. kafla (Fjármögnun aðgerða), 19. kafla (Vangaveltur um sátt um sjávarútveg), viðauka 1 (Veiðigjöld – saga, útfærsla og mat á áhrifum) og viðauka 4 (álitsgerð varðandi setningu auðlindaákvæðis í stjórnarskrá) sama marki brennd. Þau mál, þó mikilvæg séu, komu aldrei til umfjöllunar í samráðsnefnd,“ segir í bókuninni.

Tillögurnar varla til þess fallnar að vera farsælar

Farið er um víðan völl í bókun félaganna og kveða félögin það „umhugsunarefni að 60 bráðabirgðatillögur hafi verið settar fram áður en niðurstöður lágu fyrir um stöðu íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegum samanburði“ og að það sé ljóst að „ef ekki liggur fyrir hvar skóinn kreppi í samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, verður vart unnt að setja fram farsælar tillögur til að bæta úr.

Bókunin segir einnig að ekki hafi verið farið í viðunandi efnislegar rannsóknir og umræður um áhrif lokatillaganna eða á mögulegum útfærslum, þrátt fyrir að lokatillögurnar byggi á áðurnefndum bráðabirgðatillögum. 

„Þá er í verulegum atriðum enn óljóst hvernig einstakar lokatillögur verða að endingu útfærðar.“

Niðurstaða skýrslunnar beri merki um vankanta við vinnslu

Í bókuninni er svo tekið fram að samráðsnefndin sé ekki sú nefnd sem vísað sé til í stjórnarsáttmála. Samráðsnefndin hafi ekki haft neitt forræði á efnistökum skýrslunnar, tillögum né útfærslu einstaka tillagna. 

„Íslenskur sjávarútvegur er burðarstólpi í íslensku efnahagslífi. Af þeim sökum var mikilvægt að stefnumótun, sem miðaði að því að treysta mikilvægt framlag atvinnugreinarinnar til lífskjara og ná aukinni sátt, tækist vel. Tekin var ákvörðun um að halda hagaðilum, með mikla þekkingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu, veiðum, vinnslu og annarri starfsemi innan virðiskeðju sjávarútvegs, að mestu utan við þessa vinnu. Það verður að teljast misráðið og niðurstaðan ber þess merki.

Virðingarfyllst,
Arnar G. Hjaltalín, Starfsgreinasamband Íslands
Árni Sverrisson, Félag skipstjórnarmanna
Guðmundur Helgi Þórarinsson, VM–Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Ólafur Helgi Marteinsson, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Valmundur Valmundsson, Sjómannasamband Íslands
Örvar Marteinsson, Samtök smærri útgerða“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,82 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 573,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 337,70 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 320,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 249,27 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 273,62 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Þorskur 221 kg
Samtals 221 kg
9.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 3.590 kg
Þorskur 1.019 kg
Steinbítur 274 kg
Samtals 4.883 kg
9.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.362 kg
Ýsa 1.006 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.379 kg
9.1.25 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.102 kg
Ýsa 2.064 kg
Hlýri 58 kg
Karfi 21 kg
Keila 18 kg
Samtals 5.263 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,82 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 573,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 337,70 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 320,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 249,27 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 273,62 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Þorskur 221 kg
Samtals 221 kg
9.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 3.590 kg
Þorskur 1.019 kg
Steinbítur 274 kg
Samtals 4.883 kg
9.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.362 kg
Ýsa 1.006 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.379 kg
9.1.25 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.102 kg
Ýsa 2.064 kg
Hlýri 58 kg
Karfi 21 kg
Keila 18 kg
Samtals 5.263 kg

Skoða allar landanir »