Margir bíða spenntir eftir jólasíldinni

Starfsmenn Síldarvinnslunnar hafa unnið hörðum hödnum að gerð jólasíldarinnar sem …
Starfsmenn Síldarvinnslunnar hafa unnið hörðum hödnum að gerð jólasíldarinnar sem sögð er einstaklega bragðgóð. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Unnið hef­ur verið að því í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað að setja jólasíld fyr­ir­tæk­is­ins í föt­ur. Full­yrt er á Face­booksíðu út­gerðar­inn­ar að „marg­ir bíða spennt­ir eft­ir síld­inni og telja hana ómiss­andi hluta jóla­hátíðar­inn­ar.“

„Síld­ar­vinnslu­síld­in þykir sú besta og fá all­ir, sem starfa hjá fyr­ir­tæk­inu eða tengj­ast því, vatn í munn­inn þegar á hana er minnst. Síld­in er fram­leidd eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um og er farið eft­ir upp­skrift sem hef­ur verið þróuð í ára­tugi. Fram­leiðslu­fer­ill­inn er ekki gef­inn ná­kvæm­lega upp en unnt er að greina frá ýms­um þátt­um hans,“ seg­ir í færsl­unni.

Eina sem fæst upp­gefið er að notuð er ný­veidd norsk-ís­lensk gæðasíld til fram­leiðslunn­ar og er hún flökuð og skor­in í bita. Bitarn­ir eru síðan látn­ir liggja í salt­pækli í ákveðinn tíma og síðan í pækli með til­teknu magni af ed­ik­sýru. Að lok­um er síld­in sett í föt­ur og fara ýms­ar kryd­d­jurtir með í föt­urn­ar sem sjá um að fram­kalla hið him­neska bragð.

Jólasíld Síldarvinnslunnar er girnileg þetta árið.
Jólasíld Síld­ar­vinnsl­unn­ar er girni­leg þetta árið. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

„Það er ávallt ákveðin stemmn­ing hjá starfs­fólki fiskiðju­vers­ins þegar unnið er við jólasíld­ina og oft spyr fólk, sem get­ur vart beðið eft­ir hnoss­gæt­inu, um fram­leiðsluna. Ár eft­ir ár heyr­ist að síld­in hafi aldrei verið betri og sýn­ir það að ávallt er verið að full­komna fram­leiðsluna og gera hana ómót­stæðilegri. Heyrst hef­ur að í ár sé jólasíld­in ein­stakt ljúf­meti og er hún í reynd lokaþátt­ur­inn á afar vel heppnaðri síld­ar­vertíð,“ seg­ir í færsl­unni.

Auk starfs­manna og ein­stak­linga sem tengj­ast Síld­ar­vinnsl­unni er líkn­ar­fé­lag­inu Hos­urn­ar einnig veitt ákveðið magn sem fé­lagið sel­ur, en Hos­urn­ar er líkn­ar­fé­lag starfs­manna Fjórðungs­sjúkra­húss­ins í Nes­kaupstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.25 574,17 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.25 644,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.25 312,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.25 352,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.25 255,70 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.25 271,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 24.2.25 223,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 376 kg
Þorskur 296 kg
Steinbítur 280 kg
Langa 17 kg
Karfi 14 kg
Keila 10 kg
Samtals 993 kg
24.2.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 11.713 kg
Samtals 11.713 kg
24.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 445 kg
Þorskur 401 kg
Steinbítur 214 kg
Langa 7 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.072 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.25 574,17 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.25 644,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.25 312,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.25 352,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.25 255,70 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.25 271,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 24.2.25 223,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 376 kg
Þorskur 296 kg
Steinbítur 280 kg
Langa 17 kg
Karfi 14 kg
Keila 10 kg
Samtals 993 kg
24.2.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 11.713 kg
Samtals 11.713 kg
24.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 445 kg
Þorskur 401 kg
Steinbítur 214 kg
Langa 7 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.072 kg

Skoða allar landanir »