Nýlega fóru fram prófanir á nýju kerfi til að auka öryggi sjófarenda um borð í varðskipinu Þór. Um er að ræða nýsköpunarverkefni sem gengur undir heitinu AI-ARC og hefur Landhelgisgæslan tekið þátt í verkefninu undanfarin tvö ár ásamt yfir 20 samstarfsaðilum í tólf Evrópuríkjum.
Fulltrúar samstarfsaðilanna voru hér á landi í síðustu viku í tilefni af prófunum á kerfinu sem ætlað er að bæta upplýsingaflæði. „Prófanirnar gengu vonum framar og lausnin lofar svo sannarlega góðu,“ segir Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og sérfræðingur á aðgerðasviði, í Morgunblaðinu í dag.
„Tilgangur verkefnisins er að útbúa nýstárlegt, öflugt, skilvirkt og notendavænt upplýsingaumhverfi þangað sem unnt er að deila gögnum og upplýsingum um skipaumferð og annað sem sjónum tengist,“ útskýrir Snorre.
Hann segir þær stafrænu þjónustur sem mynda umrætt upplýsingaumhverfi síðan sjá um að greina gögnin. „Sem dæmi, þá geta þær greint ísjaka út frá gervitunglamyndum og ef skip nálgast er hlutaðeigandi aðilum, sem jafnframt eru notendur umhverfisins, gert viðvart. Í ár hefur það gerst tvívegis að skip hafi siglt á ísjaka, suður af Grænlandi og í Grænlandssundi. Þjónustunni er ætlað að draga úr líkum á óhöppum sem þessum og auka öryggi sjófarenda.“
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |