„Er þetta réttlát skipting?“

Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM.
Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Er þetta réttlát skipting á þessum takmörkuðu gæðum?“ spyr Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM í pistli sínum í sjómannadagsblaði 200 mílna. Vísar hann til hagnaðar sjávarútvegsins og hve mikið greitt var í veiðigjöld.

„Auðlindarentan, sá umframhagnaður sem er tilkominn vegna nýtingar á fiskimiðum okkar, nam 85 milljörðum króna árið 2022. Þjóðin fékk um það bil tíund þeirrar upphæðar í formi auðlindagjalds en eigendurnir greiddu sér 22,5 milljarða króna í arð – á sama tíma og sjómenn voru samningslausir.“

Pistil Guðmundar Helga í heild:

Til hamingju með daginn, sjómenn

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti 6. júní 1938, í Reykjavík og á Ísafirði. Sá dagur var mánudagur, annar í hvítasunnu. Næstu ár var fylgt reglu sem á endanum var lögtekin árið 1987, að sjómannadagur skyldi vera fyrsti sunnudagur í júní nema hvítasunnu bæri upp á þann dag.

Á þessum tæpum 90 árum hefur flest sem viðkemur fiskveiðum og útgerð breyst. Alvarleg sjóslys urðu við Ísland á hverju einasta ári langt fram eftir síðustu öld. Þannig fórust á einu bretti þrjú þilskip þann 7. apríl 1906, þar sem 68 menn mættu örlögum sínum, sumir beinlínis fyrir augum Reykvíkinga. Sagan geymir mörg dæmi um skelfilegar afleiðingar sjósóknar fyrri tíma. Á þessum degi minnumst við þessa fólks og þökkum fyrir það sem áunnist hefur. Nýlegt sjóslys við Garðskaga – þar sem mannbjörg varð – minnir okkur á að við þurfum ætíð að vera á varðbergi.

Sjómenn og fjölskyldur þeirra geta í dag glaðst yfir því að öll stéttarfélög sjómanna samþykktu á útmánuðum nýja kjarasamninga. Sjómenn voru samningslausir í allt of mörg ár. Að þessu sinni eru kjaramál sjómanna í farvegi og langtímasamningar gilda. Lífeyrisréttindi þeirra eru loksins á pari við aðra landsmenn auk þess sem sjómenn hafa fengið löngu tímabærar kjarabætur.

Eins og hér er að ofan er nefnt hefur útgerð tekið stakkaskiptum á umliðnum áratugum. Bátarnir hafa stækkað svo um munar, útgerðum fækkað og mikil samþjöppun hefur orðið í greininni. Sjarminn yfir fiskveiðum er að mestu horfinn, nema í augum þeirra sem mæla hann í milljörðum. Samþjöppun aflaheimilda er slík að hagnaður stærstu fyrirtækjanna er svimandi.

Réttlát skipting?

Auðlindarentan, sá umframhagnaður sem er tilkominn vegna nýtingar á fiskimiðum okkar, nam 85 milljörðum króna árið 2022. Þjóðin fékk um það bil tíund þeirrar upphæðar í formi auðlindagjalds en eigendurnir greiddu sér 22,5 milljarða króna í arð – á sama tíma og sjómenn voru samningslausir. Er þetta réttlát skipting á þessum takmörkuðu gæðum? Ársgömul könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um afstöðu Íslendinga til sjávarútvegsmála svaraði þeirri spurningu með afar eindregnum hætti, eins og það var dregið saman í grein í Morgunblaðinu 17. apríl 2023. „Íslendingar eru flestir ósáttir við fiskveiðistjórnunarkerfið, telja íslenskan sjávarútveg spilltan og skapi verðmæti fyrir of fáa.“

Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé sú atvinnugrein sem skilar þjóðarbúinu mestu er og verður sjávarútvegur áfram ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Við erum og verðum í grunninn fiskveiðiþjóð sem hefur um aldir glímt við óblíð náttúruöfl. Sú glíma hefur mótað okkur og hert.

Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum um allt land og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Loka