Fáar vísbendingar um bættar strandveiðar

Fátt bendir til þess að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra geri …
Fátt bendir til þess að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra geri miklar breytingar á umgjörð strandveiða sumarsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fátt virðist benda til þess að Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra muni hafa frum­kvæði að mikl­um breyt­ing­um á afla­heim­ild­um sem strand­veiðum verður út­hlutað í ár eða til­hög­un strand­veiða frá því sem verið hef­ur. Tölu­verðar lík­ur eru því á að veiðarn­ar verði stöðvaðar um miðjan júlí eins og í fyrra verði þátt­tak­an jafn mik­il.

Strand­veiðifé­lag Íslands hef­ur beðið Bjarkeyju um að bjarga vertíðinni og tryggja hverj­um strand­veiðibát 12 sókn­ar­daga allt strand­veiðitíma­bilið, maí til ág­úst.

Til­raun­ir blaðamanns til að ná sam­bandi við Bjarkeyju til að spyrja um fram­haldið hafa ekki borið ár­ang­ur.

Til­kynnt var fyrr í vik­unni um út­gáfu reglu­gerðar um strand­veiðar árs­ins 2024 og hefjast þær 2. maí. Fylgdi reglu­gerðinni eng­ar breyt­ing­ar á til­hög­un veiðanna, en farið er nú fram á að lögaðilar greini frá eign­ar­haldi sínu í um­sókn­um sín­um um strand­veiðileyfi.

Sam­kvæmt reglu­gerð um veiðar í at­vinnu­skyni fisk­veiðiárið 2023/​2024 og almanaks­árið 2024 er strand­veiðum ráðstafað heim­ild­ir fyr­ir tíu þúsund tonn­um af þorski, þúsund tonn­um af ufsa og hundrað tonn­um af karfa. Það er sama magn og gert var ráð fyr­ir í reglu­gerð vegna fisk­veiðiárs­ins 2022/​2023 og almanaks­árs­ins 2023.

Ekki víst að mak­ríll­inn skili miklu

Á síðasta ári var eng­um heim­ild­um bætt við veiðarar og þær stöðvaðar 12. júlí þrátt fyr­ir að veiðitíma­bilið eigi að standa út ág­úst­mánuð. Um 750 bát­ar tóku þátt 2023 og er það næst­mesta þátt­taka frá því að strand­veiðum var komið á.

Báru strand­veiðisjó­menn von í brjósti um að Svandís Svavars­dótt­ir, þáver­andi mat­vælaráðherra, myndi bæta við veiðiheim­ild­um eins og hún hafði gert árið á und­an þegar ríkið fékk rúm­lega þúsund tonna þorskkvóta í skipt­um fyr­ir veiðiheim­ild­ir í mak­ríl. Viðbót­arkvót­inn sum­arið 2022 skilaði þó aðeins veiðum til og með 21. júlí.

Grípi Bjarkey til þess ráðs að leita heim­ilda í þorski fyr­ir strand­veiðarn­ar á skipti­markaði er ekki víst að tak­ist að ná þúsund tonn­um eins og fyr­ir tveim­ur árum. Ráðgjöf Alþjóðahafranna­sókn­aráðsins (ICES) frá í haust ger­ir ráð fyr­ir að mak­ríl­kvót­inn drag­ist sam­an um 5% frá því á síðasta ári. Í fyrra var mak­ríl­kvót­inn 1,6% minni en árið 2022 og er því ljóst að nokkuð minni mak­ríll verður til skipt­anna, auk þess sem heim­ild­ir í þorski eru af skorn­um skammti í ár eins og í fyrra.

Strandveiðisjómenn mótmæltu stöðvun strandveiða á síðasta ári.
Strand­veiðisjó­menn mót­mæltu stöðvun strand­veiða á síðasta ári. Ljós­mynd/​Aðsend

Enn ekk­ert frum­varp í sjón­máli

Á síðasta ári hafði Svandís lagt fyr­ir Alþingi frum­varp um svæðaskipt­ingu strand­veiða til að tryggja jafn­ræði í dreif­ingu þeirra veiðiheim­ilda sem veiðunum er ráðstafað. Frum­varpið fékkst ekki af­greitt fyr­ir þinglok og hef­ur það ekki verið end­ur­flutt á nýju þingi.

Breyt­ing­ar á strand­veiðunum eru þó að finna í drög­um að frum­varpi að nýj­um heild­ar­lög­um fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn sem Svandís kynnti sem lið í stefnu­mót­un­ar­verk­efn­inu „Auðlind­in okk­ar“. Voru frum­varps­drög­in birt í sam­ráðsgátt 24. nóv­em­ber síðastliðinn og hef­ur staðið til að leggja frum­varpið fyr­ir Alþingi fyr­ir 18. mars sam­kvæmt þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ekk­ert hef­ur þó orðið af þeim áform­um og hef­ur frum­varpið sætt mik­illi gagn­rýni af hálfu hagaðila í sjáv­ar­út­vegi hvort sem það eru út­gerðir eða stétt­ar­fé­lög. Telj­ast ekki mikl­ar lík­ur á að frum­varpið verði lagt fram í þeirri mynd sem það var kynnt, ef það verður þá nokkuð lagt fyr­ir Alþingi fyr­ir þinglok.

Á síðasta ári lýsti Bjarkey yfir stuðningi við frum­varp Svandís­ar um svæðaskipt­ingu veiðanna. Til stóð að spyrja hana hvort hún hyggst end­ur­flytja frum­varp þess efn­is fyr­ir þinglok, en Bjarkey hef­ur ekki látið ná í sig þrátt fyr­ir fleiri til­raun­ir blaðamanns.

Áber­andi óein­ing

Staða strand­veiða hef­ur verið flókið úr­lausn­ar inn­an flokks fyrr­ver­andi og nú­ver­andi mat­vælaráðherra, VG, og reyn­ist ráðandi breyta kjör­dæmi þing­manna flokks­ins. Bjarkey er úr Norðaust­ur­kjör­dæmi þar sem bát­ar hafa fengið veru­lega færri veiðidaga þar sem þorsk­ur­inn kem­ur ekki inn á þau mið fyrr en líður á sum­ar.

Á sama tíma hef­ur Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, varaþingmaður Norðvest­ur­kjör­dæm­is fyr­ir VG, lýst mikl­um áhyggj­um af svæðaskipt­ingu veiðanna þar sem slíkt myndi færa afla sem nú er landað á Vest­fjörðum yfir á önn­ur svæði.

Þá til­kynnti Bjarni Jóns­son, þingmaður Norðvest­ur­kjör­dæm­is úr röðum VG, á síðasta ári að hann styddi hug­mynd um að fækka veiðidög­um um fjóra þannig að hverj­um báti verði tryggðir 11 veiðidag­ar það sem eft­ir væri af strand­veiðitíma­bil­inu.

Vegna mik­ill­ar óein­ing­ar um mála­flokk­inn sem og að breyt­ing­ar á strand­veiðum eru inn­an um­fangs­mik­ils frum­varps um heild­ar­lög um sjáv­ar­út­veg er fátt sem bend­ir til þess að breyt­ing­ar verði gerðar á strand­veiðum til að koma til móts við ósk­ir strand­veiðisjó­manna um að tryggja öll­um bát­um tólf veiðidaga í mánuði út veiðitíma­bilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,96 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,96 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »