Söfnuðu mottum og hálfri milljón

Gylfi Víðisson og Hafþór Björnsson segja söfnunina í tilefni Mottumars …
Gylfi Víðisson og Hafþór Björnsson segja söfnunina í tilefni Mottumars hafi farið fram úr væntingum. Ljósmynd/Samherji

Áhöfn­inni á Snæ­felli EA-310, frysti­tog­ara Sam­herja, safnaði ekki bara mott­um í síðasta túr þeirra held­ur tókst þeim einnig að safn tæp­lega hálfri millj­ón í tengsl­um við átakið mottumars á veg­um Krabba­meins­fé­lags Íslands.

Nokkr­um dög­um áður en lagt var í túr­inn í síðasta mánuði fengu all­ir karl­ar sem starfa hjá sam­stæðu Sam­herja sokka í til­efni af átak­inu. Í kjöl­farið hafi komið fram sú hug­mynd að taka þátt í skegg­keppni Mottumars og safna í þágu mál­efn­is­ins í veiðiferðinni, seg­ir Gylfi Víðis­son und­ir­stýri­maður á Snæ­felli í færslu á vef Sam­herja.

Í upp­hafi var stefn­an sett á að safna 250 þúsund krón­um en niðurstaðan varð 471 þúsund krón­ur.

„Það var í raun Hafþór Björns­son há­seti sem leiddi þetta og hvatti aðra í áhöfn­inni til dáða. Staðreynd­in er að þriðji hver karl­maður grein­ist með krabba­mein ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni, þannig að þetta stend­ur okk­ur í raun nærri og áhöfn­in var því sam­mála um að taka virk­an þátt í Mottumars,“ út­skýr­ir Gylfi.

Fór ró­lega af stað

Hafþór seg­ir að söfn­un­in hafi ró­lega af stað en hafi tekið kipp er leið á veiðiferðina.

„Við skráðum okk­ur sem sagt til leiks og sett­um mark­miðið á 250 þúsund krón­ur. Þegar líða fór á túr­inn send­um við skila­boð til ætt­ingja og vina um að taka þátt og í kjöl­farið sáum við upp­hæðina hækka dag frá degi. Við end­um í tæpri hálfri millj­ón króna og ég held að eng­um okk­ar hafi dottið í hug að þetta yrði niðurstaðan. Krabba­meins­fé­lagið treyst­ir á stuðning al­menn­ings og ég er viss um að þess­ir pen­ing­ar koma að góðum not­um.“

Flest­ir í áhöfn­inni tóku þátt í að safna skeggi. „Þetta skapaði ákveðna stemn­ingu og Mottumars-sokk­arn­ir komu að góðum not­um. Marg­ir okk­ar skörtuðu flott­um og metnaðarfull­um mott­um í lok veiðiferðar­inn­ar og það verður spenn­andi að sjá hversu marg­ar verða látn­ar fjúka í land­leg­unni.“

Ingþór Björnsson vélstjóri, Guðjón Ragnarsson Baader-maður og Hafþór Björnsson háseti …
Ingþór Björns­son vél­stjóri, Guðjón Ragn­ars­son Baader-maður og Hafþór Björns­son há­seti skörtuðu fín­ustu mott­ur í lok túrs­ins. Sam­sett mynd

„Þetta var skemmti­legt verk­efni og jafn­framt gef­andi. Til þess að drífa svona söfn­un áfram þarf helst að vera góð og já­kvæð stemn­ing og það er hún svo sann­ar­lega um borð í Snæ­felli. Við þökk­um öll­um þeim lögðu okk­ur lið í þessu mik­il­væga ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átaki, eitt er víst að áhöfn Snæ­fells EA-310 er ákaf­lega stolt af því að taka þátt í stuðningi við Krabba­meins­fé­lag Íslands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.25 467,82 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.25 588,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.25 377,17 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.25 378,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.25 158,37 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.25 248,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.25 238,58 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 7.300 kg
Ýsa 6.433 kg
Steinbítur 501 kg
Keila 243 kg
Karfi 34 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 14.526 kg
17.5.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 149 kg
Langa 110 kg
Hlýri 97 kg
Ýsa 56 kg
Keila 54 kg
Skarkoli 27 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 515 kg
17.5.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 48 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 18 kg
Samtals 85 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.25 467,82 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.25 588,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.25 377,17 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.25 378,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.25 158,37 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.25 248,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.25 238,58 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 7.300 kg
Ýsa 6.433 kg
Steinbítur 501 kg
Keila 243 kg
Karfi 34 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 14.526 kg
17.5.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 149 kg
Langa 110 kg
Hlýri 97 kg
Ýsa 56 kg
Keila 54 kg
Skarkoli 27 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 515 kg
17.5.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 48 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 18 kg
Samtals 85 kg

Skoða allar landanir »