Sólberg fyrsti íslenski togarinn með UNO

Ólafur H. Marteinsson hjá Ísfélagi hf. og Ragnar Guðmundsson hjá …
Ólafur H. Marteinsson hjá Ísfélagi hf. og Ragnar Guðmundsson hjá Vélfagi handsöluðu samninginn í Barselóna. Ljósmynd/Vélfag

Fiskvinnsluvélin UNO virðist hafa reynst vel um borð Sólbergi ÓF og hefur Ísfélag hf. gengið frá samningi við Vélfag ehf. um að festa kaup á tækinu og verður togarinn nú sá fyrsti hér á landi með tækið um borð.

Prófanir með UNO um borð í Sólberginu stóðu yfir fyrr á árinu og voru samningar undirritaðir á síðasta degi alþjóðlegu sjávarútvegssýningarinnar í Barselóna á Spáni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Vélfags.

UNO er alhliða vinnsluvél sem getur leyst fjórar til fimm eldri vélar af hólmi. Vélin tekur við slægðum fiski og sér um að flaka, skera út beingarð og roðrífa án utanaðkomandi aðstoðar. Þannig skilar tækið frá sér flökum sem eru tilbúin til snyrtingar.

Sólberg ÓF verður fyrsti íslenski togarinn með UNO-vél um borð.
Sólberg ÓF verður fyrsti íslenski togarinn með UNO-vél um borð. mbl.is/Þorgeir

Vex ört

Eftirspurn hefur farið vaxandi frá því að tækið var kynnt til leiks og var meðal annars undirritaður samningur á síðasta ári við við DFFU í Þýskalandi um að UNO-vél yrði í nýjum togara félagsins Berlin.

Þá var á síðasta ári einnig undirritaður samningur við Brim um kaup á UNO-vél sem sett yrði upp hjá dótturfélagi útgerðarinnar í Hafnarfirði, Fiskvinnslunni Kambi.

Ör vöxtur hefur verið hjá Vélfagi undanfarið og fjölgaði starfsfólki um 40% á síðasta ári og starfa nú 36 hjá fyrirtækinu. Reynir B. Eiríksson, framkvæmdastjóri Vélafags, sagði í samtali við 200 mílur í desember fjölgun starfsmanna væri nauðsynlegt til að standa undir vaxandi eftirspurn.

„Það stefnir í metár í rekstri Vélfags, en velta hefur aukið talsvert á árinu sem er að líða,“ sagði Reynir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »