„Það er mjög gott að róa frá Grindavík“

Hraunsvík GK
Hraunsvík GK Ljósmynd/Vigfús Markússon

„Við höf­um helst viljað róa frá Grinda­vík en þegar við höf­um verið í viðskipt­um í Kefla­vík er landað þar. Við tók­um tvo til þrjá róðra frá Hafnar­f­irði í des­em­ber og það gekk bara mjög vel. Þetta eru að meðaltali um fimm tonn í róðri, sem er bara mjög fínt,“ seg­ir Vikt­or Jóns­son í viðtali í fe­brú­ar­blaði 200 mílna. Hann hef­ur ásamt Brynj­ólfi Gísla­syni gert út neta­bát­inn Hrauns­vík GK-75.

Þegar rætt var við Vikt­or fyrr í mánuðinum var ekki búið að gefa leyfi fyr­ir at­vinnu­starf­semi í Grinda­vík og sagði hann við þær aðstæður sorg­legt að vita ekki hvenær hægt yrði hægt að róa frá Grinda­vík á ný. Þar sé höfn­in til fyr­ir­mynd­ar og gjöf­ul fiski­mið beint við inn­sigl­ing­una.

„Við byrjuðum með hend­ur tóm­ar og keypt­um bát 2004 og fram til 2007 keypt­um við tals­verðar afla­heim­ild­ir, sem við höf­um nán­ast aldrei veitt því það hafa verið svo mikl­ar skerðing­ar,“ svar­ar hann spaugi­leg­ur og fliss­ar er hann er spurður um upp­haf út­gerðar­inn­ar. Þann 15. októ­ber er tveggja ára­tuga af­mæli út­gerðar þeirra fé­laga.

Viktor Jónsson ásamt félaga sínum Brynjólfi Gíslasyni, að greiða flækjur …
Vikt­or Jóns­son ásamt fé­laga sín­um Brynj­ólfi Gísla­syni, að greiða flækj­ur úr net­um á bryggj­unni á Grinda­vík fyr­ir nokkr­um árum. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Síðustu móhíkan­arn­ir

Tölu­verðar sveifl­ur hafa verið í út­gerð Hrauns­vík­ur og á bestu ár­un­um náðu fé­lag­arn­ir upp und­ir 500 tonna afla á árs­grund­velli, en verst gekk 2012 þegar afl­inn var aðeins 72 tonn. „Við höf­um veitt ein­hver 100 tonn á ári síðustu tvö ár, þannig að þetta er al­veg að verða búið. Þessi ein­yrkj­a­starf­semi er að fjara út,“ seg­ir Vikt­or.

Hann er kom­inn í annað starf sem stýri­maður á Sól­eyju Sig­ur­jóns GK og er út­gerð Hrauns­vík­ur orðin viðbót við það.

Á dögunum byrjuðu sumir að landa í Grindavík á ný.
Á dög­un­um byrjuðu sum­ir að landa í Grinda­vík á ný. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Er gott að róa frá Grinda­vík?

„Já, það er mjög gott að róa frá Grinda­vík. Það er svo stutt á miðin, það þarf bara að fara rétt út fyr­ir inn­sigl­ingu. Við höf­um farið út um fimm-sex-leytið að morgni og lagt net­in, svo fengið okk­ur kaffi­sopa og svo höf­um við bara byrjað að draga. Við höf­um alltaf byrjað í janú­ar og það er alltaf gríðarlega mikið af fiski þarna og erum eig­in­lega ein­ir að þessu. Við erum síðustu móhíkan­arn­ir á þorska­net­um, þessi veiðimennska er að hverfa.“

Viðtalið við Vikt­or má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.7.25 468,22 kr/kg
Þorskur, slægður 7.7.25 466,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.7.25 459,46 kr/kg
Ýsa, slægð 7.7.25 350,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.7.25 199,15 kr/kg
Ufsi, slægður 7.7.25 224,47 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 7.7.25 276,15 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.7.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Skarkoli 3.884 kg
Steinbítur 2.672 kg
Þykkvalúra 434 kg
Samtals 6.990 kg
7.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri
Þorskur 894 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 899 kg
7.7.25 Víkin EA 717 Handfæri
Þorskur 798 kg
Ufsi 184 kg
Karfi 15 kg
Samtals 997 kg
7.7.25 Elín ÞH 82 Handfæri
Þorskur 799 kg
Ufsi 14 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 819 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.7.25 468,22 kr/kg
Þorskur, slægður 7.7.25 466,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.7.25 459,46 kr/kg
Ýsa, slægð 7.7.25 350,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.7.25 199,15 kr/kg
Ufsi, slægður 7.7.25 224,47 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 7.7.25 276,15 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.7.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Skarkoli 3.884 kg
Steinbítur 2.672 kg
Þykkvalúra 434 kg
Samtals 6.990 kg
7.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri
Þorskur 894 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 899 kg
7.7.25 Víkin EA 717 Handfæri
Þorskur 798 kg
Ufsi 184 kg
Karfi 15 kg
Samtals 997 kg
7.7.25 Elín ÞH 82 Handfæri
Þorskur 799 kg
Ufsi 14 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 819 kg

Skoða allar landanir »