Síldarvinnslan kaupir helming í félagi Samherja

Togarar Samherja hafa verið merktir með nafni sölufélagsins Ice Fresh …
Togarar Samherja hafa verið merktir með nafni sölufélagsins Ice Fresh Seafood um nokkurt skeið. Síldarvinnslan mun eignast helmingshlut í sölufélaginu. Ljósmynd/Samherji

Síld­ar­vinnsl­an hef­ur gengið frá kaup­um á helm­ings­hlut í Ice Fresh Sea­food, sölu­fé­lags í eigu Sam­herja hf., og er verðmæti viðskipt­anna 32,2 millj­ón­ir evra sem er jafn­v­irði 4,6 millj­arða króna. Þar af eru greidd­ar 10,7 millj­ón­ir fyr­ir kaup á hlut­um sem eru í eigu Sam­herja og svo 21,5 millj­ón­ir evra vegna út­gáfu nýs hluta­fjár í Ice Fresh Sea­food.

Verðmæti Ice Fresh Sea­food í viðskipt­un­um er metið 42,9 millj­ón­ir evra sem jafn­gild­ir 1,76 sinn­um bók­fært virði eig­in fjár þess hinn 31. des­em­ber 2022 en heild­ar­virði Ice Fresh Sea­food verður  64,4 millj­ón­ir evra eft­ir hluta­fjáraukn­ing­una.

Til­kynnt var um viðræður um mögu­lega fjár­fest­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar í fé­lag­inu í vor.

Kaup­ir er­lend fé­lög úr sam­stæðu Sam­herja

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að sam­hliða viðskipt­un­um mun Ice Fresh Sea­food  ganga frá kaup­um á eign­ar­hlut­um í er­lend­um sölu­fé­lög­um sem Síld­ar­vinnsl­an hef­ur átt viðskipta­sam­band við und­an­far­in ár.

„Um er að ræða helm­ings­hlut í Sea­gold Ltd. í Bretlandi, 100% eign­ar­hlut í Ice Fresh Sea­food SAS í Frakklandi, 67% hluta­fjár í Ice Fresh Sea­food Spain S.L. og helm­ings­hlut í Aquanor Mar­ket­ing Inc. í Banda­ríkj­un­um fyr­ir sam­tals 13,9 millj­ón­ir evra. Verðmæti fé­lag­anna fjög­urra í þess­um viðskipt­um er 1,37 sinn­um bók­fært virði eig­in fjár þeirra í árs­lok 2022. Fé­lög­in voru áður hluti af sam­stæðu Sam­herja Hold­ing ehf. og unnið hef­ur verið að viðskipt­un­um frá því í lok árs 2022.“

Einnig mun Ice Fresh Sea­food ganga frá kaup­um á helm­ings­hlut í sölu­fé­lag­inu Cabo Norte S.A. á Spáni af Síld­ar­vinnsl­unni fyr­ir 4,9 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 714 millj­óna króna. „Virði hlut­ar­ins bygg­ir á því að verðmæti Cabo Norte S.A. sé 1,3 sinn­um bók­fært virði eig­in fjár fé­lags­ins í lok árs 2022.“

Vék af fundi

Eins og fram hef­ur komið er Ice Fresh Sea­food að fullu í eigu Sam­herja hf. en það fé­lag er jafn­framt eig­andi að 30,06% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni hf. Þá er Þor­steinn Már Bald­vins­son, stjórn­ar­formaður Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf., for­stjóri Sam­herja hf.

„Með vís­an til ákvæða laga og starfs­reglna stjórn­ar þá vék Þor­steinn Már sæti inn­an stjórn­ar Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. við meðferð máls­ins og kom ekki að ákvörðun­ar­töku vegna þess,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, vék af fundi við afgreiðslu …
Þor­steinn Már Bald­vins­son, stjórn­ar­formaður Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék af fundi við af­greiðslu kaupa á hlut í fé­lagi Sam­herja, en hann er for­stjóri Sam­herja. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son

Vaxt­ar­tæki­færi

Fram kem­ur að velta Ice Fresh Sea­food var 337 millj­ón­ir evra árið 2022 og velta er­lendu sölu­fé­lag­anna var 194 millj­ón­ir evra. Sam­an­lögð velta að teknu til­liti til sölu milli fé­laga var 485 millj­ón­ir evra. Sam­an­lögð EBITDA fé­lag­anna var 6,7 millj­ón­ir evra leiðrétt fyr­ir ein­skipt­is kostnaði hjá Ice Fresh Sea­food vegna stríðsins í Úkraínu.

Er í til­kynn­ing­unni bent á að fjár­fest­ing­in í sölu­fé­lag­inu sér í sam­ræmi við stefnu Síld­ar­vinnsl­unn­ar um að nýta vaxt­ar­tæki­færi sem bjóðast og stuðla að auk­inni áhættu­dreif­ingu og arðsemi í rekstri. „Ice Fresh Sea­food er sölu­fyr­ir­tæki sem býr yfir margra ára reynslu og sérþekk­ingu við sölu- og markaðssetn­ingu sjáv­ar­af­urða. Gúst­af Bald­vins­son er fram­kvæmda­stjóri Ice Fresh Sea­food og hef­ur gegnt því starfi frá stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins í janú­ar 2007. Söl­u­net fyr­ir­tæk­is­ins nær til yfir 60 landa og á bak við það er ára­tuga þekk­ing og viðskipta­sam­bönd á helstu mörkuðum fyr­ir ís­lenskt sjáv­ar­fang.“

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Sam­herji

„Fjár­fest­ing í Ice Fresh Sea­food er gerð í því skyni að styrkja sölu- og markaðsmál fé­lags­ins og er rök­rétt fram­hald af þróun sem hef­ur átt sér stað inn­an Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. á und­an­förn­um árum og birt­ist meðal ann­ars í kaup­um á Vísi hf. í Grinda­vík á síðasta ári. Ice Fresh Sea­food hef­ur í mörg ár verið leiðandi í sölu- og markaðssetn­ingu ís­lenskra sjáv­ar­af­urða. Með þess­um viðskipt­um er Síld­ar­vinnsl­an að kom­ast lengra í virðiskeðju sjáv­ar­út­vegs og nær neyt­end­um þeirra afurða sem við fram­leiðum. Í því fel­ast ákveðin sókn­ar­tæki­færi,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í til­kynnign­unni.

Gunnþór mun greina nán­ar frá viðskipt­un­um á fjár­festa­kynn­ingu í kjöl­far birt­ing­ar upp­gjörs þriðja árs­fjórðungs 2023, sem er áætluð 23. nóv­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 507,83 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 635,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 539,08 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 187,92 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 221,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 258,12 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.25 Kristín HU 168 Handfæri
Þorskur 571 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 575 kg
28.5.25 Vinur ÁR 60 Handfæri
Þorskur 95 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 6 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 126 kg
28.5.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 736 kg
Samtals 736 kg
28.5.25 Signý SH 43 Grásleppunet
Grásleppa 728 kg
Samtals 728 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 507,83 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 635,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 539,08 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 187,92 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 221,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 258,12 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.25 Kristín HU 168 Handfæri
Þorskur 571 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 575 kg
28.5.25 Vinur ÁR 60 Handfæri
Þorskur 95 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 6 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 126 kg
28.5.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 736 kg
Samtals 736 kg
28.5.25 Signý SH 43 Grásleppunet
Grásleppa 728 kg
Samtals 728 kg

Skoða allar landanir »