Ísfélagið hækkar í yfir 1,4 milljarða viðskiptum

Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hringdi inn fyrstu viðskiptin …
Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hringdi inn fyrstu viðskiptin þegar viðskipti með bréf félagsins hófust í Kauphöllinni í morgun. Ljósmynd/Nasdaq

Hlutabréf Ísfélagsins hafa hækkað í fyrstu viðskiptum í dag, en bréf félagsins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag eftir útboð sem lauk 2. desember.

Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi félagsins, hringdi inn fyrstu viðskiptin ásamt barnabörnum sínum, þeim Magnúsi og Sigurði, um borð í Sigurði VE við Vestmannaeyjahöfn í morgun.

Hluti af stjórnarfólki Ísfélagsins um borð í Sigurði VE við …
Hluti af stjórnarfólki Ísfélagsins um borð í Sigurði VE við Vestmannaeyjahöfn þegar fyrstu viðskiptin voru hringd inn. Ljósmynd/Nasdaq

Í hlutabréfaútboðinu var útboðsgengið í áskriftarbók A 135 kr. á hlut, en þar var um að ræða samtals 3,2 milljarða söluandvirði. Í áskriftarbók B, sem ætluð var fagfjárfestum, var endanlegt útboðsgengi 155 kr. á hlut og nam söluandvirði þess hlutar 14,8 milljörðum. Samtals bárust áskriftir að andvirði 58 milljarða í útboðinu, eða um fjórföld eftirspurn.

Gengi bréfa Ísfélagsins í hádeginu var 163 krónur á hlut og hafði því hækkað um tæplega 21% frá útboðsgengi í áskriftarbók A, en um 5% frá útboðsgengi í áskriftarbók B.

Þá hefur jafnframt verið birtur listi yfir 20 stærstu hluthafa í félaginu eftir útboðið. Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda hennar eru áfram stærsti hluthafinn með 49,1% hlut og félagið Marteinn Haraldsson ehf., sem aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins, Ólafur Marteinsson á meðal annars hlut í, á 11,4%.

Ísfélagið tekið til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar.
Ísfélagið tekið til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Ljósmynd/Nasdaq
  1. ÍV fjárfestingafélag ehf. – 49,1%
  2. Marteinn Haraldsson ehf. – 11,4%
  3. Gunnar Sigvaldason – 6,3%
  4. Svavar Berg Magnússon – 3,2%
  5. Lífeyrissjóður verzlunarmanna – 2,8%
  6. Anna ehf. – 2,3%
  7. Frjálsi lífeyrissjóðurinn – 1,6%
  8. Jón Ingvar Þorvaldsson – 1,4%
  9. Fimman ehf. – 1,4%
  10. Stapi lífeyrissjóður – 1,0%
  11. Guðmundur Sigurðsson – 0,9%
  12. Valgerður Sigurðardóttir – 0,9%
  13. Friðgeir Sigurðarson – 0,9%
  14. Karlsberg ehf. – 0,8%
  15. Almenni lífeyrissjóðurinn – 0,6%
  16. Hali ehf. – 0,6%
  17. Júlía Petra Andersen – 0,4%
  18. Ágúst Bergsson – 0,3%
  19. Kristín Bergsdóttir – 0,3%
  20. Rúnar Marteinsson – 0,3%
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.25 568,54 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.25 605,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.25 317,73 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.25 305,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.25 239,33 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.25 259,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.25 247,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.008 kg
Ýsa 792 kg
Karfi 90 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 4.896 kg
26.2.25 Silfurborg SU 22 Dragnót
Skarkoli 917 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 84 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.164 kg
25.2.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 215 kg
Ýsa 213 kg
Þorskur 126 kg
Langa 49 kg
Karfi 24 kg
Keila 21 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 659 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.25 568,54 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.25 605,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.25 317,73 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.25 305,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.25 239,33 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.25 259,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.25 247,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.008 kg
Ýsa 792 kg
Karfi 90 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 4.896 kg
26.2.25 Silfurborg SU 22 Dragnót
Skarkoli 917 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 84 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.164 kg
25.2.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 215 kg
Ýsa 213 kg
Þorskur 126 kg
Langa 49 kg
Karfi 24 kg
Keila 21 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 659 kg

Skoða allar landanir »