Enn ríkir mikill klofningur meðal grásleppusjómanna í tengslum við fyrirhugaða kvótasetningu veiðanna með frumvarpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.
Á meðan Landssamband smábatáeigenda, Smábátafélag Reykjaness og fleiri lýsa algjörri andstöðu við frumvarpið í umsögnum til atvinnuveganefndar, lýsa aðrir yfir stuðningi við það.
„Undirritaðir lýsa yfir fullum stuðningi við frumvarp fyrirhugaðra breytinga og telja ljóst að stýring veiða með aflamarki í grásleppu muni leiða af sér ótvíræða hagkvæmni, sjálfbærni, stöðugleika, öryggi og fyrirsjáanleika veiða og vinnslu. Þá muni breytingarnar stuðla að nákvæmari, skarpari og meiri getu til sóknar inná nýja markaði og aukinnar vöruþróunar. Óvissan minnkar til muna og ólympískar veiðar með tilheyrandi umhverfisáhrifum hverfa. Því meiri sem fyrirsjáanleiki veiða og vinnslu er; því líklegra til árangurs. Það gildir um allar tegundir,“ segir í umsögn sjö grásleppuútgerða á Húsavík.
Undir umsögnina rita þeir Jóhann Gunnarsson sem gerir út Sóleyju ÞH, Sigurður Kristjánssson á Ósk ÞH, Gunnar Gunnarsson á Eyrúnu ÞH, Þórður Birgisson sem gerir út Mána ÞH, Guðmundur A. Hólmgeirsson á Aroni ÞH, Stefán Guðmundsson á Aþenu ÞH og Gunnlaugur K. Hreinsson eigandi GPG Seafood.
Einar E. Sigurðsson á Raufarhöfn er sammála grásleppuútgerðunum á Húsavík og mælir með samþykkt frumvarpsins. Það gera einnig félagsmenn bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.1.25 | 595,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.1.25 | 600,39 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.1.25 | 338,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.1.25 | 321,49 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.1.25 | 266,38 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.1.25 | 286,04 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.1.25 | 274,99 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.279 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 1.289 kg |
9.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 26.494 kg |
Samtals | 26.494 kg |
8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 60.274 kg |
Samtals | 60.274 kg |
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.564 kg |
Ýsa | 1.694 kg |
Hlýri | 284 kg |
Karfi | 194 kg |
Samtals | 6.736 kg |
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 3.536 kg |
Ýsa | 2.142 kg |
Skrápflúra | 523 kg |
Langlúra | 59 kg |
Skarkoli | 44 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 6.310 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.1.25 | 595,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.1.25 | 600,39 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.1.25 | 338,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.1.25 | 321,49 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.1.25 | 266,38 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.1.25 | 286,04 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.1.25 | 274,99 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.279 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 1.289 kg |
9.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 26.494 kg |
Samtals | 26.494 kg |
8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 60.274 kg |
Samtals | 60.274 kg |
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.564 kg |
Ýsa | 1.694 kg |
Hlýri | 284 kg |
Karfi | 194 kg |
Samtals | 6.736 kg |
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 3.536 kg |
Ýsa | 2.142 kg |
Skrápflúra | 523 kg |
Langlúra | 59 kg |
Skarkoli | 44 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 6.310 kg |