Leggja til engar veiðar á rækju í Djúpinu

Heimildir til veiða á rækju í Ísafjarðardjúpi hafa sveiflast mikið …
Heimildir til veiða á rækju í Ísafjarðardjúpi hafa sveiflast mikið undanfarinn áratug. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að afli rækju í Ísafjarðardjúpi verði enginn fiskveiðiárið 2023/2024, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Síðasta var núllráðgjöf fyrir tegundina var fiskveiðiárið 2021/2022 og þar áður 2010/2011.

Samkvæmt skráningu fiskistofu var 529 tonnum af rækju úr Djúpinu landað á síðasta fiskveiðiári en sögur fóru af mokveiði síðasta vetur. Miklar sveiflur hafa verið í ráðgjöfinni undanfarin áratug og mátti 2013/2014 veiða 1.100 tonn.

Þá er lagt til eð ekki verði veitt meira af rækju í Arnarfirði 2023/2024 en 166 tonn. Alls var landað 243,3 tonnum af rækju í Arnarfirði á síðasta fiskveiðiári. Ráðgjöfin fyrir arnarfjarðarrækju var síðast lægri 2021/2022 þegar hún nam 149 tonnum en núllráðgjöf var árið 2017/2018.

Hugsanleg afleiðing afráns

Í tilkynningu hafrannsóknastofnunar segir að stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi hafi mælst mjög lág og að vísitölur ýsu hafa verið háar frá árinu 2004, mjög háar frá 2020. Útbreiðslusvæði ýsu hefur stækkað og haustið 2023 fannst ýsa inn eftir öllu Ísafjarðardjúpi.

Jafnframt segir að stofnvísitala rækju í Arnarfirði lækkaði árið 2023 og var svipuð og á árunum 2018-2021. Mikið var af ýsu á svæðinu en árin 2020-2023 voru vísitölur ýsu þær hæstu frá árinu 2011. Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar í Arnarfirði, má finna í tækniskjali.

Sagt var frá minni rækjuráðgjöf og aukinni ýsugengd einnig við Snæfellsnes í maí síðastliðnum er lögð var fram ráðgjöf um 375 tonna hámarksveiði á rækju á svæðinu á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.10.24 528,62 kr/kg
Þorskur, slægður 7.10.24 413,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.10.24 312,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.10.24 207,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.10.24 227,18 kr/kg
Ufsi, slægður 7.10.24 255,09 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 7.10.24 214,14 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.10.24 197,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.10.24 Lizt ÍS 153 Landbeitt lína
Ýsa 1.238 kg
Þorskur 368 kg
Samtals 1.606 kg
7.10.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 3.340 kg
Ýsa 1.550 kg
Steinbítur 62 kg
Skarkoli 17 kg
Keila 14 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 4.989 kg
7.10.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 2.450 kg
Skarkoli 1.835 kg
Ýsa 70 kg
Sandkoli 49 kg
Þykkvalúra 28 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 4.453 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.10.24 528,62 kr/kg
Þorskur, slægður 7.10.24 413,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.10.24 312,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.10.24 207,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.10.24 227,18 kr/kg
Ufsi, slægður 7.10.24 255,09 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 7.10.24 214,14 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.10.24 197,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.10.24 Lizt ÍS 153 Landbeitt lína
Ýsa 1.238 kg
Þorskur 368 kg
Samtals 1.606 kg
7.10.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 3.340 kg
Ýsa 1.550 kg
Steinbítur 62 kg
Skarkoli 17 kg
Keila 14 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 4.989 kg
7.10.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 2.450 kg
Skarkoli 1.835 kg
Ýsa 70 kg
Sandkoli 49 kg
Þykkvalúra 28 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 4.453 kg

Skoða allar landanir »