Jákvæð tíðindi úr stofnmælingu Hafró

Sofnvísitölur fleiri tegunda hækkar eftir mælingu vísindamanna Hafrannsóknastofnunar í haust.
Sofnvísitölur fleiri tegunda hækkar eftir mælingu vísindamanna Hafrannsóknastofnunar í haust. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Valur Bogason

Nokkuð er um jákvæð tíðindi úr haustralli Hafrannsóknastofnunar. Stofnvísitala þorsks hækkar annað árið í röð og er stofnvísitala ýsu áfram há. Þá er hækkar vísitala blálöngu og fjölda annarra tegunda og eru vísbendingar um aukna nýliðun í grálúðu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska að haustlagi sem fram fór dagana 28. september til 24. október og birt hefur verið á vef Hafrannsóknastofnunar.

Stofnvísitala þorsks í ár heldur áfram að sýna hækkun eftir töluverða lækkun árin 2018 til 2021, en yngstu árgangar þorsks (árgangar 2021, 2022 og 2023) mældust undir meðalstærð í fjölda. Meðalþyngdir eru sagðar 1–4 ára þorsks mældust undir meðaltali áranna 1996–2023 en eldri árgangar reyndust við eða yfir meðaltali.

Vísitala ýsu er svipuð og í fyrra sem var með þeim hæstu síðan mælingar hófust. Flestir árgangar ýsu mældust yfir meðalstærð í fjölda en líkt og í þorski var meðalþyngd 1–4 ára ýsu undir meðaltali rannsóknatímabilsins.

Margar vísitölur hækka

Fram kemur að vísitala blálöngu hækkar umtalsvert í mælingunni í ár og vísitala gulllax mælist sú hæsta frá upphafi mælinga. Auk þess er hækkar vísitala ýmissa tegunda og er bent á þykkvalúru, steinbít, hlýra, löngu, keilu og kolmunna.

Óhætt er að segja að gott er að frétta af lúðunni en vísitala stofnsins er sú hæsta sm mælst hefur frá árinu 1996.

Þá hækka vísitölur flestra brjóskfiska og annarra djúpfiskategunda eða standa í stað frá fyrra ári.

Áhöfnin á Breka við færibandaið í síðari hluta haustrallsins.
Áhöfnin á Breka við færibandaið í síðari hluta haustrallsins. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Kristín Jóhanna Valsdóttir

Sumir stofnar standa höllum fæti

Þá er vísitala gullkarfa hærri en undanfarin ár en vísitala djúpkarfa hefur verið svipuð en lág í um tuttugu ár. Nýliðun þessara tveggja stofna hefur hins vegar verið léleg um árabil og eru engar vísbendingar um breytingu þar á.

Vísitala ufsa er undir langtímameðaltali og á það einnig við um grálúðu en þar vísbendingar eru um bætta nýliðun.

Vísitölur sandkola, skarkola og hrognkelsis eru með þeim lægstu sem mælst hafa í haustralli.

Hlýnun fyrir sunnan og vestan

Í ár tóku togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 þátt í leiðangrinum ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200 og hefur stofnmæling að hausti verið framkvæmd með sambærilegum hætti frá árinu 1996.

Mælingar á botnhita sjávar sýndi kólnun á minna en 400 m dýpi fyrir norðvestan og norðaustan en hlýnun fyrir sunnan og vestan. Mælingar sýndu einnig hlýnun fyrir sunnan á meira en 400 m dýpi en botnhiti á þessu dýpi og öðrum svæðum stóð í stað eða sýndi merki kólnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 581,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,07 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 258,54 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 228,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 6.527 kg
Ýsa 183 kg
Steinbítur 117 kg
Samtals 6.827 kg
9.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 9.213 kg
Ýsa 984 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 10.278 kg
9.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.919 kg
Ýsa 1.746 kg
Keila 102 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 10.805 kg
9.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.052 kg
Ýsa 56 kg
Samtals 1.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 581,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,07 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 258,54 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 228,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 6.527 kg
Ýsa 183 kg
Steinbítur 117 kg
Samtals 6.827 kg
9.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 9.213 kg
Ýsa 984 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 10.278 kg
9.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.919 kg
Ýsa 1.746 kg
Keila 102 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 10.805 kg
9.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.052 kg
Ýsa 56 kg
Samtals 1.108 kg

Skoða allar landanir »