„Skerðingin tekur til ótryggrar orku sem við fáum afhenta á rafskautaketil í bræðslunni. Í dag er það þannig að við keyrum hluta af bræðslunni á rafskautakatli og hluta á olíukötlum, en það er vegna þess að við höfum ekki getað rafvætt bræðsluna að fullu vegna þess að það hefur ekki verið nægt rafmagn í boði hér í Eyjum,“ segir Sindri Viðarson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið.
Hann var spurður um áhrif þess að Landsvirkjun hefur ákveðið að afhending á víkjandi raforku verði stöðvuð frá og með næstu mánaðamótum og ber við lélegri stöðu í miðlunarlónum á hálendinu.
Segir Landsvirkjun ástæður þessara aðgerða vera samspil erfiðs vatnsbúskapar, hárrar nýtingar stórnotenda á langtímasamningum og aukinnar eftirspurnar heimila og smærri fyrirtækja, sem Landsvirkjun kappkosti að tryggja orku.
Segir fyrirtækið að fylling miðlunarforða lónanna 1. október sl. hafi verið 93% sem samsvari því að um 350 GWh vanti í vatnsforðann í upphafi vetrar. Því hafi verið gripið til skerðingar á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft.
„Það segir sig sjálft að ef við fáum ekki rafmagn á rafskautaketilinn í vetur, þá keyrum við meira á olíu,“ segir Sindri og bætir því við að þessi vetur sé ekki sá fyrsti sem Vinnslustöðin þurfi að þola skerðingu á raforku.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.3.25 | 564,28 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.3.25 | 534,73 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.3.25 | 304,17 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.3.25 | 229,73 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.3.25 | 206,31 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.3.25 | 235,70 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.3.25 | 217,94 kr/kg |
18.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 1.478 kg |
Samtals | 1.478 kg |
18.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 4.772 kg |
Samtals | 4.772 kg |
18.3.25 Hjördís AK 36 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 2.794 kg |
Samtals | 2.794 kg |
18.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.130 kg |
Þorskur | 218 kg |
Samtals | 1.348 kg |
18.3.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 2.027 kg |
Samtals | 2.027 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.3.25 | 564,28 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.3.25 | 534,73 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.3.25 | 304,17 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.3.25 | 229,73 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.3.25 | 206,31 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.3.25 | 235,70 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.3.25 | 217,94 kr/kg |
18.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 1.478 kg |
Samtals | 1.478 kg |
18.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 4.772 kg |
Samtals | 4.772 kg |
18.3.25 Hjördís AK 36 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 2.794 kg |
Samtals | 2.794 kg |
18.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.130 kg |
Þorskur | 218 kg |
Samtals | 1.348 kg |
18.3.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 2.027 kg |
Samtals | 2.027 kg |