Kaup Síldarvinnslunnar ganga til baka

Síldarvinnslan á Neskaupstað.
Síldarvinnslan á Neskaupstað. Ljósmynd/Guðlaugur B. Birgisson

Kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. á Ice Fresh Sea­food ehf. ganga til baka.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Síld­ar­vinnsl­unni nú í kvöld.

Þar seg­ir að stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafi samþykkt beiðni Sam­herja hf. um að kaup fé­lags­ins á helm­ings­hlut í sölu­fyr­ir­tæk­inu Ice Fresh Sea­food ehf. gangi til baka. 

Til­kynnt var um kaup­in í sept­em­ber í fyrra með hefðbundn­um fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

„Að mati stjórn­ar Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. hef­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið farið offari við skoðun máls­ins og gagna­beiðnir í engu sam­ræmi við um­gjörð viðskipt­anna, sér­stak­lega í því ljósi að ein­göngu er um að ræða sölu afurða á er­lend­um mörkuðum. Því líti út fyr­ir að gagna­öfl­un­in sé far­in að snú­ast um annað og meira en um­rædd viðskipti,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að Síld­ar­vinnsl­an hafi af­hent Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu öll gögn sem óskað hafi verið eft­ir og séu á for­ræði fé­lags­ins. Mik­ill vilji hafi verið til að klára þessi viðskipti enda aðdrag­and­inn lang­ur og ávinn­ing­ur fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg aug­ljós.

Ákvörðunin tek­in með hags­muni fé­lags­ins í huga

„Ákvörðun stjórn­ar Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. er tek­in með hags­muni fé­lags­ins í huga. Er það ekki síst vegna viðamik­illa verk­efna í kring­um starf­semi Vís­is ehf. í Grinda­vík en í liðinni viku hófst enn á ný eld­gos í námunda við bæj­ar­fé­lagið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að það sé mat stjórn­enda Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þurfi að styrkja stöðu sína til að viðhalda sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs í alþjóðlegu viðskiptaum­hverfi, þar sem hlut­deild Íslands er agn­arsmá.

Nauðsyn­legt er fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg í heild sinni að mæta þess­um áskor­un­um er­lend­is með því að styrkja alþjóðleg sölu­fyr­ir­tæki, sem geta keppt við þessa risa á grund­velli af­hend­ingarör­ygg­is, verðs og gæða,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 508,58 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 637,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 547,94 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 188,30 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 221,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 256,77 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.25 Elfa HU 191 Handfæri
Þorskur 748 kg
Ufsi 65 kg
Samtals 813 kg
28.5.25 Guðný ÍS 170 Handfæri
Steinbítur 34 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 41 kg
28.5.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 371 kg
Samtals 371 kg
28.5.25 Fönix BA 17 Handfæri
Þorskur 800 kg
Samtals 800 kg
28.5.25 Jökla ST 200 Handfæri
Þorskur 687 kg
Samtals 687 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 508,58 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 637,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 547,94 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 188,30 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 221,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 256,77 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.25 Elfa HU 191 Handfæri
Þorskur 748 kg
Ufsi 65 kg
Samtals 813 kg
28.5.25 Guðný ÍS 170 Handfæri
Steinbítur 34 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 41 kg
28.5.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 371 kg
Samtals 371 kg
28.5.25 Fönix BA 17 Handfæri
Þorskur 800 kg
Samtals 800 kg
28.5.25 Jökla ST 200 Handfæri
Þorskur 687 kg
Samtals 687 kg

Skoða allar landanir »