Hafa greint 161 strokulax

Alls hefur 161 lax verið rakin til sjókvía Arctic Fish …
Alls hefur 161 lax verið rakin til sjókvía Arctic Fish í Patreksfirði. mbl.is/Ágúst Ingi

Frá því að laxar sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst hefur Hafrannsóknastofnun staðfest eldisuppruna 164 laxa með útlits- og erfðagreiningu. Þar af er 161 lax úr sjókvínni í Patreksfirði og hafa eldislaxar veiðst í 44 ám.

Tveir laxar sem bárust stofnuninni með möguleg ytri eldiseinkenni reyndust villtir íslenskir laxar, einn úr Mjólká í Arnarfirði og einn úr Hólsá á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Yfirlit yfir veiði staðfestra og meintra eldislaxa í ám sem …
Yfirlit yfir veiði staðfestra og meintra eldislaxa í ám sem borist hafa Hafrannsóknastofnun. Stærð hringja tákna hlutfallslegan fjölda fiska. Rauður eru eldislaxar sem búið er að greina og gulur meintir eldislaxar í greiningu. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Tvö göt fund­ust á kví núm­er átta hjá Arctic Seafarm (dótt­ur­fé­lags Arctic Fish) í Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði í ágúst. Lágu göt­in lóðrétt hvort sín­um meg­in við svo­kallaða styrkt­ar­línu, hvort um sig 20 sinn­um 30 senti­metr­ar að stærð.

Í til­kynn­ingu frá Arctic Seafarm sagði að göt­un­um hefði verið lokað um leið og voru all­ar kví­ar á svæðinu skoðaðar. Í kví átta voru 72.522 fisk­ar og meðalþyngd hvers þeirra um sex kíló. Í fyrstu var ekki vitað hvort fiskar hefðu sloppið en síðar kom í ljós að þeir kynnu að vera um 3.500 talsins sem struku.

Alls hefur stofnuninni borist 306 laxar sem grunur er um að séu strokulaxar ú Patreksfirði og á því eftir að erfðagreina 142 laxa. Sú vinna fer nú fram hjá Matís.

Hafrannsóknastofnun eru enn að berast meintir eldislaxar til greiningar. „Hafrannsóknastofnun þakkar veiðimönnum sem skilað hafa fiskum til greiningar og áréttar mikilvægi þess til að fá sem besta mynd af umfangi eldislaxa í ám og dreifingu þeirra,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.25 565,22 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.25 672,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.25 304,26 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.25 311,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.25 259,83 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.25 273,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 26.2.25 226,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 4.476 kg
Þorskur 1.274 kg
Langa 195 kg
Steinbítur 67 kg
Keila 16 kg
Ufsi 10 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 6.045 kg
26.2.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 1.684 kg
Ýsa 50 kg
Karfi 11 kg
Samtals 1.745 kg
26.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.304 kg
Þorskur 2.935 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 11 kg
Keila 8 kg
Langa 2 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.25 565,22 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.25 672,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.25 304,26 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.25 311,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.25 259,83 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.25 273,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 26.2.25 226,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 4.476 kg
Þorskur 1.274 kg
Langa 195 kg
Steinbítur 67 kg
Keila 16 kg
Ufsi 10 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 6.045 kg
26.2.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 1.684 kg
Ýsa 50 kg
Karfi 11 kg
Samtals 1.745 kg
26.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.304 kg
Þorskur 2.935 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 11 kg
Keila 8 kg
Langa 2 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »