Ráðgjöfin sögð æra óstöðugan

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kveðst ósáttur við að ekki …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kveðst ósáttur við að ekki hafi verið ráðlegt meiri þorsk en tilkynnt avr um í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst við veiða allt of lítið af þorski. Stjórn­völd þurfa að koma að þess­um mál­um og breyta afla­regl­unni. Að bjóða okk­ur upp á 0,9% aukn­ingu er til að æra óstöðugan,“ svar­ar Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, innt­ur álits á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem kynnt var í dag.

Lagði stofn­un­in til að ekki yrði veitt meira en 213 þúsund tonn á fisk­veiðiár­inu 2024/​2025 sem er inn­an við 1% aukn­ing frá síðasta ári.

„Við hefðum viljað sjá þorskinn hækka miklu meira og afla­regl­an kem­ur í veg fyr­ir það. Á meðan stjórn­völd hafa ákveðið að fylgja gild­andi afla­reglu kem­ur niðurstaðan ekk­ert á óvart.“

Örn seg­ir reynslu út­gerða um allt land vera að fisk­ist vel af stæðileg­um þorski en Haf­rann­sókna­stofn­un taki ekki nógu mikið mark á gangi veiða. „Auðvitað eru all­ir ánægðir með það hversu gott ástand er á þorsk­in­um og það sést á afla­brögðunum, en afla­brögðin eru ekk­ert í sam­ræmi við lýs­ing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar það sjá all­ir sjó­menn. Þegar veiðist minna af ufsa þá virðist stigið á brems­una og hlustað á sjó­menn en annað er uppi á ten­ingn­um þegar þorsk­ur­inn er ann­ars veg­ar.“

Þá sé sér­stakt áhyggju­efni hve lítið þorsk­ur­inn virðist hafa að éta.

„Það finnst miklu minna af loðnu í mag­an­um á þorsk­in­um en verið hef­ur. Lands­sam­bandið varaði við þess­um flottrollsveiðum sem voru leyfðar og það er spurn­ing hvort það hafi haft áhrif á hvað finnst lítið af loðnu núna. Haf­rann­sókna­stofn­un verður að fara að taka þessu al­var­lega því loðnan er mik­il­væg und­ir­staða í fæðunni hjá þorsk­in­um. Nú sjá­um við hvað meðalþyngd nokk­urra ár­ganga hef­ur minnkað mikið og miðað við þessa þróun líður ekki lang­ur tími þar til veiðistofn­inn minnk­ar.“

Ýsan áfram há

Um aðra stofna seg­ir hann ánægju­legt að ráðgjöf í ýsu helst áfram há þó hann hafi bú­ist við meiri aukn­ingu í ráðgjöf­inni. Þá sé einnig gott að sjá að ráðgjöf í ufsa helst nán­ast óbreytt, að sögn Arn­ar.

„Það er líka ánægju­legt að sjá þessa aukn­ingu í stein­bítn­um en verst hvað fæst lágt verð fyr­ir hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.25 455,38 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.25 477,22 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.25 390,48 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.25 381,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.25 169,60 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.25 198,17 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.25 179,94 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 804 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 824 kg
14.7.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 389 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 397 kg
14.7.25 Siggi Gísla EA 255 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 792 kg
14.7.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.25 455,38 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.25 477,22 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.25 390,48 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.25 381,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.25 169,60 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.25 198,17 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.25 179,94 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 804 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 824 kg
14.7.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 389 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 397 kg
14.7.25 Siggi Gísla EA 255 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 792 kg
14.7.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg

Skoða allar landanir »