„Nóg er komið af rugli og misskilningi“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sú ákvörðun að skipta úr 100% aflaverðmæti og lækka skiptaprósentur á móti, sem er núllaðgerð, færir okkur til nútímans og við getum hætt að rífast um olíuviðmið og kostnaðarhlutdeild. Nóg er komið af rugli og misskilningi um þessi hugtök,“ skrifar Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands í pistli í sjómannadagsblaði 200 mílna sem fylgir helgarblaði Morgunblaðsins.

Í pistlinum fer Valmundur yfir nýgerða kjarasamninga sjómanna. Pistill hans í heild sinni:

Vatnaskil í samningum sjómanna

Nú eru vatnaskil í samningamálum sjómanna. Samþykktir samningar hjá öllum helstu félögum þeirra. Þessi samningur er að lágmarki til sex ára með möguleika á níu árum.

Kjarasamningar sjómanna hafa löngum verið lausir árum saman án þeirra hækkana sem aðrir launþegar hafa fengið í formi fasta- og lágmarksgreiðslna. Nú er tryggt að allar hækkanir sem verða á almenna markaðnum koma til sjómanna með tengingu launaflokka í kjarasamningi SGS.

Tilgreind séreign

Sjómenn deila hlut með útgerðinni og sú deilitala breyttist ekki í nýja samningnum nema að tvennu leyti. Sjómenn fengu 3,5% í tilgreinda séreign með því að taka á sig þriðjung kröfunnar. Útgerðin tekur 2/3 kröfunnar. Þetta þýðir í raun að launakostnaður útgerðar hækkar um 2%.

Sú ákvörðun að skipta úr 100% aflaverðmæti og lækka skiptaprósentur á móti, sem er núllaðgerð, færir okkur til nútímans og við getum hætt að rífast um olíuviðmið og kostnaðarhlutdeild. Nóg er komið af rugli og misskilningi um þessi hugtök. Nýsmíðaálagið dettur út 2031 eins og samið var um 2017.

Nú fer hver að verða síðastur að nýta það í sjö ár. Eftir næsta ár fer það í sólarlag. Það er samkeppni í nýsmíðaálaginu. Ekki geta allir nýtt álagið og þurfa að endurgreiða til sinna áhafna að hluta til eða alveg. Sumir útgerðarmenn nota það ekki þrátt fyrir heimild þar um.

Forsagan

Undanfari þessara samninga var nokkuð langur eins og oft áður. Í febrúar 2023 var samningur áþekkur þessum felldur. Sl. haust voru Hólmgeir Jónsson og Guðmundur Helgi Þórarinsson fengnir til að klára það sem út af stóð ásamt tveimur fulltrúum SFS. Þessi hópur skilaði af sér í desember 2023 tillögu að samningi sem við hjá SSÍ samþykktum í meginatriðum. Samningur var nánast frágenginn fyrir jólin 2023. Lokafrágangi var frestað fram yfir áramót vegna ástands á almennum vinnumarkaði á þeim tíma.

Undirritun og atkvæðagreiðsla

9. febrúar sl. var samningurinn undirritaður af SSÍ og SFS. Atkvæðagreiðslan hjá okkur í Sjómannasambandinu var snörp en við náðum 54% þátttöku og þeir sem atkvæði greiddu samþykktu samninginn með 63% atkvæða. Góð niðurstaða fyrir sjómenn.

Svo fór að bæði VM og SVG undirrituðu sama samning í framhaldinu sem auðvitað var samþykktur enda samningurinn góður.

Nú er kominn á kjarasamningur sem er góður fyrir sjómenn. Vinna við framkvæmd hans gengur vel. Fram undan er vinna við að breyta sjómannalögum í tengslum við slysa- og veikindakafla laganna. Samningurinn tekur á nýjum veruleika í róðrarlagi sjómanna og því þarf að breyta þessum köflum í sjómannalögunum í takt við tímann. Öryggisnefnd sjómanna og útgerðarmanna, sem ætlað er að koma með tillögur til úrbóta á slysamálunum, er komin á koppinn. Trúnaðarmannanámskeið fyrir sjómenn eru í vinnslu og verða kynnt í haust.

Hólmgeir kveður

Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins er nú að láta af störfum fyrir sambandið. Hann hefur unnið að hagsmunamálum sjómanna í 39 ár. Sjómenn eiga honum skuld að gjalda fyrir hans störf. Stjórn og sambandsstjórn Sjómannasambands Íslands þakkar Hólmgeiri af alhug fyrir hans störf fyrir íslenska sjómenn. Hann hættir með sæmd. Við óskum honum gleðistunda í bílskúrnum við rennibekkinn í framtíðinni.

Þakkir

Ég þakka fyrir það traust sem sjómenn hafa sýnt mér og forystu Sjómannasambands Íslands á síðasta þingi SSÍ sl. haust með endurkjöri mínu og stjórnarinnar og með samþykki kjarasamningsins í febrúar.

Kæru sjómenn og fjölskyldur, innilegar og kærar hátíðarkveðjur til ykkar á sjómannadaginn 2024.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Loka