Stærsta skip flotans heitir nú Þerney

Ilivileq sem Brim keypti af dótturfélagi sínu á Grænlandi hefur …
Ilivileq sem Brim keypti af dótturfélagi sínu á Grænlandi hefur fengið nafnið Þerney RE-1 og liggur við Norðurgarð í Reykjavík. Skipið er mögulega stærsta fiskiskip íslenska flotans. mbl.is/sisi

Grænlenski togarinn Ilivileq sem Brim festi nýverið kaup á fyrir 55 miljónir evra, jafnvirði 8,2 milljarða íslenskra króna, hefur fengið nafnið Þerney RE-1.

Togarinn sem er 81,3 metra langur og 17 metra breiður er stærsta bolfiskskip Íslendinga. Aðeins uppsjávarskipin Aðalsteinn Jónsson SU-11 sem Eskja gerir út, Vilhelm Þorsteinsson EA-11 sem Samherji gerir út og Börkur NK-122 sem Síldarvinnslan gerir út eru lengri og er skráð lengd um 83 metrar en Aðalsteinn er lengstur þar sem mesta lengd hans er yfir 94 metra. Sé litið til brúttótonna er ný Þerney líklega stærst og nær hún um fimm þúsund brúttótonnum á móti rúmlega fjögur þúsund brúttótonnum uppsjávarskipanna.

Togarinn var smíðaður árið 2020 af Armon skipasmíðastöðinni í Gijon á Spáni. Upphaflega var farið af stað í smíðin fyrir Brim (þá HB Granda) en Arctic Prime Fisheries gekk inn í smíðin og tók við skipinu. Brim var um tíma hluthafi í Arctic Prime Fisheries en Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims fer nú með þriðjungshlut í félaginu í gegnum Línuskip ehf.

Rolls Royce í Noregi hannaði skipið í samstarfi við Brim. Við hönnun skipsins var orkusparnaður hafður að leiðarljósi, sem og sjálfvirkni. Aðstaða skipverja er eins og best verður á kosið. Fullkominn búnaður er til flökunar og frystingar og fiskimjölsverksmiðja frá HPP er í skipinu þannig að allur afli verður fullnýttur. Afkastageta vinnslunnar getur verið allt að 150 tonn á sólarhring. Flökunarvélar koma frá Vélfagi. Skipið er búið nýrri kynslóð af vélum frá Bergen-Diesel og Rolls-Royce með 5.400 kW afli.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir mikla kosti fylgja hinu nýja skipi og bendir sérstaklega á mikla afkastagetu vinnslu sem fæst með því að hún sé mikið sjálfvirknivædd. Þá sfylgi nýja skipinu bætt orkunýting sem skilar meðal annars minni losun á hvert framleitt kíló.

Með því að hafa um borð fiskimjölverksmiðju er jafnframt hægt að tryggja fulla nýtingu hráefnisins, að sögn Guðmundar sem segir skipið nýtast vel í að veiða karfa og gulllax

Brúin er vel búin.
Brúin er vel búin. Ljósmynd/Armon
Aflmiklar vélar eru í nýrri Þerney.
Aflmiklar vélar eru í nýrri Þerney. Ljósmynd/Armon
Aðstaða skipverja er með besta móti.
Aðstaða skipverja er með besta móti. Ljósmynd/Armon

Ekki fyrsta Þerney

Þó nokkrar breytingar hafa verið á skipakosti Brims undanfarið og var að sumri á síðasta ári ákveðið að leggja togaranum Örfirisey RE-4 fyrir upphaf fiskveiðiársins 2023/2024 og að skipið yrði selt.

Samhliða ákvörðun um að selja Örfirisey var ákveðið að festa kaup á grænlenska togaranum Tuukkaq af Tuukkaq Trawl AS sem er hlutdeildarfélag Royal Greenland AS. Nam kaupverðið 148 milljónum danskra, jafnvirði 2,9 milljarða íslenskra króna.

Við komu til landsins fékk Tuukkaq nafnið Þerney RE-3, en togarinn fékk ekki að halda nafninu lengi því í desember var greint frá því að Brim hefði ákveðið að selja skipið. Var skipið selt til Grænlands þar sem það fékk nafnið Tasermiut GR 1-1 og hefur verið gert út frá Nanortalik.

Uppfært 20.06.24 klukkan 06:30: Í fréttinni stóð að Arctic Prime Fisheries væri dótturfélag Brims, en Brim átti aðeins 16,5% hlut í félaginu um tíma er Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar sem er stærsti hluthafi Brims, átti 16,5%. Meirihluti hlutafjár hefur verið í eigu grænlenskra aðila og er nú Guðmundur eigandi þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni í gegnum íslenska félagið Línuskip ehf. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þessar upplýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 7.891 kg
Ýsa 7.489 kg
Karfi 3.628 kg
Samtals 19.008 kg
7.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 600 kg
Ýsa 76 kg
Keila 58 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 762 kg
7.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.789 kg
Ýsa 1.426 kg
Hlýri 187 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.494 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 7.891 kg
Ýsa 7.489 kg
Karfi 3.628 kg
Samtals 19.008 kg
7.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 600 kg
Ýsa 76 kg
Keila 58 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 762 kg
7.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.789 kg
Ýsa 1.426 kg
Hlýri 187 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.494 kg

Skoða allar landanir »