Togurum fækkaði um þrjá

Togaraflotinn hefur haldist ungur vegna stöðugrar endurnýjunar, en togurum hefur …
Togaraflotinn hefur haldist ungur vegna stöðugrar endurnýjunar, en togurum hefur hins vegar fækkað á undanförnum árum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fiski­skipa­flot­inn taldi 1.535 fiski­skip við árs­lok 2023 og eru það fimm færri en í árs­lok 2022. Fækkaði tog­ur­um sem skráðir eru hjá Sam­göngu­stofu um þrjá milli ár­anna 2022 og 2023 og vél­skip­um fækkaði um sjö, en opn­um bát­um fjölgaði hins veg­ar um fimm.

Hlut­falls­lega hef­ur tog­ur­um fækkað mest á und­an­förn­um árum og voru þeir 51 við árs­lok 2013 en 73 við árs­lok 2003. Þannig hef­ur þeim fækkað um 23,5% á ára­tug og 46,5% á tveim­ur ára­tug­um. Á ein­um ára­tug hef­ur vél­skip­um fækkað um 13% og 22% á tveim­ur ára­tug­um og opn­um bát­um hef­ur fækkað um 5% á ára­tug og 12% frá árs­lok­um 2003.

Opn­um fiski­bát­um tók að fjölga eft­ir banka­hrun þegar strand­veiðikerf­inu var komið á og hef­ur fjöldi slíkra báta ekki farið und­ir átta hundruð síðan árið 2010.

Opnir fiskibátar voru fleiri en átta hundruð en meðalaldur þeirra …
Opn­ir fiski­bát­ar voru fleiri en átta hundruð en meðal­ald­ur þeirra er nú heil 35 ár. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Tog­ar­ar voru með lægsta meðal­ald­ur eft­ir teg­unda­flokk­um fiski­skipa við lok síðasta árs. Var meðal­ald­ur þeirra 21 ár, en meðal­ald­ur tog­ara var 22 ár við árs­lok 2022. Þá hef­ur meðal­ald­ur tog­ara verið á þessu bili frá ár­inu 2018.

Nýrri skip fara létt með að veiða meiri afla en þau eldri og því má ætla að fækk­un tog­ara síðustu ár hafi verið af­leiðing þess að mik­il end­ur­nýj­un hef­ur átt sér stað í tog­ara­flot­an­um.

Dregið úr end­ur­nýj­un vél­skipa

Meðal­ald­ur vél­skipa hef­ur hækkað jafnt og þétt und­an­far­in ár og náði hann 29 árum 2022 og hélst þar til árs­loka 2023. Meðal­ald­ur þess­ara skipa hélst í kring­um tvo ára­tugi upp úr alda­mót­um en breyt­ing varð þar á í kring­um 2010 til 2012. Tíðni í end­ur­nýj­un þess­ara skipa fór að drag­ast sam­an fyr­ir um ára­tug en und­an­far­in ár hef­ur verið áber­andi að rekstr­ar­grund­völl­ur „stórra smá­báta“, sem sagt línu­báta, hef­ur verið tölu­vert meiri en stærri línu­skipa. Geta línu­bát­arn­ir með fjög­urra til fimm manna áhöfn skilað jafn mikl­um afla og línu­skip með tíu til fimmtán manna áhöfn.

Meðal­ald­ur smærri báta eða op­inna fiski­skipa var 35 ár í árs­lok 2023 og hef­ur ald­ur þess­ara báta hækkað nán­ast stöðugt í tvo ára­tugi. At­hygli vek­ur að þrátt fyr­ir öra fjölg­un slíkra báta frá ár­inu 2008 til 2013 hækkaði meðal­ald­ur­inn úr 22 árum í 26 ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.8.25 574,59 kr/kg
Þorskur, slægður 8.8.25 840,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.8.25 443,51 kr/kg
Ýsa, slægð 8.8.25 454,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.8.25 177,45 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.25 211,59 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 8.8.25 416,21 kr/kg
Litli karfi 31.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.25 98,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.8.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 38.340 kg
Skrápflúra 445 kg
Skarkoli 154 kg
Þorskur 49 kg
Steinbítur 37 kg
Langlúra 27 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 39.063 kg
10.8.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Ýsa 5.687 kg
Steinbítur 4.855 kg
Skarkoli 4.592 kg
Sandkoli 872 kg
Þorskur 760 kg
Þykkvalúra 177 kg
Skrápflúra 34 kg
Samtals 16.977 kg
10.8.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.651 kg
Steinbítur 4.231 kg
Langa 3.329 kg
Ýsa 1.644 kg
Keila 218 kg
Karfi 171 kg
Ufsi 104 kg
Skarkoli 38 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 17.391 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.8.25 574,59 kr/kg
Þorskur, slægður 8.8.25 840,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.8.25 443,51 kr/kg
Ýsa, slægð 8.8.25 454,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.8.25 177,45 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.25 211,59 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 8.8.25 416,21 kr/kg
Litli karfi 31.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.25 98,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.8.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 38.340 kg
Skrápflúra 445 kg
Skarkoli 154 kg
Þorskur 49 kg
Steinbítur 37 kg
Langlúra 27 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 39.063 kg
10.8.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Ýsa 5.687 kg
Steinbítur 4.855 kg
Skarkoli 4.592 kg
Sandkoli 872 kg
Þorskur 760 kg
Þykkvalúra 177 kg
Skrápflúra 34 kg
Samtals 16.977 kg
10.8.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.651 kg
Steinbítur 4.231 kg
Langa 3.329 kg
Ýsa 1.644 kg
Keila 218 kg
Karfi 171 kg
Ufsi 104 kg
Skarkoli 38 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 17.391 kg

Skoða allar landanir »