Skólameistarar segjast sniðgengnir

Tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar voru kynntar í ágúst.
Tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar voru kynntar í ágúst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skólameistarar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Menntaskólans á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austurlands segja vinnu við kafla um menntun í skýrslu starfshópa Auðlindarinnar okkar hafa skort gagnsæi og samráð. Fullyrða þeir að skólunum hafi ekki verið veitt sama tækifæri til að hafa áhrif á þá vinnu sem unnin var með þeim afleiðingum að tillögur voru gerðar um að veita skólum, annarra en þeirra, aukið fjármagn.

Þetta kemur fram í umsögn skólameistaranna við skýrslu starfshópanna. Skólarnir bjóða nám tengt sjósókn en verkefnið Auðlindin okkar hefur einmitt snúist um að móta nýja stefnu á sviði sjávarútvegs.

„Gagnsæið er ekki beinlínis augljóst, þegar litið er til þess hvernig stofnanir virðast handvaldar til aðkomu, skrafs og ráðagerðar, sem er undirstrikað með takmörkunum á aðgengi með því að útiloka möguleika á fjarfundi. Það er svo annað og jafnvel alvarlegra, ef málið er skoðað með pólitískum gleraugum, að tvær af þeim stofnunum sem er lagt til að fái sérstakt fjármagn eru í einkaeigu,“ segir í umsögninni.

„Opinberar menntastofnanir eiga undir högg að sækja í rekstri og mega síst við því að verða undir einkareknum menntastofnunum í baráttunni um opinbert fé til skólaþróunar. Það er hrein móðgun við frumkvöðlastarf okkar skóla og allra þeirra háskólastofnana, fræðslu- og símenntunarmiðstöðva sem fengu heldur ekki aðkomu að svona vinnubrögð séu viðhöfð og við förum þess á leit við ráðuneytið að allar tillögur í kafla 15.5 verði endurskoðaðar í ljósi þessa.“

Bætast skólameistararnir í hóp þeirra sem gagnrýna samráðsferli Auðlindarinnar okkar.

Ekki öllum boðið

Málið má rekja til þess að einum af skólameisturunum hafi borist til eyrna í maí að til stæði að halda vinnufund sex dögum síðar með nokkrum menntastofnunum í tengslum við vinnu starfshóps um menntun undir merkjum Auðlindarinnar okkar.

„Fundahöld og samráð þessara menntastofnana hafði verið ákveðið í óformlegu samtali fulltrúa nokkurra skóla sem hittust fyrir tilviljun á sjávarútvegssýningunni 2022. Stofnanirnar sem um ræðir og voru hluti af þessu samtali voru Fisktækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands, Tækniskólinn, Slysavarnaskóli sjómanna og Matís. Tilgangur fundarins var að safna tillögum fyrir sérfræðinga í starfshópi um menntun og áttu þær að nýtast sérfræðingunum við skýrslugerð fyrir lokaskýrslu þá er birt var og kynnt 29. ágúst.“

Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra var boðin þátttaka tæpa viku fyrir fund og var sérstaklega tekið fram í fundarboði að einungis væri um staðfund að ræða. Fulltrúum hinna skólanna sem undirrita umsögnina var ekki boðið á fundinn.

Komu að ósk um fjármagn

„Óánægju með þetta samráðsleysi og skort á gegnsæi og formlegri aðkomu eða upplýsingaöflun sérfræðinganna um hvaða menntastofnanir gætu viljað eða átt rétt á aðkomu að þessari vinnu var komið á framfæri við starfsfólk ráðuneytisins strax og þetta var kunnugt en að sögn ráðuneytisins var þessi vinna alfarið á ábyrgð starfshópanna,“ segir í umsögn skólameistaranna.

Þeir segjast ekki gera athugasemdir við að þær stofnanir sem fengu fundarboð hafi verið boðin þátttaka en að öðrum hafi ekki verið boðið. „Málið væri sennilega ekki alvarlegt eða kallaði á athugasemdir ef ekki væri fyrir það að í skýrslunni um Auðlindina okkar er beinlínis lagt til að setja fjármagn til þróunarverkefna hjá þessum tilteknu stofnunum sem fengu þetta tækifæri til að sitja hjá sérfræðingunum og hafa mögulega fengið að ákveða eða leggja til sína eigin fjármögnun.“

Undir umsögnina rita skólameistararnir Eydís Ásbjörnsdóttir skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, Heiðrún Tryggvadóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Helga Kristín Kolbeins skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,82 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 573,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 337,70 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 320,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 249,27 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 273,62 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Þorskur 221 kg
Samtals 221 kg
9.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 3.590 kg
Þorskur 1.019 kg
Steinbítur 274 kg
Samtals 4.883 kg
9.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.362 kg
Ýsa 1.006 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.379 kg
9.1.25 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.102 kg
Ýsa 2.064 kg
Hlýri 58 kg
Karfi 21 kg
Keila 18 kg
Samtals 5.263 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,82 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 573,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 337,70 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 320,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 249,27 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 273,62 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Þorskur 221 kg
Samtals 221 kg
9.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 3.590 kg
Þorskur 1.019 kg
Steinbítur 274 kg
Samtals 4.883 kg
9.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.362 kg
Ýsa 1.006 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.379 kg
9.1.25 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.102 kg
Ýsa 2.064 kg
Hlýri 58 kg
Karfi 21 kg
Keila 18 kg
Samtals 5.263 kg

Skoða allar landanir »