Skiptu milli sín 72% af makrílstofninum

Færeyingar, Norðmenn og Bretar hyggjast veiða 531 þúsund tonn af …
Færeyingar, Norðmenn og Bretar hyggjast veiða 531 þúsund tonn af makríl í sumar. Ísland og Evrópusambandið eru utan samningsins. mbl.is/Árni Sæberg

Fulltrúar Færeyja, Noregs og Bretlands undirrituðu síðastliðinn mánudag þríhliða samning um makrílveiðar sínar á vertíð sumarsins. Í samningnum samþykkja ríkin veiðiheimildir hvert annars og eru samanlagðar heimildir sem ríkin munu úthluta til sinna skipa 531.129 tonn, sem er 71,8% af þeim 739 þúsund tonnum sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til að verði hámarksafli veiðanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ísland, Evrópusambandið og Rússland eru ekki aðilar að samkomulaginu og gefa sjálfstætt út sína kvóta á grundvelli þeirrar hlutdeildar sem gert er tilkall til. Hefur Ísland úthlutað 120 þúsund tonnum til íslenskra útgerða, sem er 16,3% af ráðgjöfinni.

Í þríhliða samningnum má lesa að kvótinn sem fellur í hlut Norðmanna er 229 þúsund tonn eða sem nemur 31% af ráðgjöf ICES, en Bretar fá 27,48% í sinn hlut, alls rúm 203 þúsund tonn, og Færeyingar fá tæp 99 þúsund tonn eða sem nemur 13,35% af ráðgjöfinni.

Áframhaldandi samstarf

Þríhliða samningur ríkjanna gerir ráð fyrir að Færeyjar og Noregur úthluti makrílkvóta til sinna skipa árin 2025 og 2026 í sama hlutfalli af ráðgjöf ICES og gert er vegna makrílvertíðarinnar á þessu ári. Bretland mun hins vegar auka hlutdeild sína smávægilega, í 27,83%.

Fari svo að enn hafi ekki tekist að ná samningi um makrílveiðarnar sem nær til allra strandríkja árið 2026 mun samkomulagið halda áfram óbreytt nema ríki dragi sig úr því með árs fyrirvara.

Þá segjast samningsaðilar opnir fyrir því að fleiri ríki gerist aðilar að samkomulaginu. Þykir það þó nokkuð ólíklegt þar sem Noregur hefur ekki fallist á kröfu Íslands um 16,3% hlutdeild í veiðunum.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandríkjanna. Kort/mbl.is

Bretland fær greiðslur

Samhliða þríhliða samningnum hafa ríkin þrjú gert tvíhliða samninga milli sín um aðgengi að lögsögum hvert annars. Í samningi Noregs og Bretlands kemur fram að norsk skip fá að veiða meira en helming af makrílkvóta sínum í breskri lögsögu eða 123.330 tonn. Fyrir þessa heimild yfirfærir Noregur 23.660 tonn af kvóta sínum til Bretlands, þó með því skilyrði að Bretar veiði þann afla í eigin lögsögu.

Sams konar samkomulag hafa Færeyjar gert við Bretland og fá færeysk skip að veiða allt að 31 þúsund tonn í breskri lögsögu gegn því að 9.982 tonn af makrílkvóta Færeyja færist til Bretlands. Auk þess gerðu Færeyjar samning við Noreg um að færeysk skip fái að sækja rúmlega 35 þúsund tonn af makríl í norskri lögsögu.

Með viðbótarkvótanum hefur Bretland 236.853 tonn til úthlutunar til sinna skipa sem er þá tæplega 32% af ráðgjöf á meðan Noregur situr eftir með tæp 28% og Færeyjar með 12% hlut.

Sætir gagnrýni

Þessi aðferðafræði Noregs og Færeyja, að greiða Bretum fyrir aðgang að lögsögunni, hefur sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega af hálfu útgerðarmanna í Evrópusambandinu. Hafa yfirvöld í Færeyjum og Noregi verið sökuð um að vísvitandi auka hlutdeild sína í makrílnum í þeim tilgangi að geta fært Bretum að gjöf gegn veiðum í lögsögu þeirra.

Kölluðu samtök evrópskra útgerða (Europeche) á síðasta ári eftir þvingunaraðgerðum gegn Færeyjum og Noregi vegna háttsemi þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,10 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,39 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,74 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,59 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 402,90 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Hólmi NS 56 Handfæri
Þorskur 830 kg
Samtals 830 kg
27.6.24 Hafþór EA 19 Handfæri
Þorskur 513 kg
Ufsi 40 kg
Karfi 16 kg
Samtals 569 kg
27.6.24 Sæotur NS 119 Handfæri
Þorskur 743 kg
Samtals 743 kg
27.6.24 Stormur BA 500 Grásleppunet
Grásleppa 1.096 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 1.132 kg
27.6.24 Raggi Sveina ÍS 99 Handfæri
Ufsi 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,10 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,39 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,74 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,59 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 402,90 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Hólmi NS 56 Handfæri
Þorskur 830 kg
Samtals 830 kg
27.6.24 Hafþór EA 19 Handfæri
Þorskur 513 kg
Ufsi 40 kg
Karfi 16 kg
Samtals 569 kg
27.6.24 Sæotur NS 119 Handfæri
Þorskur 743 kg
Samtals 743 kg
27.6.24 Stormur BA 500 Grásleppunet
Grásleppa 1.096 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 1.132 kg
27.6.24 Raggi Sveina ÍS 99 Handfæri
Ufsi 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »