Staðan í Grindavík hafi ekki áhrif á útgerð

Ekki er útlit fyrir að staðan í Grindavík hafi áhrif …
Ekki er útlit fyrir að staðan í Grindavík hafi áhrif á útgerðarstarfsemi Vísis. Vinnslan hefur hins vegar stöðvast.

„Staða mála hef­ur ekki áhrif á starf­semi út­gerðar en fisk­vinnsla í Grinda­vík hef­ur stöðvast. Stjórn­end­ur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákv­arðanir í sam­ræmi við þróun mála,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem Síld­ar­vinnsl­an sendi kaup­höll­inni í morg­un, en út­gerðarfé­lagið Vís­ir hf. í Grinda­vík er dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Gunnþór Ingva­son, for­stjóri fé­lags­ins, und­ir­rit­ar til­kynn­ing­una þar sem seg­ir að „stjórn­end­ur hafa yf­ir­farið stöðu fé­lags­ins út frá vá­trygg­ing­ar­vernd og telja fast­eign­ir og lausa­fé fé­lags­ins í Grinda­vík vera vel tryggt í sam­ræmi við lög vegna hugs­an­legs tjóns af völd­um jarðhrær­ing­anna. Starfs­menn og stjórn­end­ur vinna að því að verja verðmæti sem bund­in eru í hrá­efn­is- og afurðabirgðum í sam­ráði og sam­vinnu við yf­ir­völd.“

Jafn­framt kem­ur fram að áhersla sé lögð á að „hlúa að starfs­fólki og halda sam­bandi við það.“

Vak­in er at­hygli á að Vís­ir „hef­ur unnið af því að und­ir­búa og inn­leiða varn­ir og áætlan­ir til sam­ræm­is við þær sviðsmynd­ir sem al­manna­varn­ir og jarðvís­inda­menn höfðu sett fram í tengsl­um við jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesi. Vörðuðu þær flest­ar áhrif tjóns á innviðum utan Grinda­vík­ur, s.s. á raf­orku­ver og hita­veitu. Ljóst er að þró­un­in und­an­farna sól­ar­hringa hef­ur verið önn­ur og verri gagn­vart byggð í Grinda­vík en þær sviðsmynd­ir gerðu ráð fyr­ir.“

Vinnslu á Seyðis­firði lokað 30. nóv­em­ber

Mik­il verðmæti í eigu dótt­ur­fé­lags­ins Vís­is eru und­ir þar sem fisk­vinnslu­hús þess full­hlaðið helstu tækninýj­ung­um grein­ar­inn­ar en fé­lagið hef­ur átt í þró­un­ar­sam­starfi við Mar­el frá ár­inu 2006. Hef­ur m.a. verið fjár­fest í sjálf­virk­um ró­bót­lausn­um fyr­ir pökk­un og flokk­un, skurðvél­um og flæðilínu.

Full­yrti Guðbjörg Heiða Guðmunds­dótt­ir, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri fiskiðnaðar hjá Mar­el, í viðtali 2020 að hvít­fisk­vinnsla Vís­is væri ein sú tækni­vædd­asta og full­komn­asta á heimsvísu.

Til­kynnt var um kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Vísi í júlí á síðasta ári og hef­ur því verið spáð að öll bol­fisk­vinnsla fé­lags­ins myndi fær­ast til Grinda­vík­ur vegna sam­drátt­ar í ráðgjöf um heild­arafla í mik­il­væg­um bol­fisk­teg­und­um und­an­far­in ár.

Stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar til­kynnti síðan í sept­em­ber síðastliðnum að bol­fisk­vinnsl­unni á Seyðis­firði yrði lokuð 30. nóv­em­ber og var 30 af 33 starfs­mönn­um sagt upp. Var í til­kynn­ingu bent á að öll fjár­mögn­un væri orðin dýr­ari og þorsk­heim­ild­ir dreg­ist sam­an, auk þess sem bol­fisk­vinnsl­an á Seyðis­firði væri kom­in til ára sinna og þyrfti að fara í um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir og fjár­fest­ing­ar til að koma henni í sam­keppn­is­hæft ástand.

Ljóst er að vinnsla hefj­ist ekki á ný í Grinda­vík næstu daga og mögu­lega ekki í lengri tíma fari svo að hefj­ist eld­gos. Fisk­veiðar geta þó haldið áfram og er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að afl­inn verði seld­ur á markað eða unn­inn í sam­starfi við aðra sem reka fisk­vinnsl­ur.

Gunnþór kvaðst í sam­tali við 200 míl­ur ekki vilja á þessu stigi máls tjá sig um fram­haldið um­fram það sem fram kem­ur í til­kynn­ingu fé­lags­ins til kaup­hall­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.5.25 506,20 kr/kg
Þorskur, slægður 19.5.25 585,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.5.25 406,58 kr/kg
Ýsa, slægð 19.5.25 355,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.5.25 201,02 kr/kg
Ufsi, slægður 19.5.25 257,35 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 19.5.25 230,96 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 569 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 604 kg
19.5.25 Helgi SH 210 Handfæri
Þorskur 760 kg
Samtals 760 kg
19.5.25 Finnur HF 12 Handfæri
Þorskur 310 kg
Ufsi 145 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 459 kg
19.5.25 Vala HF 5 Handfæri
Þorskur 317 kg
Ufsi 108 kg
Samtals 425 kg
19.5.25 Deilir GK 109 Handfæri
Þorskur 859 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 4 kg
Samtals 872 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.5.25 506,20 kr/kg
Þorskur, slægður 19.5.25 585,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.5.25 406,58 kr/kg
Ýsa, slægð 19.5.25 355,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.5.25 201,02 kr/kg
Ufsi, slægður 19.5.25 257,35 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 19.5.25 230,96 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 569 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 604 kg
19.5.25 Helgi SH 210 Handfæri
Þorskur 760 kg
Samtals 760 kg
19.5.25 Finnur HF 12 Handfæri
Þorskur 310 kg
Ufsi 145 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 459 kg
19.5.25 Vala HF 5 Handfæri
Þorskur 317 kg
Ufsi 108 kg
Samtals 425 kg
19.5.25 Deilir GK 109 Handfæri
Þorskur 859 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 4 kg
Samtals 872 kg

Skoða allar landanir »