SKE rannsakar Samherja og Síldarvinnsluna

Er Samherji sama efnahagslega eining og Síldarvinnslan? Það vill Samkeppniseftirlitið …
Er Samherji sama efnahagslega eining og Síldarvinnslan? Það vill Samkeppniseftirlitið skoða vegna kaupa Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufélagi Samherja. mbl.is

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur ákveðið að hefja rann­sókn á því hvort beri að líta á Síld­ar­vinnsl­unna hf. og Sam­herja Ísland ehf. sem eitt og sama fyr­ir­tækið. Ástæðan er sögð kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar á helm­ings­hlut í sölu­fé­lagi Sam­herja, Ice Fresh Sea­food.

Vís­ar Sam­keppnis­eft­ir­litið í til­kynn­ingu á vef sín­um til þess að í sam­keppn­is­rétti sé rætt um eina efna­hags­lega ein­ingu og er talið nauðsyn­legt að at­huga hvort sam­band fyr­ir­tækj­anna „sé svo náið að það jafn­gild­ir einni efna­hags­legri ein­ingu en ekki sam­starfi sjálf­stæðra keppi­nauta.“

Greint var frá kaup­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar á hlut í Ice Fresh Sea­food í sept­em­ber en stofn­un­in seg­ist hafa ný­lega borist til­kynn­ing um kaup­in. „Með þeim kaup­um munu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in fara með sam­eig­in­leg yf­ir­ráð í Ice Fresh Sea­food og það fé­lag fram­veg­is sjá um sölu og markaðssetn­ingu þeirra afurða sem bæði Sam­herji og Síld­ar­vinnsl­an fram­leiða, þ.e. ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir.“

Vís­ar í fyrri ákv­arðanir

Rifjar stofn­un­in upp að áður hafi verið fjallað um tengsl milli Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Sam­herja í tengsl­um við kaup þess fyrr­nefnda á út­gerðarfé­lag­inu Vísi í Grinda­vík sem og samruna dótt­ur­fé­lags­ins Bergs-Hug­ins og Bergs.

Á þess­um tíma átti Sam­herji allt hluta­fé í Ice Fresh Sea­food og voru kaup­in á Vísi og samruni fé­lag­anna Bergs-Hug­ins og Bergs samþykkt af Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu sem komst að þeirri niður­stöðu að ekki væru for­send­ur fyr­ir íhlut­un stofn­un­ar­inn­ar, en með þeim fyr­ir­vara að ákv­arðan­irn­ar tækju ekki af­stöðu til spurn­ing­ar um yf­ir­ráð.

Kveðst Sam­keppnis­eft­ir­litið hafa gert „grein fyr­ir tals­verðum stjórn­un­ar-, eign­ar- og viðskipta­tengsl­um milli Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Sam­herja, ásamt Gjög­ur hf./​Kjálka­nesi hf. Hafa þessi atriði verið tal­in veita vís­bend­ingu um að stofn­ast hafi mögu­lega til yf­ir­ráða yfir Síld­ar­vinnsl­unn­ar um­fram það sem áður hef­ur komið fram í til­kynn­ing­um til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Ekki hef­ur hins veg­ar verið tal­in þörf á því að leiða þetta til lykta í fyrri samruna­mál­um.“

Sam­herji er stærsti ein­staki hlut­hafi Síld­ar­vinnsl­unn­ar með 30,06% hlut en Kjálka­nes er næst stærsti hlut­haf­inn með 16,06%.

Síldarvinnslan er móðurfélag útgerða togaranna Vestmannaey VE og Berg VE.
Síld­ar­vinnsl­an er móður­fé­lag út­gerða tog­ar­anna Vest­manna­ey VE og Berg VE. Ljós­mynd/​Arn­ar Berg Arn­ars­son

Hef­ur sölu­fé­lag áhrif á yf­ir­ráð?

„Til­kynn­ing­ar­skyld­ir samrun­ar eiga sér stað sam­kvæmt sam­keppn­is­lög­um þegar breyt­ing­ar verða á yf­ir­ráðum. Eitt af þeim atriðum sem þarfn­ast nán­ari rann­sókn­ar í þessu máli eru tengsl Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unn­ar, bæði fyr­ir og eft­ir samrun­ann, þar með talið hvaða áhrif kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar og sam­eig­in­leg yf­ir­ráð með Sam­herja í Ice Fresh Sea­food hafa í því sam­hengi,“ seg­ir í til­kynn­ingu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

„Verður það því sér­stakt at­hug­un­ar­efni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að mynd­ast með kaup­un­um, að líta beri á fé­lög­in sem eitt og sama fyr­ir­tækið (í sam­keppn­is­rétti nefnt ein efna­hags­leg ein­ing), þ.e. hvort sam­band þeirra sé svo náið að það jafn­gild­ir einni efna­hags­legri ein­ingu en ekki sam­starfi sjálf­stæðra keppi­nauta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.5.25 473,14 kr/kg
Þorskur, slægður 18.5.25 595,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.5.25 399,31 kr/kg
Ýsa, slægð 18.5.25 336,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.5.25 197,00 kr/kg
Ufsi, slægður 18.5.25 259,48 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 18.5.25 238,43 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.487 kg
Steinbítur 843 kg
Ýsa 550 kg
Langa 208 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 108 kg
Keila 58 kg
Karfi 45 kg
Ufsi 44 kg
Samtals 9.459 kg
18.5.25 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 425 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 506 kg
18.5.25 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 991 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 996 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.5.25 473,14 kr/kg
Þorskur, slægður 18.5.25 595,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.5.25 399,31 kr/kg
Ýsa, slægð 18.5.25 336,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.5.25 197,00 kr/kg
Ufsi, slægður 18.5.25 259,48 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 18.5.25 238,43 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.487 kg
Steinbítur 843 kg
Ýsa 550 kg
Langa 208 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 108 kg
Keila 58 kg
Karfi 45 kg
Ufsi 44 kg
Samtals 9.459 kg
18.5.25 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 425 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 506 kg
18.5.25 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 991 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 996 kg

Skoða allar landanir »