Margir bíða spenntir eftir jólasíldinni

Starfsmenn Síldarvinnslunnar hafa unnið hörðum hödnum að gerð jólasíldarinnar sem …
Starfsmenn Síldarvinnslunnar hafa unnið hörðum hödnum að gerð jólasíldarinnar sem sögð er einstaklega bragðgóð. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Unnið hef­ur verið að því í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað að setja jólasíld fyr­ir­tæk­is­ins í föt­ur. Full­yrt er á Face­booksíðu út­gerðar­inn­ar að „marg­ir bíða spennt­ir eft­ir síld­inni og telja hana ómiss­andi hluta jóla­hátíðar­inn­ar.“

„Síld­ar­vinnslu­síld­in þykir sú besta og fá all­ir, sem starfa hjá fyr­ir­tæk­inu eða tengj­ast því, vatn í munn­inn þegar á hana er minnst. Síld­in er fram­leidd eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um og er farið eft­ir upp­skrift sem hef­ur verið þróuð í ára­tugi. Fram­leiðslu­fer­ill­inn er ekki gef­inn ná­kvæm­lega upp en unnt er að greina frá ýms­um þátt­um hans,“ seg­ir í færsl­unni.

Eina sem fæst upp­gefið er að notuð er ný­veidd norsk-ís­lensk gæðasíld til fram­leiðslunn­ar og er hún flökuð og skor­in í bita. Bitarn­ir eru síðan látn­ir liggja í salt­pækli í ákveðinn tíma og síðan í pækli með til­teknu magni af ed­ik­sýru. Að lok­um er síld­in sett í föt­ur og fara ýms­ar kryd­d­jurtir með í föt­urn­ar sem sjá um að fram­kalla hið him­neska bragð.

Jólasíld Síldarvinnslunnar er girnileg þetta árið.
Jólasíld Síld­ar­vinnsl­unn­ar er girni­leg þetta árið. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

„Það er ávallt ákveðin stemmn­ing hjá starfs­fólki fiskiðju­vers­ins þegar unnið er við jólasíld­ina og oft spyr fólk, sem get­ur vart beðið eft­ir hnoss­gæt­inu, um fram­leiðsluna. Ár eft­ir ár heyr­ist að síld­in hafi aldrei verið betri og sýn­ir það að ávallt er verið að full­komna fram­leiðsluna og gera hana ómót­stæðilegri. Heyrst hef­ur að í ár sé jólasíld­in ein­stakt ljúf­meti og er hún í reynd lokaþátt­ur­inn á afar vel heppnaðri síld­ar­vertíð,“ seg­ir í færsl­unni.

Auk starfs­manna og ein­stak­linga sem tengj­ast Síld­ar­vinnsl­unni er líkn­ar­fé­lag­inu Hos­urn­ar einnig veitt ákveðið magn sem fé­lagið sel­ur, en Hos­urn­ar er líkn­ar­fé­lag starfs­manna Fjórðungs­sjúkra­húss­ins í Nes­kaupstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.4.25 522,62 kr/kg
Þorskur, slægður 10.4.25 711,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.4.25 383,88 kr/kg
Ýsa, slægð 10.4.25 370,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.4.25 106,04 kr/kg
Ufsi, slægður 10.4.25 258,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 10.4.25 252,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.4.25 Elías Magnússon ÍS 9 Grásleppunet
Grásleppa 2.752 kg
Þorskur 270 kg
Skarkoli 117 kg
Rauðmagi 48 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 3.195 kg
10.4.25 Hafdís SK 44 Dragnót
Steinbítur 8.234 kg
Skarkoli 1.651 kg
Sandkoli 178 kg
Þorskur 76 kg
Skrápflúra 50 kg
Grásleppa 17 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 10.219 kg
10.4.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 10.556 kg
Ýsa 1.229 kg
Steinbítur 87 kg
Langa 31 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Karfi 3 kg
Samtals 11.931 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.4.25 522,62 kr/kg
Þorskur, slægður 10.4.25 711,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.4.25 383,88 kr/kg
Ýsa, slægð 10.4.25 370,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.4.25 106,04 kr/kg
Ufsi, slægður 10.4.25 258,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 10.4.25 252,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.4.25 Elías Magnússon ÍS 9 Grásleppunet
Grásleppa 2.752 kg
Þorskur 270 kg
Skarkoli 117 kg
Rauðmagi 48 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 3.195 kg
10.4.25 Hafdís SK 44 Dragnót
Steinbítur 8.234 kg
Skarkoli 1.651 kg
Sandkoli 178 kg
Þorskur 76 kg
Skrápflúra 50 kg
Grásleppa 17 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 10.219 kg
10.4.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 10.556 kg
Ýsa 1.229 kg
Steinbítur 87 kg
Langa 31 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Karfi 3 kg
Samtals 11.931 kg

Skoða allar landanir »