Nýja björgunarskipið heitir í höfuðið á Vilhjálmi

Skipið Villi Páls kemur frá bátasmiðjunni Rafnar.
Skipið Villi Páls kemur frá bátasmiðjunni Rafnar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Villi Páls er nafn nýs björgunarskips björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Skipinu var í gær siglt í sína heimahöfn en hófst ferðalagið á Akureyri og sigldi skipið Sigurvin frá Siglufirði með Villa Páls yfir Skjálfanda og til hafnar á Húsavík. Skipinu sigldu þeir Guðbergur Rafn Ægisson og Fannar Reykjalín Þorláksson sem var við stýrið.

Er þeir komu með skipið í heimahöfn klukkan 17 tók hátíðleg athöfn við þeim á Hafnarstéttinni.

Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, og Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra fluttu erindi og að þeim loknum blessaði sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, sóknarprestur á Húsavík, skipið.

150 manns mættu á athöfnina

Nafn skipsins er ekki gripið úr lausu lofti, heldur er það skírt eftir Vilhjálmi Pálssyni sem var einn af stofnendum björgunarsveitarinnar Garðars og fyrrverandi formaður. Vilhjálmur mætti að sjálfsögðu á athöfnina ásamt fjölskyldu sinni en hann á merkilegan feril að baki.

Hann var formaður Garðars í tæp 22 ár og menntaði marga Húsvíkinga til skipstjórnarréttinda ásamt því að vera leikfimiskennari. Birgir Mikaelsson formaður björgunarsveitarinnar segir í samtali við Morgunblaðið að Vilhjálmur sé og hafi alltaf verið samfélagsstoð í sveitarfélaginu.

Að lokinni athöfn á bryggjunni var sótt heimili björgunarsveitarinnar þar sem önnur ræða var haldin og gestum boðið upp á veitingar. „Það var bara mjög góð stemning fyrir komu bátsins og ég held að um 150 manns hafi mætt á athöfnina,“ segir Birgir að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.10.24 462,75 kr/kg
Þorskur, slægður 6.10.24 544,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.10.24 295,76 kr/kg
Ýsa, slægð 6.10.24 199,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.10.24 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 6.10.24 174,07 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 6.10.24 193,54 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.10.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.814 kg
Karfi 133 kg
Hlýri 133 kg
Keila 102 kg
Samtals 2.182 kg
6.10.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.117 kg
Grálúða 315 kg
Keila 178 kg
Hlýri 90 kg
Karfi 54 kg
Samtals 1.754 kg
6.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 362 kg
Steinbítur 75 kg
Hlýri 26 kg
Ýsa 19 kg
Keila 19 kg
Karfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 533 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.10.24 462,75 kr/kg
Þorskur, slægður 6.10.24 544,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.10.24 295,76 kr/kg
Ýsa, slægð 6.10.24 199,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.10.24 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 6.10.24 174,07 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 6.10.24 193,54 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.10.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.814 kg
Karfi 133 kg
Hlýri 133 kg
Keila 102 kg
Samtals 2.182 kg
6.10.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.117 kg
Grálúða 315 kg
Keila 178 kg
Hlýri 90 kg
Karfi 54 kg
Samtals 1.754 kg
6.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 362 kg
Steinbítur 75 kg
Hlýri 26 kg
Ýsa 19 kg
Keila 19 kg
Karfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 533 kg

Skoða allar landanir »