Leggja til 24% samdrátt í síldarkvóta

Ráðlagður heildarafli í norsk-íslenskri síld dregst saman um 24%. Einnig …
Ráðlagður heildarafli í norsk-íslenskri síld dregst saman um 24%. Einnig lækkar ráðgjöf í makríl, en hækkar fyrir kolmunna. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Baldursson

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að hámarksafli í norsk-íslenskri síld verði 24% minni á næsta ári en á þessu. Jafnfram er ráðlagður 5% samdráttur í makrílafla, en 13% hækkun í kolmunna.

Engir samningar eru milli strandríkja um þessa stofna og gefa því ríkin sjálfstætt út veiðiheimildir til sinna skipa í því hlutfalli sem ríkin gera tilkall til. Stofnarnir hafa því verið veiddir umfram ráðgjöf vísindamanna undanfarin ár.

Aðeins 390 þúsund tonn af síld

ICES leggur til að afli ársins 2024 í norsk-íslenskri síld verði ekki meiri en 390 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 511 þúsund tonn og er því um tæplega 24% lækkun að ræða, að því er fram ekmur í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

„Ástæður þessarar lækkunar er bæði léleg nýliðun og stærð stofnsins mun fara undir aðgerðamörk nýtingarstefnunnar sem þýðir ráðgjöf með lægri veiðidánartölu. Gert er ráð fyrir að árgangurinn frá árinu 2016 verði uppistaðan í veiði næsta árs en árgangar þar á eftir eru metnir slakir,“ segir í tilkynningunni.

Þá er áætlað að heildarafli ársins 2023 í norsk-íslenskri síld verði 693 þúsund tonn sem er 35% umfram ráðgjöf. Frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 4-42 % á ári.

47% umfram ráðgjöf í makríl

Í samræmi við gildandi nýtingarstefnu með markmið um hámarksafraksturs til lengri tíma litið leggur ICES til að makrílafli ársins 2024 verði ekki meiri en 739 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 782 þúsund tonn og því er um að ræða rúmlega 5 % lægri ráðgjöf nú.

Heildarafli í makríl á þessu ári er áætlaður 1,1 milljón tonn sem er 47% umfram ráðgjöf. Þá segir að frá árinu 2010 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 9-86 % á ári og að meðaltali 40%.

Stækkandi hrygningarstofn kolmunna

Ráðgjöf ICES vegna kolmunna fyrir árið 2024 nemur 1,53 milljónum tonna sem er 13% meira en fyrir árið 2023 þegar ráðgjöf var 1,359 milljón tonn.

„Ástæðan fyrir hækkun á aflamarki er vaxandi hrygningarstofn. Árgangarnir frá 2020 og 2021 eru metnir meðal þeirra stærstu sem mælst hafa við tveggja ára aldur. Þeir árgangar ganga að fullu inn í hrygningarstofninn árið 2024 og framreikningar sýna stækkandi hrygningarstofn næstu tvö árin sé ráðgjöf fylgt,“ segir í tilkynningunni.

Reiknað er með að heildarafli fiskiskipaflota strandríkjanna í kolmunna verði 23% umfram ráðgjöf i ár, eða 1,7 milljón tonn. Frá árinu 2018 hefur verið veitt 23-38% umfram ráðgjöf á ári hverju, að meðaltali 28 % á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 581,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,07 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 258,54 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 228,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 6.527 kg
Ýsa 183 kg
Steinbítur 117 kg
Samtals 6.827 kg
9.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 9.213 kg
Ýsa 984 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 10.278 kg
9.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.919 kg
Ýsa 1.746 kg
Keila 102 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 10.805 kg
9.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.052 kg
Ýsa 56 kg
Samtals 1.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 581,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,07 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 258,54 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 228,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 6.527 kg
Ýsa 183 kg
Steinbítur 117 kg
Samtals 6.827 kg
9.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 9.213 kg
Ýsa 984 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 10.278 kg
9.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.919 kg
Ýsa 1.746 kg
Keila 102 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 10.805 kg
9.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.052 kg
Ýsa 56 kg
Samtals 1.108 kg

Skoða allar landanir »