„Þetta er búin að vera mikil rússíbanareið“

Lítið hefur verið um að vera í fiskvinnslu Vísis í …
Lítið hefur verið um að vera í fiskvinnslu Vísis í Grindavík undanfarna daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er búin að vera mik­il rúss­íbanareið og erum eðli­lega að meta þá kosti sem eru í stöðunni,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, spurður um næstu skref sam­stæðunn­ar í ljósi þess að vinnsla dótt­ur­fé­lags­ins Vís­is í Grinda­vík sé nú lokuð inn­an lok­un­ar­svæðis.

Vinnsla Vís­is er ein sú tækni­vædd­asta á land­inu og stóð til að vinna megnið af botn­fiskafla sam­stæðunn­ar í Grinda­vík. Mik­il verðmæti eru í fisk­vinnslu­húsi Vís­is enda hef­ur fé­lagið verið í vöruþró­un­ar­sam­starfi við Mar­el frá ár­inu 2006.

Spurður hvort það hafi verið til skoðunar að sækja vinnslu­tæk­in í Grinda­vík til að tryggja verðmæt­in svar­ar Gunnþór: „Það er í sjálfu sér ekk­ert sem ligg­ur und­ir skemmd­um. Svo er bara ekki aðgengi að neinni verðmæta­björg­un í Grinda­vík eins og staðan er núna.“

Hann seg­ir nú unnið að fjöl­breytt­um lausn­um í tengsl­um við vinnslu afla skipa Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Meðal ann­ars er verið að vinna hluta af botn­fiskafla sam­stæðunn­ar í vinnsl­um fé­lags­ins í Þýskalandi.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend/​Birg­ir Ísleif­ur Gunn­ars­son

Eru til staðar ein­hverj­ar áætlan­ir ef ekki tekst að hefja vinnslu í Grinda­vík í ein­hvern lengri tíma?

„Menn hljóta að átta sig á því að þessi óvissa sem er búin að vera í gangi í kring­um Grinda­vík hlýt­ur að snerta fyr­ir­tæk­in og þau hljóta öll að vera að búa til sviðsmynd­ir A, B og C. Það er búið að búa til svo­lítið mikið af sviðsmynd­um síðan 10. nóv­em­ber út frá því sem hef­ur verið uppi hverju sinni. Það er stöðugt verið að meta þetta.“

Gunnþór seg­ir lát­lausa vinnu standa yfir til að reyna að bregðast við sí­breyti­leg­um aðstæðum. „Það hef­ur verið unnið að ýms­um sviðsmynd­um sem hafa brostið dag­inn eft­ir, þannig að þetta er bara viðvar­andi verk­efni hjá okk­ur eins og hjá öll­um sem þetta snert­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.5.25 399,85 kr/kg
Þorskur, slægður 23.5.25 620,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.5.25 395,89 kr/kg
Ýsa, slægð 23.5.25 403,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.5.25 148,18 kr/kg
Ufsi, slægður 23.5.25 237,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.5.25 172,33 kr/kg
Litli karfi 22.5.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.5.25 Már ÍS 440 Sjóstöng
Þorskur 94 kg
Samtals 94 kg
23.5.25 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Steinbítur 482 kg
Þorskur 93 kg
Ýsa 14 kg
Samtals 589 kg
23.5.25 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 1.438 kg
Samtals 1.438 kg
23.5.25 Toppskarfur ÍS 417 Sjóstöng
Steinbítur 180 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 223 kg
23.5.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 1.635 kg
Þorskur 790 kg
Keila 171 kg
Ýsa 129 kg
Skarkoli 13 kg
Karfi 5 kg
Samtals 2.743 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.5.25 399,85 kr/kg
Þorskur, slægður 23.5.25 620,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.5.25 395,89 kr/kg
Ýsa, slægð 23.5.25 403,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.5.25 148,18 kr/kg
Ufsi, slægður 23.5.25 237,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.5.25 172,33 kr/kg
Litli karfi 22.5.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.5.25 Már ÍS 440 Sjóstöng
Þorskur 94 kg
Samtals 94 kg
23.5.25 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Steinbítur 482 kg
Þorskur 93 kg
Ýsa 14 kg
Samtals 589 kg
23.5.25 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 1.438 kg
Samtals 1.438 kg
23.5.25 Toppskarfur ÍS 417 Sjóstöng
Steinbítur 180 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 223 kg
23.5.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 1.635 kg
Þorskur 790 kg
Keila 171 kg
Ýsa 129 kg
Skarkoli 13 kg
Karfi 5 kg
Samtals 2.743 kg

Skoða allar landanir »