Ólafur H. Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fátt hafa komið á óvart í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár sem kynnt var í morgun í húsakynnum stofnunarinnar.
Það sem hafi þó vakið athygli hans var rúmlega 12% lækkun í ráðgjöf vegna síldarinnar. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að rýna betur í til að skilja,“ segir Ólafur.
Fram kom í kynningu ráðgjafarinnar að lagt er til að ekki verði veitt meira en rúm 213 þúsund tonn af þorski á komandi fiskveiðiári (2024/2025) sem er tæplega 1% aukning frá ráðgjöf stofnunarinnar fyrir núverandi fiskveiðiár. Auk þess var greint frá því að vísindamenn gera ráð fyrir að þorskstofninn fari minnkandi þar sem hann vaxi hægar.
„Maður getur dregið þá ályktun að það sé vegna minni loðnu í fæðunni en þorskstofninn er í góðu formi og er sterkur. Það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af honum.“
Ólafur segir eina áhyggjuefnið til framtíðar væri ef kæmi til samdráttar í ráðgjöfinni fyrir þorskinn, enda er hún ekki ýkja há.
Á síðasta ári var ráðgjöf í gullkarfa hækkuð til muna en nú er lagt til að ekki verði veitt meira en tæp 47 þúsund tonn sem er 13% meira en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ólafur segir jákvætt að sjá aukningu en bendir þó á að vísbendingar séu um að ráðgjöf kunni að lækka í framtíðinni sökum slakrar nýliðunar.
Staðan er síðan erfið í tengslum við djúpkarfann þar sem áfram er gert ráð fyrir engum djúpkarfaveiðum.
„Það verður að finna einhverjar nýjar lausnir varðandi djúpkarfann því hann heldur áfram að veiðast, það er bara óhjákvæmilegt,“ segir hann og vísar til þess að hann er algengur meðafli annarra veiða. „Það er verkefni fyrir okkur í sjávarútvegi að finna einhverja leið til þess að menn upplifi ekki þrýsting á að fremja brot því það megi ekki veiða hann.“
Uppfært kl 13:44: Upphaflega var haft eftir Ólafi að finna þyrfti lausn í tengslum með gullkarfann en ræddi hann þá um djúpkarfa. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og hefur fréttin verið leiðrétt með tilliti til þessa.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.8.25 | 579,14 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.8.25 | 472,57 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.8.25 | 313,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.8.25 | 316,24 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.8.25 | 190,90 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.8.25 | 164,09 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.8.25 | 183,38 kr/kg |
Litli karfi | 31.7.25 | 11,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 18.8.25 | 206,18 kr/kg |
18.8.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 18.910 kg |
Skrápflúra | 509 kg |
Skarkoli | 443 kg |
Sandkoli | 316 kg |
Þorskur | 238 kg |
Steinbítur | 108 kg |
Langlúra | 9 kg |
Samtals | 20.533 kg |
18.8.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.412 kg |
Þorskur | 2.119 kg |
Steinbítur | 246 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Ufsi | 3 kg |
Samtals | 6.804 kg |
18.8.25 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 12.041 kg |
Þorskur | 2.933 kg |
Skrápflúra | 286 kg |
Skarkoli | 172 kg |
Langlúra | 34 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 15.473 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.8.25 | 579,14 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.8.25 | 472,57 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.8.25 | 313,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.8.25 | 316,24 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.8.25 | 190,90 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.8.25 | 164,09 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.8.25 | 183,38 kr/kg |
Litli karfi | 31.7.25 | 11,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 18.8.25 | 206,18 kr/kg |
18.8.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 18.910 kg |
Skrápflúra | 509 kg |
Skarkoli | 443 kg |
Sandkoli | 316 kg |
Þorskur | 238 kg |
Steinbítur | 108 kg |
Langlúra | 9 kg |
Samtals | 20.533 kg |
18.8.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.412 kg |
Þorskur | 2.119 kg |
Steinbítur | 246 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Ufsi | 3 kg |
Samtals | 6.804 kg |
18.8.25 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 12.041 kg |
Þorskur | 2.933 kg |
Skrápflúra | 286 kg |
Skarkoli | 172 kg |
Langlúra | 34 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 15.473 kg |