Halda til loðnumælinga en hafísinn mikill

Heimaey VE er meðal skipanna sem halda til leitar í …
Heimaey VE er meðal skipanna sem halda til leitar í dag. mbl.is/Börkur Kjartansson

Íslensku uppsjávarskipin Ásgrímur Halldórsson og Heimaey VE halda til loðnumælinga í dag ásamt grænlenska skipinu Polar Ammassak. Enn er nokkuð um hafís norðvestur af landinu þar sem mælingar urðu fyrir truflunum í janúar.

Að lokinni stofnmælingu loðnu í janúar taldi Hafrannsóknastofnun að ekki væri tilefni til að leggja til loðnuveiðar þennan veturinn. Hins vegar truflaði hafís á Grænlandssundi mælinguna og hafa vísindamenn talið af mikið magn loðnu hafi leynst undir ísnum. Hefur verið vísað til þess að 324 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældist síðasta haust.

Hafískort dönsku veðurstofunnar (Danmarks Meteorologiske Institut) sem birt var í gær sýnir enn töluvert magn af hafís norðvestur af landinu, en leitarsvæðið mun ná frá Víkurál út af Vestfjörðum að Héraðsdjúpi austur af landinu.

Kort/DMI

Mögulega gengin undan ísnum

Loðnuvertíð getur skilað mörgum milljörðum í útflutningsverðmæti og eru bundnar vonir við að febrúarmælingin gefi tilefni til að gefa út ráðgjöf um veiðar.

Óljóst er hversu mikið hafísinn mun trufla mælingar, en sé loðnan gengin undan ísnum í austurátt eins og venja er ætti ekki að vera tilefni til að óttast hafísinn þar sem hún mun finnast á öðrum hluta leitarsvæði skipanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.173 kg
Ýsa 291 kg
Samtals 2.464 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.173 kg
Ýsa 291 kg
Samtals 2.464 kg

Skoða allar landanir »