Siglingatækni Hefring í nýju björgunarskipin

Kristján Þór Harðarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Karl Birgir Björnsson …
Kristján Þór Harðarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Karl Birgir Björnsson framkvæmdastjóri Hefring Marine. Ljósmynd/Landsbjörg

Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og ís­lenska fyr­ir­tækið Hefr­ing Mar­ine hafa gert með sér sam­komu­lag um að koma fyr­ir sér­stök­um tækni­búnaði Hefr­ing í öll nýju skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að gerð hef­ur verið til­raun með búnaðinn í björg­un­ar­skip­inu Þór í Vest­manna­eyj­um sem hef­ur reynst afar vel.

Um er að ræða tækni­lausn sem bygg­ir á sam­spili gervi­greind­ar og skynj­ur­um, sem ger­ir skip­stjóra bet­ur kleift að meta og taka ákv­arðanir um hraða skips, sigl­inga­leið og sigl­ingalag. Afrakst­ur­inn er ekki síst eldsneyt­is­sparnaður og þar með minna kol­efn­is­spor, en ekki síður eyk­ur hann ör­yggi áhafn­ar.

Þá er nem­um komið fyr­ir á skrokk skips, neðan á stóla áhafn­ar og þeir tengd­ir við sigl­inga­tölvu skip­anna. Þannig er fylgst stöðugt með sjó­lagi, öldu­hæð og högg­um sem skips­skrokk­ur­inn verður fyr­ir við sigl­ing­una og gervi­greind­in les stöðugt það sem nem­arn­ir skynja og gef­ur skip­stjóra ráðlegg­ing­ar um stjórn skips­ins til að minnka álag á skrokk skips og draga þannig úr því álagi sem áhöfn verður fyr­ir þegar siglt er við erfiðar aðstæður.

Búnaður­inn frá Hefr­ing Mar­ine mun með þess­um hætti verja skip og áhöfn fyr­ir óvænt­um at­b­urðum og þar með draga veru­lega úr lík­um á óhöpp­um eða slys­um.

Í öll nýju skip­in

Sá búnaður sem er í björg­un­ar­skip­inu Þór verður nú upp­færður og sams­kon­ar búnaði komið fyr­ir í hin nýju björg­un­ar­skip fé­lags­ins, Sig­ur­vin á Sigluf­irði og Jó­hann­es Briem í Reykja­vík. Fjórða skip fé­lags­ins sem nú er í smíðum í Finn­landi fær einnig þenn­an búnað.

Lands­björg sten­f­ir að því að end­ur­nýja öll þrett­án björg­un­ar­skip fé­lags­ins sem staðsett eru hring­inn í kring­um landið. Þessi búnaður verður sam­kvæmt samn­ingn­um sett­ur í hvert eitt þeirra skipa sem end­ur­nýjuð verða í þessu risa­stóra verk­efni.

Í des­em­ber var sagt frá því að end­ur­nýj­un björg­un­ar­skipa­flot­ans er eitt stærsta fjár­fest­ing­ar­verk­efni Lands­bjarg­ar frá upp­hafi og að enn eigi eft­ir að fjár­magna stór­an hluta af smíði næstu níu björg­un­ar­skipa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 429,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 429,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »