Miklar breytingar gerðar í brú Margrétar

Hjörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Margréti EA. Hann kveðst …
Hjörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Margréti EA. Hann kveðst ánægður með uppfærsluna. Ljósmynd/Samherji

Innleidd hefur verið skjáveggjastýring á Margréti EA-170, uppsjávarskipi Samherja, og hefur því fylgt umtalsverðar breytingar í brú skipsins. Getur skipstjórinn nú stjórnað og fylgst með hvaða tæki sem er um borð á stórum skjáum.

„Með þessu kerfi er hægt að draga yfir á skjáina öll þau tæki sem verið er að vinna með hverju sinni, hvort sem við erum á veiðum eða siglingu. Í gamla kerfinu vorum við með um tíu tölvumýs en núna er öllu stjórnað með einni mús, sem er mikill kostur. Myndirnar eru auk þess mun skýrari en á gömlu tækjunum, enda voru þau komin nokkuð til ára sinna., segir Hjörtur Valsson skipstjóri á Margréti í færslu á vef Samherja.

Hann segir ótrúlega vel hafi gengið að setja upp skjáveggjastýringuna. „Allar skipanir í kerfinu eru því mun auðveldari og svo munar miklu að geta sett upp mismunandi sviðsmyndir og haft alla þætti svo að segja á sama staðnum. Allt þetta gerir vinnuaðstöðuna þægilegri og öruggari.“

Margrét EA.
Margrét EA. mbl.is/Þorgeir

Margrét var smíðuð árið 2007 og er því orðin hálf tvítug. Það var kominn tími á uppfærslu þótt eldri búnaður hafi þjónað áhöfninni vel að sögn Hjartar.

„Við getum alveg hiklaust talað um byltingu í þessum efnum og uppsetningin gekk ótrúlega vel. Í byrjun desember leit út fyrir að skipið yrði í höfn í einhverjar vikur og þá var ákveðið að vaða í þetta verkefni og er skemmst frá því að segja að veggurinn var kominn upp rúmum þremur vikum síðar, sem er í raun ótrúlegt. Allir brettu upp ermarnar og létu verkin tala, að sjómanna sið. Við höfum farið í tvær veiðiferðir eftir að þetta nýja kerfi var sett upp og gaman að segja frá því að allt saman virkaði svo að segja hundrað prósent í fyrsta túrnum, það var í raun sáralítið sem þurfti að lagfæra. Þetta sýnir og sannar hversu vel við búum hérna á Akureyri varðandi slíka þjónustu.“

Flókin framkvæmd

Fram kemur í færslunni að Kristinn Daníelsson hjá Samherja hafi haft yfirumsjón með verkefninu og leitað var til fyrirtækjanna ELAK, M-tech, N.Hansen og Trésmiðjunnar Ýmis. Öll eru þessi fyrirtæki á Akureyri og hafa tekið að sér margvísleg verkefni fyrir Samherja og tengd félög í áranna rás.

„Það er frekar flókið að setja upp svona kerfi og þá er auðvitað lykilatriði að hafa samhentan mannskap sem veit nákvæmlega hvað snýr upp og niður í þessum fræðum. Skjáveggjastýringin í Margréti EA er svipuð þeirri sem er í Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, sem hefur reynst mjög vel og svona kerfi eru líklega í flestum nýrri skipum flotans. Ég er afskaplega ánægður útkomuna og hlakka til næstu veiðiferðar,“ segir Hjörtur.

Elling Guðmundsson rafmagnstæknifræðingur hjá ELAK kom að uppsetningu kerfisins.
Elling Guðmundsson rafmagnstæknifræðingur hjá ELAK kom að uppsetningu kerfisins. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »