Strandveiðibátar hafa undanfarin tvö ár greitt langtum meira en aðrar útgerðir í gjöld vegna umframafla. Á síðasta fiskveiðiári nam álagning slíkra gjalda rúmlega 100 milljónum króna og mátti rekja um 76% þeirra til strandveiða og 89% þeirra fiskveiðiárið á undan.
Þetta má lesa úr ársskýrslu Fiskistofu 2023 sem birt var nýverið.
Þar sést að á síðasta fiskveiðiári, sem lauk 31. ágúst, greiddu strandveiðibátar rúmlega 76 milljónir króna í sérstakt gjald vegna ólögmæts afla og er með því vísað til afla sem er umfram það hámark sem þeim er heimilt að veiða. Aðrar útgerðir greiddu tæplega 24 milljónir á sama tíma.
Fiskveiðiárið á undan (2021/2022) voru innheimtar tæpar 79 milljónir vegna umframafla strandveiðibáta en aðrar útgerðir um aðeins 9,7 milljónir.
Ekki liggja fyrir nákvæmar skýringar á þessum mikla mun en strandveiðibátar búa við ströng skilyrði um hámarksafla sem viða við afla í hverri löndun og geta strandveiðisjómenn aðeins áætlað magn áður en komið er til hafnar. Hámarksafli annarra útgerða miðar hins vegar við fiskveiðiárið í heild.
Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er hverjum strandveiðibáti aðeins heimilt að draga 650 kíló, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum, að ufsa undanskildum, í hverri veiðiferð.
Í maí síðastliðnum komu 567 strandveiðibátar með meiri afla að landi en heimild var fyrir, samanlagður umframafli nam 82 tonnum þann mánuðinn.
Athygli vekur að álagning Fiskistofu vegna umframafla vegna annarra veiða á síðasta fiskveiðiári nam 23,9 milljónir króna sem er 145% aukning frá fiskveiðiárinu á undan þegar álagningin var aðeins 9,7 milljónir.
Skýringu á þessari aukningu er ekki að finna í ársskýrslu Fiskistofu en ætla má að mikill samdráttur í aflaheimildum ýmissa tegunda undanfarin ár hafi haft veruleg áhrif í þessu samhengi þar sem óhjákvæmilegt að fleiri tegundir fást sem meðafli annarra veiða. Má benda á veiðibann á djúpkarfa sem dæmi í þessu samhengi.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |