„Verðmætum þessum fylgir líka ábyrgð“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja ríkin þrjú sýna með samkomulaginu …
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja ríkin þrjú sýna með samkomulaginu að þau ætli ekki að axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd stofnsins. Ljósmynd/Vinnslustöðin

„Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“

Svo hljóðar yfirlýsing sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu frá sér í dag vegna þríhliða samnings Færeyja, Noregs og Bretlands um makrílveiðar sínar á vertíð sumarsins, sem gerður var á mánudag.

Löndin þrjú hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. Ísland, Evrópusambandið og Rússland eru ekki aðilar að samkomulaginu og gefa sjálfstætt út sína kvóta á grundvelli þeirrar hlutdeildar sem gert er tilkall til.

28% hlutdeild fyrir hin strandríkin

„Mikil verðmæti felast í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir.“

„Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins.“

“Með þess þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2026, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%. 

Ísland hafi skynsamt fiskveiðistjórnunarkerfi

Í samningnum samþykkja ríkin veiðiheimildir hvers annars og eru samanlagðar heimildir sem ríkin munu úthluta til sinna skipa 531.129 tonn, sem er 71,8% af þeim 739 þúsund tonnum sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til að verði hámarksafli veiðanna. 

Þríhlíða samningur ríkjanna gerir ráð fyrir að Færeyjar og Noregur úthluti makrílkvóta til sinna skipa árin 2025 og 2026 í sama hlutfalli af ráðgjöf ICES og gert er vegna makrílvertíðarinnar á þessu ári. 

„Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni,“ segir svo í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 220,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 220,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »

Loka