Mikilvægt að treysta viðskiptasamböndin

Ingibjörg Aradóttir og Steinn Símonarson rækta nú viðskiptatengsl á sjávarútvegssýningunni …
Ingibjörg Aradóttir og Steinn Símonarson rækta nú viðskiptatengsl á sjávarútvegssýningunni í Barselóna. Ljósmynd/Smaherji

„Bás­inn okk­ar hef­ur alltaf verið vel sótt­ur og hann er á áber­andi stað, þannig að við erum vel í sveit sett á all­an hátt,“ seg­ir Steinn Sím­on­ar­son, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Ice Fresh Sea­food, í færslu á vef Sam­herja.

Sam­herji og Ice Fresh Sea­food eru með stór­an og vel út­bú­inn bás á alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni sem stend­ur nú yfir í Bar­sel­óna á Spáni og seg­ir Steinn sýn­ing­una mik­il­væg­an þátt í sölu- og markaðsmá­l­um, enda verið að treysta viðskipta­sam­bönd og stofna til nýrra.

„Ein­ar Geirs­son mat­reiðslu­meist­ari og eig­andi veit­ingastaðar­ins RUB 23 á Ak­ur­eyri hef­ur í um tvo ára­tugi séð um mat­reiðslu á bás­um Sam­herja og svo er einnig að þessu sinni. Afurðir Sam­herja eru þekkt­ar fyr­ir gæði og fersk­leika og við höld­um því hik­laust fram að besti veit­ingastaður sýn­ing­ar­inn­ar sé ein­mitt á okk­ar bás. Eins og venju­lega er fersk­ur fisk­ur í fyr­ir­rúmi og gest­irn­ir róma mjög okk­ar afurðir.”

Und­ir­bún­ing­ur­inn að þátt­töku á sýn­ingu sem þess­ari er tölu­verður og hófst dag­inn eft­ir að sýn­ing­unni í fyrra lauk, að sögn Steins.

„Starfs­fólk okk­ar er með bókaða fundi svo að segja frá morgni til kvölds, þannig að það er eins gott að skipu­lagið gangi upp eins og lagt er upp með. Stund­um er sagt að ís­lenski fisk­ur­inn selji sig sjálf­ur en það er nú al­deil­is ekki svo. Þrátt fyr­ir hraða þróun í ra­f­ræn­um sam­skipt­um er staðreynd­in sú að per­sónu­leg tengsl eru mik­il­væg. Hérna hitt­um við full­trúa fyr­ir­tækja sem hafa verið í viðskipt­um við okk­ur í ára­tugi og treyst­um enn frek­ar sam­vinn­una en stofn­um einnig til nýrra viðskipta­sam­banda.“

Bás Samherja og Ice Fresh Seafood er stæðilegur og vel …
Bás Sam­herja og Ice Fresh Sea­food er stæðileg­ur og vel sótt­ur. Ljós­mynd/​Sam­herji

Orðin sjóuð

„Já, við get­um sagt að ég sé orðin nokkuð sjóuð í þess­ari at­vinnu­grein. Stund­um er sagt að þetta sé árs­hátíð alþjóðlegs sjáv­ar­út­vegs og það er mikið til í því. Sýn­ing­in var áður í Brus­sel í Belg­íu en ég er ekki frá því að Bar­sel­óna henti bet­ur,“ seg­ir Ingi­björg Ara­dótt­ir sölu­full­trúi hjá Ice Fresh Sea­food í færsl­unni.

Ingi­björg seg­ir alltaf til­hlökk­un­ar­efni að hitta viðskipta­vini á Sea­food Expo Global.

„Sam­keppni í alþjóðleg­um sjáv­ar­út­vegi er hörð og þá er lyk­il­atriði að kynna sem best okk­ar frá­bæra hrá­efni og síðast en ekki síst að rækta traust og far­sæl viðskipta­sam­bönd. Bás­inn okk­ar er á tveim­ur hæðum og hannaður þannig að við get­um rætt við viðskipta­vini í ró og næði, auk þess að vera með vel sótt­an veit­ingastað í heimsklassa.“

Einar Gíslason matreiðslumeistari sér um matreiðsluna. Nóg að gera hjá …
Ein­ar Gísla­son mat­reiðslu­meist­ari sér um mat­reiðsluna. Nóg að gera hjá hon­um frá morgni til kvölds. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.25 488,61 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.25 605,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.25 396,19 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.25 398,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.25 194,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.25 259,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.25 248,06 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.25 Hafdís Júl EA 6 Línutrekt
Þorskur 610 kg
Samtals 610 kg
21.5.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 416 kg
Ufsi 52 kg
Keila 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 475 kg
21.5.25 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 847 kg
Ufsi 111 kg
Karfi 1 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 960 kg
21.5.25 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 686 kg
Ufsi 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 701 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.25 488,61 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.25 605,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.25 396,19 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.25 398,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.25 194,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.25 259,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.25 248,06 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.25 Hafdís Júl EA 6 Línutrekt
Þorskur 610 kg
Samtals 610 kg
21.5.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 416 kg
Ufsi 52 kg
Keila 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 475 kg
21.5.25 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 847 kg
Ufsi 111 kg
Karfi 1 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 960 kg
21.5.25 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 686 kg
Ufsi 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 701 kg

Skoða allar landanir »