Miklar breytingar gerðar í brú Margrétar

Hjörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Margréti EA. Hann kveðst …
Hjörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Margréti EA. Hann kveðst ánægður með uppfærsluna. Ljósmynd/Samherji

Inn­leidd hef­ur verið skjá­v­eggj­a­stýr­ing á Mar­gréti EA-170, upp­sjáv­ar­skipi Sam­herja, og hef­ur því fylgt um­tals­verðar breyt­ing­ar í brú skips­ins. Get­ur skip­stjór­inn nú stjórnað og fylgst með hvaða tæki sem er um borð á stór­um skjá­um.

„Með þessu kerfi er hægt að draga yfir á skjá­ina öll þau tæki sem verið er að vinna með hverju sinni, hvort sem við erum á veiðum eða sigl­ingu. Í gamla kerf­inu vor­um við með um tíu tölvu­mýs en núna er öllu stjórnað með einni mús, sem er mik­ill kost­ur. Mynd­irn­ar eru auk þess mun skýr­ari en á gömlu tækj­un­um, enda voru þau kom­in nokkuð til ára sinna., seg­ir Hjört­ur Vals­son skip­stjóri á Mar­gréti í færslu á vef Sam­herja.

Hann seg­ir ótrú­lega vel hafi gengið að setja upp skjá­v­eggj­a­stýr­ing­una. „All­ar skip­an­ir í kerf­inu eru því mun auðveld­ari og svo mun­ar miklu að geta sett upp mis­mun­andi sviðsmynd­ir og haft alla þætti svo að segja á sama staðnum. Allt þetta ger­ir vinnuaðstöðuna þægi­legri og ör­ugg­ari.“

Margrét EA.
Mar­grét EA. mbl.is/Þ​or­geir

Mar­grét var smíðuð árið 2007 og er því orðin hálf tví­tug. Það var kom­inn tími á upp­færslu þótt eldri búnaður hafi þjónað áhöfn­inni vel að sögn Hjart­ar.

„Við get­um al­veg hik­laust talað um bylt­ingu í þess­um efn­um og upp­setn­ing­in gekk ótrú­lega vel. Í byrj­un des­em­ber leit út fyr­ir að skipið yrði í höfn í ein­hverj­ar vik­ur og þá var ákveðið að vaða í þetta verk­efni og er skemmst frá því að segja að vegg­ur­inn var kom­inn upp rúm­um þrem­ur vik­um síðar, sem er í raun ótrú­legt. All­ir brettu upp erm­arn­ar og létu verk­in tala, að sjó­manna sið. Við höf­um farið í tvær veiðiferðir eft­ir að þetta nýja kerfi var sett upp og gam­an að segja frá því að allt sam­an virkaði svo að segja hundrað pró­sent í fyrsta túrn­um, það var í raun sára­lítið sem þurfti að lag­færa. Þetta sýn­ir og sann­ar hversu vel við búum hérna á Ak­ur­eyri varðandi slíka þjón­ustu.“

Flók­in fram­kvæmd

Fram kem­ur í færsl­unni að Krist­inn Daní­els­son hjá Sam­herja hafi haft yf­ir­um­sjón með verk­efn­inu og leitað var til fyr­ir­tækj­anna ELAK, M-tech, N.Han­sen og Tré­smiðjunn­ar Ýmis. Öll eru þessi fyr­ir­tæki á Ak­ur­eyri og hafa tekið að sér marg­vís­leg verk­efni fyr­ir Sam­herja og tengd fé­lög í ár­anna rás.

„Það er frek­ar flókið að setja upp svona kerfi og þá er auðvitað lyk­il­atriði að hafa sam­hent­an mann­skap sem veit ná­kvæm­lega hvað snýr upp og niður í þess­um fræðum. Skjá­v­eggj­a­stýr­ing­in í Mar­gréti EA er svipuð þeirri sem er í Vil­helm Þor­steins­syni EA 11, sem hef­ur reynst mjög vel og svona kerfi eru lík­lega í flest­um nýrri skip­um flot­ans. Ég er af­skap­lega ánægður út­kom­una og hlakka til næstu veiðiferðar,“ seg­ir Hjört­ur.

Elling Guðmundsson rafmagnstæknifræðingur hjá ELAK kom að uppsetningu kerfisins.
Ell­ing Guðmunds­son raf­magns­tækni­fræðing­ur hjá ELAK kom að upp­setn­ingu kerf­is­ins. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.5.25 485,52 kr/kg
Þorskur, slægður 20.5.25 501,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.5.25 409,71 kr/kg
Ýsa, slægð 20.5.25 252,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.5.25 181,83 kr/kg
Ufsi, slægður 20.5.25 252,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.5.25 251,64 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 10.997 kg
Ýsa 4.255 kg
Steinbítur 165 kg
Keila 13 kg
Langa 4 kg
Samtals 15.434 kg
20.5.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 367 kg
Ufsi 354 kg
Karfi 6 kg
Samtals 727 kg
20.5.25 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 788 kg
Samtals 788 kg
20.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 346 kg
Ufsi 18 kg
Karfi 3 kg
Samtals 367 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.5.25 485,52 kr/kg
Þorskur, slægður 20.5.25 501,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.5.25 409,71 kr/kg
Ýsa, slægð 20.5.25 252,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.5.25 181,83 kr/kg
Ufsi, slægður 20.5.25 252,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.5.25 251,64 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 10.997 kg
Ýsa 4.255 kg
Steinbítur 165 kg
Keila 13 kg
Langa 4 kg
Samtals 15.434 kg
20.5.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 367 kg
Ufsi 354 kg
Karfi 6 kg
Samtals 727 kg
20.5.25 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 788 kg
Samtals 788 kg
20.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 346 kg
Ufsi 18 kg
Karfi 3 kg
Samtals 367 kg

Skoða allar landanir »