Sjósetja nýtt hafrannsóknaskip í dag

Nýtt hafrannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar fær nafnið Þórunn Þórðardóttir í kjölfar sjósetningu …
Nýtt hafrannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar fær nafnið Þórunn Þórðardóttir í kjölfar sjósetningu í dag. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar verður sjósett síðdegis í dag 12. janúar í skipasmíðastoð Armon í borginni Vigo á Spáni og verður skipinu gefið nafnið Þórunn Þórðardóttir með formlegum hætti við það tækifæri. Nafnið fær skipið eftir fyrstu íslensku konunni sem var sérfræðimenntuð í hafrannsóknum og miklum frumkvöðli í rannsóknum á smáþörungum í hafinu við Ísland.

Þetta má lesa í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, enupphaflega var gert ráð fyrir að skipið yrði sjósett 15. desember.

Þórunn Þórðardóttir við störf.
Þórunn Þórðardóttir við störf. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Fram kemur að áætlanir gera ráð fyrir að hið nýja rannsóknaskip verður verði afhent til Íslands í lok árs. Skipið mun taka við af rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni sem fagnar í ár 54 aldursári sínu í þjónustu fyrir hafrannsóknir hér við land.

„Það er með mikilli ánægju sem við nefnum nýja rannsóknarskipið Þórunni Þórðardóttur; í höfuðið á konu sem ól allan sinn starfsaldur hjá Hafrannsóknarstofnun og áður hjá fyrirrennara stofnunarinnar (Atvinnudeild Háskóla Íslands, fiskideild) en eitt helsta afrek Þórunnar voru rannsóknir og mat á heildarfrumframleiðni svifþörunga á Íslandsmiðum enda eru svifþörungar undirstaða fæðukeðju hafsins. Framlag Þórunnar til vísinda er okkur öllum mikilvægt og því vel við hæfi að skipið beri nafn hennar í hafrannsóknum næstu kynslóða vísindafólks,“ er haft eftir Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, í tilkynnignunni.

Tæplega fimm milljarðar

Tilkynnt var um undirritun samninga um smíði nýs rannsóknaskips 1. apríl 2022. Var gert ráð fyrir að smíði skipsins myndi kosta 33,45 milljónir evra sem var þá jafnvirði 4,8 milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,96 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 221,77 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.2.25 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.434 kg
Langa 180 kg
Steinbítur 100 kg
Keila 61 kg
Karfi 41 kg
Ufsi 18 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.850 kg
22.2.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.457 kg
Þorskur 947 kg
Steinbítur 38 kg
Karfi 1 kg
Samtals 2.443 kg
22.2.25 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 939 kg
Þorskur 210 kg
Samtals 1.149 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,96 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 221,77 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.2.25 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.434 kg
Langa 180 kg
Steinbítur 100 kg
Keila 61 kg
Karfi 41 kg
Ufsi 18 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.850 kg
22.2.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.457 kg
Þorskur 947 kg
Steinbítur 38 kg
Karfi 1 kg
Samtals 2.443 kg
22.2.25 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 939 kg
Þorskur 210 kg
Samtals 1.149 kg

Skoða allar landanir »