Verðhrun á mörkuðum veldur áhyggjum

Grásleppuvertíðin hófst 1. mars, en verð hefur fallið um 79% …
Grásleppuvertíðin hófst 1. mars, en verð hefur fallið um 79% á fiskmörkuðum síðan þá. mbl.is/Hafþór

Frá því að grásleppuveiðar hófust 1. mars hafa verið seld 81 tonn af grásleppu á fiskmörkuðum landsins. Á sama tíma hefur meðalverð fallið úr 625,95 krónum á kíló á upphafsdegi veiða í 133,11 krónur í gær og er það tæplega 79% samdráttur.

Væntingar voru um þokkaleg verð á vertíðinni þar sem verð tóku að hækka mikið strax í febrúar og náði verð hámarki 21. febrúar þegar meðalverð nam 1.623,9 krónum á kíló. Sá fiskur sem þá var í sölu var þó meðafli annarra veiða, enda ekki heimilt að stunda beinar grásleppuveiðar.

Vert er að geta þess að í febrúar voru aðeins seld 28,3 tonn af grásleppu á fiskmörkuðum sem er aðeins þriðjungur þess magns sem rataði á markaðina á þessum 12 dögum sem beinar grásleppuveiðar hafa verið í gangi.

Áhyggjur hafa heyrst af stöðunni meðal grásleppumanna og hafa sumir haft uppi efasemdir um það hvort tilefni sé til að hefja veiðar. Ekki hafa þó allir sem hafa fengið grásleppuleyfi hafið veiðar og eru fleiri sem stefna á að bíða og sjá hvort markaðurinn taki við sér á komandi dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 595,04 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 338,32 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,38 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.279 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.289 kg
9.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 26.494 kg
Samtals 26.494 kg
8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 595,04 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 338,32 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,38 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.279 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.289 kg
9.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 26.494 kg
Samtals 26.494 kg
8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »