Samgöngustofa fái auknar sektarheimildir

Innviðaráðuneytið hefur birt drög að breytingum er snúa að auknum …
Innviðaráðuneytið hefur birt drög að breytingum er snúa að auknum heimildum Samgöngustofu til að beita stjórnvaldssektum. mbl.is/Árni Sæberg

Stefnt er að því að veita Samgöngustofu heimild til að sekta útgerðir skipa sem sinna ekki tilkynningarskyldu og heimild til að sekta útgerðir skipa sem sæta farbanni, auk þess er stefnt að því að veita Samgöngustofu heimild til að innheimta gjald af sjóförum sem sæta farbanni til að standa undir kostnaði af farbanninu.

Þetta kemur fram í tillögu innviðaráðuneytisins að breytingum á reglugerð um hafnarríkiseftirlit sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar eru sagðar koma til vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) er gengu út á að tilskipun Evrópusambandsins um hafnarríkiseftirlit hafi ekki verið innleidd með fullnægjandi hætti hér á landi.

Greiðsla verði tryggð

Sem fyrr segir er lagt til að Samgöngustofu verði heimilt að innheimta gjald af sjóförum sem sæta farbanni. „Gjaldið skal vera til endurgreiðslu þess kostnaðar sem fellur til hjá Samgöngustofu í tengslum við farbannið. Til kostnaðar telst, vinna starfsmanna samkvæmt tímagjaldi, ferðakostnaður, gistikostnaður, fæðiskostnaður, efniskostnaður og annar kostnaður sem kann að falla til sérstaklega vegna farbanns,“ segir í fyrirhugaðri reglugerðarbreytingu.

Þá segir jafnframt að farbanni verði „ekki aflétt fyrr en full greiðsla hefur borist eða fullnægjandi tryggingar settar fyrir greiðslu gjaldsins.“

Fyrirhuguð heimild til sektar kemur til ef útgerð skipa sem sæta víðtækri skoðun og er á leið til hafnar eða akkerislægis á Íslandi uppfyllir ekki kröfur um tilkynningu. Sé lagt á farbann skal útgerð skips greiða stjórnvaldssekt, en farbanni skal ekki aflétt fyrr en full greiðsla hefur borist eða fullnægjandi tryggingar verið settar fyrir greiðslu sektarinnar.

Landhelgisgæslan fékk heimildir

Heimildir stofnana ríkisins til að beita útgerðum og skipstjórum sektir hafa aukist undanfarið og bætast nýjar heimildir Samgöngustofu við auknar heimildir Landhelgisgæslunnar sem fengust með nýjum lögum um áhafnir skipa sem tóku gildi 1. janúar.

Nýju lögunum var ætlað að skila skýrari regluverki og skilvirkara eftirliti. Heimildir Landhelgisgæslunnar til að beita sektum var sagður liður í þeim tilgangi en fram að gildistöku laganna var stofnuninni gert að kæra öll brot til lögreglu. „Slíkt ferli hefur verið óþarflega þunglamalegt og dýr umsýsla að einföld brot þurfi alltaf að rata fyrir dóm,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við 200 mílur í aðdraganda gildistöku laganna.

Með lögunum fékk Landhelgisgæslan heimild til að sekta aðila fyrir að stjórna skemmtibát án tilskilinna réttinda, fyrir að brjóta reglur um lögskráningu, svo sem að lögskrá rétt og vera með réttar tryggingar áður en siglt er af stað.

Jafnframt varð stofnuninni heimilt að sekta skipstjóra fyrir að fela öðrum en þeim sem hefur réttindi til þess hlutverk um borð í skipi, til dæmis ábyrgð á siglingavakt í brú. Veitt var heimilt til að beita útgerð sektum ef hún getur ekki framvísað heilbrigðisvottorði fyrir alla skipverja þegar innleiddar hafa verið viðeigandi heilbrigðiskröfur fyrir allar stöður.

Landhelgisgæslan fékk einnig heimild til að beita útgerð erða skipstjóra sektum séu aðrir en lögmætir skírteinishafar ráðnir til starfa sem krefjast skírteina, að ekki sé til skrá yfir skipverja og stöður þeirra um borð í skipinu og að mönnun skipsins sé röng miðað við lög eða ákvörðun um mönnun í tilviki annarra skipa en fiskiskipa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »