Fátt kom á óvart

Ólafur Helgi Marteinsso, formaður SFS, segir fátt óvænt í ráðgjöf …
Ólafur Helgi Marteinsso, formaður SFS, segir fátt óvænt í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar nema mikil lækkun í íslneksu sumargotssíldinni. mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur H. Marteins­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir fátt hafa komið á óvart í ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar fyr­ir næsta fisk­veiðiár sem kynnt var í morg­un í húsa­kynn­um stofn­un­ar­inn­ar.

Það sem hafi þó vakið at­hygli hans var rúm­lega 12% lækk­un í ráðgjöf vegna síld­ar­inn­ar. „Þetta er eitt­hvað sem ég þarf að rýna bet­ur í til að skilja,“ seg­ir Ólaf­ur.

Fram kom í kynn­ingu ráðgjaf­ar­inn­ar að lagt er til að ekki verði veitt meira en rúm 213 þúsund tonn af þorski á kom­andi fisk­veiðiári (2024/​2025) sem er tæp­lega 1% aukn­ing frá ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar fyr­ir nú­ver­andi fisk­veiðiár. Auk þess var greint frá því að vís­inda­menn gera ráð fyr­ir að þorsk­stofn­inn fari minnk­andi þar sem hann vaxi hæg­ar.

„Maður get­ur dregið þá álykt­un að það sé vegna minni loðnu í fæðunni en þorsk­stofn­inn er í góðu formi og er sterk­ur. Það er ástæðulaust að hafa áhyggj­ur af hon­um.“

Ólaf­ur seg­ir eina áhyggju­efnið til framtíðar væri ef kæmi til sam­drátt­ar í ráðgjöf­inni fyr­ir þorskinn, enda er hún ekki ýkja há.

Á síðasta ári var ráðgjöf í gull­karfa hækkuð til muna en nú er lagt til að ekki verði veitt meira en tæp 47 þúsund tonn sem er 13% meira en á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Ólaf­ur seg­ir já­kvætt að sjá aukn­ingu en bend­ir þó á að vís­bend­ing­ar séu um að ráðgjöf kunni að lækka í framtíðinni sök­um slakr­ar nýliðunar.

Staðan er síðan erfið í tengsl­um við djúpkarf­ann þar sem áfram er gert ráð fyr­ir eng­um djúpkarfa­veiðum.

„Það verður að finna ein­hverj­ar nýj­ar lausn­ir varðandi djúpkarf­ann því hann held­ur áfram að veiðast, það er bara óhjá­kvæmi­legt,“ seg­ir hann og vís­ar til þess að hann er al­geng­ur meðafli annarra veiða. „Það er verk­efni fyr­ir okk­ur í sjáv­ar­út­vegi að finna ein­hverja leið til þess að menn upp­lifi ekki þrýst­ing á að fremja brot því það megi ekki veiða hann.“

Upp­fært kl 13:44: Upp­haf­lega var haft eft­ir Ólafi að finna þyrfti lausn í tengsl­um með gull­karf­ann en ræddi hann þá um djúpkarfa. Beðist er vel­v­irðing­ar á þess­um mis­tök­um og hef­ur frétt­in verið leiðrétt með til­liti til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.8.25 579,14 kr/kg
Þorskur, slægður 18.8.25 472,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.8.25 313,48 kr/kg
Ýsa, slægð 18.8.25 316,24 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.8.25 190,90 kr/kg
Ufsi, slægður 18.8.25 164,09 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 18.8.25 183,38 kr/kg
Litli karfi 31.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.8.25 206,18 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.8.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Ýsa 18.910 kg
Skrápflúra 509 kg
Skarkoli 443 kg
Sandkoli 316 kg
Þorskur 238 kg
Steinbítur 108 kg
Langlúra 9 kg
Samtals 20.533 kg
18.8.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.412 kg
Þorskur 2.119 kg
Steinbítur 246 kg
Langa 11 kg
Keila 8 kg
Karfi 5 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 6.804 kg
18.8.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 12.041 kg
Þorskur 2.933 kg
Skrápflúra 286 kg
Skarkoli 172 kg
Langlúra 34 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 15.473 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.8.25 579,14 kr/kg
Þorskur, slægður 18.8.25 472,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.8.25 313,48 kr/kg
Ýsa, slægð 18.8.25 316,24 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.8.25 190,90 kr/kg
Ufsi, slægður 18.8.25 164,09 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 18.8.25 183,38 kr/kg
Litli karfi 31.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.8.25 206,18 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.8.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Ýsa 18.910 kg
Skrápflúra 509 kg
Skarkoli 443 kg
Sandkoli 316 kg
Þorskur 238 kg
Steinbítur 108 kg
Langlúra 9 kg
Samtals 20.533 kg
18.8.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.412 kg
Þorskur 2.119 kg
Steinbítur 246 kg
Langa 11 kg
Keila 8 kg
Karfi 5 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 6.804 kg
18.8.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 12.041 kg
Þorskur 2.933 kg
Skrápflúra 286 kg
Skarkoli 172 kg
Langlúra 34 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 15.473 kg

Skoða allar landanir »