Skipstjórinn á Geir lætur vel af aflabrögðunum

Áhöfn Geirs gaf sér tíma til að líta upp frá …
Áhöfn Geirs gaf sér tíma til að líta upp frá jólahreingerningu á bátnum og spjalla við blaðamann. Feðgarnir Jóhann H. Jónasson og Jónas Jóhannsson útgerðarmaður og eigandi Geirs ásamt hluta áhafnarinnar, sem stendur á milli þeirra: F.v. Sigfús Kristjánsson, Jón Hafliðason, Jón Marinósson og Björgvin Grant. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Jólahreingerning stóð sem hæst um borð í Geir ÞH-150 um síðustu mánaðamót þegar blaðamann bar að garði og var þar ekki ódurturinn á. Karlarnir voru á kafi í þrifum og eigandi útgerðarinnar, Jónas Jóhannsson, lét ekki sitt eftir liggja í frágangi. Geirinn var rétt kominn úr síðasta túr ársins og áhöfnin því á leið í frí að loknum þrifum. Jónas er ánægður með mannskap sinn og segir þá alla trausta afbragðssjómenn, að því er fram kom í síðasta blaði 200 mílna.

Sigurður R. Kristinsson er skipstjóri á Geir og lætur vel af aflabrögðum ársins: „Þetta var ágætis ár, eiginlega metár í afla þótt aflaverðmætið hafi verið ögn minna en í fyrra,“ sagði Sigurður og er nokkuð ánægður með árið, heildarafli ársins var um 1.850 tonn upp úr sjó, blandaður afli.

Sigurður hefur nánast alla starfsævina verið um borð í Geir, rúm þrjátíu ár, en starfsaldur meirihluta áhafnarinnar er langur sem segir sitt um útgerðina en í áhöfn eru sex til sjö menn. „Ég tel það forréttindi að vinna hjá einni af síðustu fjölskylduútgerðum landsins, rótgrónu heimafólki, og öllum fiski er landað á hæsta mögulega verði og vel hugsað um mannskap á allan hátt,“ sagði Sigurður, sáttur um borð í Geirnum.

Eitt stærsta þorskhol ársins var hjá Geir í byrjun apríl, …
Eitt stærsta þorskhol ársins var hjá Geir í byrjun apríl, rúm 50 tonn í dragnót í Þistilfirðinum. Ljósmynd/Sigurður R. Kristinsson

Þetta er fimmta skipið í sögu Geirsútgerðarinnar sem ber nafnið Geir. Hann kom nýsmíðaður í heimahöfn árið 2000, 115 tonna dragnóta- og netaveiðiskip og áhöfnin kallar skipið enn „nýja Geirinn“.

Sigurður segir dragnótina aðalveiðarfærið, netavertíð hefur styst undanfarin ár en er helst í febrúar og mars. „Við vorum í haust á Skjálfandaflóa og Eyjafirði en í sumar við Seyðisfjörð og suður undir Hornafirði og Lónsbugt,“ sagði Sigurður.

Geirfuglarnir, eins og þeir eru oft nefndir hér í heimahögunum, halda svo á netaveiðar í Þistilfirði í febrúar og svo væntanlega á dragnót í lok mars.

Skötuveisla og jólahlaðborð

Jólahefðirnar eru árvissar á Geirnum og er skötuveislan ein af þeim. „Við kæsum tindaskötu sjálfir um borð og síðan er haldin dýrðleg skötuveisla skömmu fyrir jól í útgerðarhúsi Geirs, þar sem skatan er aðalréttur auk ýmiss góðgætis og guðaveiga. Skatan fer beint í hendur Jónasar útgerðarmanns sem hefur það leiðindahlutverk að roðrífa hana með naglbít og undirbúa í pottinn,“ sagði Sigurður Ragnar. Jólahlaðborð er líka í boði útgerðarinnar ásamt hótelgistingu en Akureyri varð fyrir valinu í þetta sinn og áhöfnin dvelur þar um helgina ásamt mökum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.3.25 548,97 kr/kg
Þorskur, slægður 9.3.25 560,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.3.25 319,74 kr/kg
Ýsa, slægð 9.3.25 269,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.3.25 252,22 kr/kg
Ufsi, slægður 9.3.25 293,82 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 9.3.25 227,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 14.177 kg
Ýsa 3.509 kg
Steinbítur 2.548 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 23 kg
Langa 7 kg
Samtals 20.299 kg
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 3.679 kg
Samtals 3.679 kg
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.363 kg
Ýsa 1.532 kg
Steinbítur 109 kg
Langa 77 kg
Keila 26 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 12.140 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.3.25 548,97 kr/kg
Þorskur, slægður 9.3.25 560,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.3.25 319,74 kr/kg
Ýsa, slægð 9.3.25 269,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.3.25 252,22 kr/kg
Ufsi, slægður 9.3.25 293,82 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 9.3.25 227,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 14.177 kg
Ýsa 3.509 kg
Steinbítur 2.548 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 23 kg
Langa 7 kg
Samtals 20.299 kg
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 3.679 kg
Samtals 3.679 kg
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.363 kg
Ýsa 1.532 kg
Steinbítur 109 kg
Langa 77 kg
Keila 26 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 12.140 kg

Skoða allar landanir »