Hafa gert tillögu að rekstrarleyfi Laxeyjar

Matvælastofnun hefur gert tillögu um rekstrarleyfi fyrir sjö þúsund tonna …
Matvælastofnun hefur gert tillögu um rekstrarleyfi fyrir sjö þúsund tonna eldisstöð Laxeyjar í Viðlagafjöru. Mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir landeldisstöð Laxeyjar hf. í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Leyfið heimilar 7.000 tonna hámarkslífmassa vegna matfiskeldis á frjóum laxi og regnbogasilungi.

Þetta má lesa í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.

Fram kemur af gögnum málsins að áætlanir gera ráð fyrir jarðsjávartöku og hún verði um 4.500 l/s fyrir fyrsta áfanga og um 10.600 l/s fyrir fullan rekstur. Til að ná þessu vatnsmagni þarf 27 borholur, en auk þess er áætlað að 250 metra niðurgrafin rifuð lögn verður lögð meðfram strandlengjunni sem virki eins og láréttur brunnur.

Miðar vatnstakan að því að hámarka hitastig þess sjávar sem sé í boði fyrir eldisstöðina með því að nýta hæyjan yfirborðssjó að sumri.

Fyrirliggjandi gögn benda til þess að almennt séu góðar náttúrulegar aðstæður til jarðsjávaröflunar við Viðlagafjöru og telur Laxey að umhverfisáhrif vegna vatnstöku á grunnvatns- og jarðsjávarstraum verði staðbundin og óveruleg.

Í áliti sínu hvetur Skipulagsstofnun til þess að staðaið verði við áform Laxeyjar um að byggja reksturinn upp í áföngum „til þess að unnt sé að meta betur áhrif grunnvatnsvinnslunnar með hliðsjón af vöktun. Skipulagsstofnun telur að í nýtingarleyfi þurfi að setja skilyrði um áfangaskiptingu sem og vöktun og viðbrögð ef vöktun leiðir í ljós víðtækari áhrif grunnvatnsvinnslu en gert hafi verið ráð fyrir.“

2.500 tonn af úrgangi

Gert er ráð fyrir að um 2.500 tonn af úrgangi falli til á ári þegar eldisstöðin er í fullum rekstri, en frárennsli verður hreinsað. Fyrst mun frárennslið frá eldiskerum verða grófhreinsað með trimlusíum og síðan fer það í gegnum hreinsistöð áður en það fer í steypta fortjörn þar sem á sér stað botnfelling svifagna sem verði hreinsaðar eftir þörfum og settar í mykjutank.

Lokaskref hreinsunarinnar er svokölluð viðtakatjörn þar sem fráveituvatn sitri út til viðtaka. Einnig sé til skoðunar að fráveituvatni úr eldiskerjum verði veitt til sjávar um stokk neðan við eldisstöðina eftir grófhreinsun með tromlusíum.

Þá telur Skipulagsstofnun áhrif frárennslis á sjó og lífríki fjöru ekki líkleg til að verða veruleg. „Magn fráveituvatns verður hlutfallslega lítið miðað við rúmmál þess viðtaka sem um ræðir, sem í þessu tilfelli er straumþungt haf og því má búast við að þynning verði mikil.“

Ekki er gert ráð fyrir verulegum áhrifum af völdum frárennslis …
Ekki er gert ráð fyrir verulegum áhrifum af völdum frárennslis frá eldisstöð Laxeyjar.

Hætta á tímabundinni lyktarmengun

Laxey stefnir að því að koma í veg fyrir lyktarmengun frá starfseminni með því að viðhafa reglulega hreinsun á dauðfisk, auk þess sem úrgangi frá slátrun og laxamykja verða flutt og geymd í lokuðum tönkum. Þá eru uppi áform um að nota lífrænan úrgang eldisins til uppgræðslu í samstafi við Landgræðsluna og Vestmannaeyjabæ.

„Skipulagsstofnun telur ljóst að áhrif af völdum lyktarmengunar frá starfsemi eldisins í Viðlagafjöru geta annars vegar orðið nokkuð neikvæð en ætti í öllum tilfellum að vera tímabundin og afturkræf og takmarkast við nærsvæði starfseminnar. Áform framkvæmdaraðila eru til þess fallin að draga mögulega úr ólykt frá starfseminni með frásíun úrgangs og verkun hans. Hins vegar telur Skipulagsstofnun að geymsla og dreifing á mykju sé líkleg til þess að valda ólykt nærri geymslu- og dreifingarstað. Lyktaróþægindi við dreifingu mykjunnar eru þó skammvinn og háð þeirri verktilhögun sem framkvæmdaraðili áformar,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar.

Á vef Matvælastofnunar segir að frestur sé til 11. júní að gera athugasemdir við tillöguna að rekstrarleyfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.24 368,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.24 383,44 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.24 306,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.24 156,92 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 1.7.24 301,99 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.7.24 Sif EA 76 Handfæri
Þorskur 540 kg
Samtals 540 kg
1.7.24 Ásdís EA 89 Handfæri
Þorskur 429 kg
Samtals 429 kg
1.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 179 kg
Samtals 179 kg
1.7.24 Jón Magg ÓF 47 Handfæri
Þorskur 691 kg
Ufsi 64 kg
Karfi 10 kg
Samtals 765 kg
1.7.24 Ingi Putti EA 18 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.24 368,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.24 383,44 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.24 306,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.24 156,92 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 1.7.24 301,99 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.7.24 Sif EA 76 Handfæri
Þorskur 540 kg
Samtals 540 kg
1.7.24 Ásdís EA 89 Handfæri
Þorskur 429 kg
Samtals 429 kg
1.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 179 kg
Samtals 179 kg
1.7.24 Jón Magg ÓF 47 Handfæri
Þorskur 691 kg
Ufsi 64 kg
Karfi 10 kg
Samtals 765 kg
1.7.24 Ingi Putti EA 18 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »