„Þessi úrskurður kom okkur á óvart“

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Viðbrögð Samkeppniseftirlitsins eru þau að það mun hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi á öðrum fjárhagslegum grunni,” sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, við mbl.is þegar leitað var eftir viðbrögðum hans um úrskurð áfrýjunarnefndar um að dagsektir Samkeppniseftirlitsins á sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. séu ólöglegar.

„Þessi samningur við matvælaráðuneytið var viðleitni okkar til þess að bregðast við þeirri stöðu sem eftirlitið hefur búið við, það er að segja að vera þröngur stakkur búinn og þessi samningur gerði okkur kleift að hefja athugun sem mundi ljúka á þessu ári. Nú liggur bara fyrir að áfrýjunarnefnd telur að þessi leið sé ekki fær með þeim hætti sem hún var farin og þá blasir bara við okkur að hefja athugunina að nýju á öðrum fjárhagslegum grunni sem þýðir að Samkeppniseftirlitið mun þá ekki ljúka málinu á þessu ári,” segir Páll. 

Fram kom í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu í dag að gengnum úrskurði áfrýjunarnefndar lítur Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og mun óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. 

Munum una þessum úrskurði

Hyggist þið una þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar eða höfða mál til ógildingar til dómstóla eins og lög kveða á um að hægt sé að gera? 

„Við getum vísað þessu til dómstóla en við munum hins vegar una þessum úrskurði og hefja þessa athugun sem við höfum lengi talið þörf á, án þessa samnings og án þeirrar fjármögnunar sem í honum fólst. Það er bagalegt fyrir eftirlitið en það er eitthvað sem við munum að sjálfsögðu taka upp við fjárveitingavaldið eins og annað,” segir Páll Gunnar. 

Hverju svarar þú orðum Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brim hf. Um  að Samkeppniseftirlitið verði að virða lög til að halda trúverðguleika? 

„Við teljum okkur hafa verið að gera það og þessi úrskurður kom okkur á óvart. Við munum bara hefja þessa athugun að nýju og afla gagna frá þessum fyrirtækjum. Það er ekkert breytt hvað það varðar að öðru leyti en því að hún mun að öllum líkindum taka lengri tíma.” 

Ráðuneytið var að sinna hlutverki sínu

Páll Gunnar segir að málið verði tekið upp með matvælaráðuneytinu á næstu dögum hvernig leyst verði úr samningnum. 

„Þetta var liður í viðleitni okkar til þess að skapa eftirlitinu fjárhagslegt svigrúm til þess að fara í þetta og ráðuneytið var að sinna hlutverki sínu og sjá til þess að eftirlitsstofnanir á þessu sviði gætu uppfyllt lögbundið hlutverk sitt en við munum ræða þessi mál við ráðuneytið,” segir Páll. 

Verður gögnum og greiðslum skilað til baka? 

„Við munum bara ræða það við ráðuneytið hvernig við leysum upp úr þessum samningi. Hvað gögnin varðar þá stendur það sem við segjum í tilkynningunni. Það verður hafin ný athugun og  gefið aðilum færi á því að afla eða bæta við gögnum sem þegar hafa verið send. Við munum huga að því á næstu dögum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »