Skipverji á Erlingi KE-140 slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í sérta þegar skipið var á netaveiðum í mars síðastliðnum. Hann mun hafa starfað í aðeins einn og hálfan mánuð til sjós áður en hann lenti í slysinu.
Erling KE var á netaveiðum á Faxaflóa í þokkalegu veðri en þungri öldu þegar slysið átti sér stað. Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa að áhöfnin hafi verið að leggja net en búið var að leggja tvær trossur og verið að leggja þá þriðju.
Netið flæktist hins vegar í sérta og ákvað skipverjinn að losa netið með hendinni. Vettlingur sem hann var með á höndunum flæktist í netinu og sneri honum með þeim afleiðingum að hann fór með vinstri fót í bugt sértanns sem lá á þilfarinu. Skipverjinn dróst svo með sértanum upp að burðarbita fyrir niðurleggjarann og klemmdi þar fót og hönd.
Skipstjórinn er sagður hafa strax séð í eftirlitsmyndavél það sem atvikaðist og hóf að bakka skipinu á fullri ferð til að minnka átakið. Heyrði annar í áhöfninni öskur skipverjans og sá skipafélaga sinn flæktan. Hljóp hann aftur eftir og greip hníf á leiðinni og skar skipverjann lausan. Áverkar hans eru sagðir hafa verið alvarlegir.
Í nefndaráliti Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að verklag sem viðhaft var um borð Erling KE hafi verið áhættusamt og boðið upp á slysahættu. Vakin er þó athygli á því að frá slysinu hefur verklagi verið breytt.
„Þegar verið er að leggja net á aldrei að handleika nokkurn þann búnað sem er að renna í sjó. Ef nauðsynlegt er að halda við sérta þarf að finna aðra lausn,“ segir í sérstakri ábendingu nefndarinnar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.3.25 | 546,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.3.25 | 560,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.3.25 | 318,44 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.3.25 | 269,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.3.25 | 254,08 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.3.25 | 293,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 9.3.25 | 219,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.3.25 | 226,95 kr/kg |
10.3.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 94 kg |
Ufsi | 19 kg |
Grásleppa | 4 kg |
Samtals | 117 kg |
10.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.877 kg |
Ýsa | 367 kg |
Karfi | 12 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 2.263 kg |
10.3.25 Hafborg EA 152 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.708 kg |
Skarkoli | 1.082 kg |
Steinbítur | 783 kg |
Ýsa | 153 kg |
Samtals | 3.726 kg |
10.3.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 360 kg |
Keila | 357 kg |
Steinbítur | 274 kg |
Hlýri | 183 kg |
Ýsa | 175 kg |
Samtals | 1.349 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.3.25 | 546,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.3.25 | 560,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.3.25 | 318,44 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.3.25 | 269,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.3.25 | 254,08 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.3.25 | 293,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 9.3.25 | 219,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.3.25 | 226,95 kr/kg |
10.3.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 94 kg |
Ufsi | 19 kg |
Grásleppa | 4 kg |
Samtals | 117 kg |
10.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.877 kg |
Ýsa | 367 kg |
Karfi | 12 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 2.263 kg |
10.3.25 Hafborg EA 152 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.708 kg |
Skarkoli | 1.082 kg |
Steinbítur | 783 kg |
Ýsa | 153 kg |
Samtals | 3.726 kg |
10.3.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 360 kg |
Keila | 357 kg |
Steinbítur | 274 kg |
Hlýri | 183 kg |
Ýsa | 175 kg |
Samtals | 1.349 kg |