Mikilvægt að treysta viðskiptasamböndin

Ingibjörg Aradóttir og Steinn Símonarson rækta nú viðskiptatengsl á sjávarútvegssýningunni …
Ingibjörg Aradóttir og Steinn Símonarson rækta nú viðskiptatengsl á sjávarútvegssýningunni í Barselóna. Ljósmynd/Smaherji

„Básinn okkar hefur alltaf verið vel sóttur og hann er á áberandi stað, þannig að við erum vel í sveit sett á allan hátt,“ segir Steinn Símonarson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, í færslu á vef Samherja.

Samherji og Ice Fresh Seafood eru með stóran og vel útbúinn bás á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni sem stendur nú yfir í Barselóna á Spáni og segir Steinn sýninguna mikilvægan þátt í sölu- og markaðsmálum, enda verið að treysta viðskiptasambönd og stofna til nýrra.

„Einar Geirsson matreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins RUB 23 á Akureyri hefur í um tvo áratugi séð um matreiðslu á básum Samherja og svo er einnig að þessu sinni. Afurðir Samherja eru þekktar fyrir gæði og ferskleika og við höldum því hiklaust fram að besti veitingastaður sýningarinnar sé einmitt á okkar bás. Eins og venjulega er ferskur fiskur í fyrirrúmi og gestirnir róma mjög okkar afurðir.”

Undirbúningurinn að þátttöku á sýningu sem þessari er töluverður og hófst daginn eftir að sýningunni í fyrra lauk, að sögn Steins.

„Starfsfólk okkar er með bókaða fundi svo að segja frá morgni til kvölds, þannig að það er eins gott að skipulagið gangi upp eins og lagt er upp með. Stundum er sagt að íslenski fiskurinn selji sig sjálfur en það er nú aldeilis ekki svo. Þrátt fyrir hraða þróun í rafrænum samskiptum er staðreyndin sú að persónuleg tengsl eru mikilvæg. Hérna hittum við fulltrúa fyrirtækja sem hafa verið í viðskiptum við okkur í áratugi og treystum enn frekar samvinnuna en stofnum einnig til nýrra viðskiptasambanda.“

Bás Samherja og Ice Fresh Seafood er stæðilegur og vel …
Bás Samherja og Ice Fresh Seafood er stæðilegur og vel sóttur. Ljósmynd/Samherji

Orðin sjóuð

„Já, við getum sagt að ég sé orðin nokkuð sjóuð í þessari atvinnugrein. Stundum er sagt að þetta sé árshátíð alþjóðlegs sjávarútvegs og það er mikið til í því. Sýningin var áður í Brussel í Belgíu en ég er ekki frá því að Barselóna henti betur,“ segir Ingibjörg Aradóttir sölufulltrúi hjá Ice Fresh Seafood í færslunni.

Ingibjörg segir alltaf tilhlökkunarefni að hitta viðskiptavini á Seafood Expo Global.

„Samkeppni í alþjóðlegum sjávarútvegi er hörð og þá er lykilatriði að kynna sem best okkar frábæra hráefni og síðast en ekki síst að rækta traust og farsæl viðskiptasambönd. Básinn okkar er á tveimur hæðum og hannaður þannig að við getum rætt við viðskiptavini í ró og næði, auk þess að vera með vel sóttan veitingastað í heimsklassa.“

Einar Gíslason matreiðslumeistari sér um matreiðsluna. Nóg að gera hjá …
Einar Gíslason matreiðslumeistari sér um matreiðsluna. Nóg að gera hjá honum frá morgni til kvölds. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »