Tæplega fimm kíló af makríl fyrir eitt af þorski

Börkur NK fær fjögur þúsund tonn af makrílkvótanum sem var …
Börkur NK fær fjögur þúsund tonn af makrílkvótanum sem var í boði á tilboðsmarkaði í júní. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Ríkið fær 1.342,7 tonna þorskkvóta í skiptum fyrir tæp 6.466 tonna kvóta í makríl sem Fiskistofa bauð á tilboðsmarkaði í júní, var því skiptistuðullinn 4,8.

Fram kemur á vef Fiskistofu að alls bárust 33 tilboð en átta tilboðum hafi verið tekið í heild eða að hluta, en tilboðin ná aðeins til fjögurra skipa og þriggja útgerða. Tæplega 62% makrílkvótans fór til Síldarvinnslunnar alls fjögur þúsund tonn.

Hagstæðasti skiptistuðullinn var 5,47 og hann fékk Jón Kjartansson SU-111 sem Eskja gerir út. Var Jóni Kjartanssyni úthlutað tæplega 966 tonna makrílkvóta í skiptum fyrir 176,4 tonna þorskkvóta.

Tilboðsmarkaðurinn verður til við að ríkinu fellur í hlut 5,3% af aflaheimildum í kvótabundum fiski í samræmi við ákvæði laga. Nýverið var staðið að úthlutun makrílkvóta vegna vertíðar sumarsins. Ríkið hefur lítið not fyrir makrílkvóta og skiptir honum oft á þessum árstíma fyrir þorskkvóta sem getur m.a. nýst í að auka veiðiheimildir strandveiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,07 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,39 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,74 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,59 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 402,90 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Hólmi NS 56 Handfæri
Þorskur 830 kg
Samtals 830 kg
27.6.24 Hafþór EA 19 Handfæri
Þorskur 513 kg
Ufsi 40 kg
Karfi 16 kg
Samtals 569 kg
27.6.24 Sæotur NS 119 Handfæri
Þorskur 743 kg
Samtals 743 kg
27.6.24 Stormur BA 500 Grásleppunet
Grásleppa 1.096 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 1.132 kg
27.6.24 Raggi Sveina ÍS 99 Handfæri
Ufsi 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.24 378,07 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.24 343,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.24 295,39 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.24 200,74 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.24 127,59 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.6.24 402,90 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.24 Hólmi NS 56 Handfæri
Þorskur 830 kg
Samtals 830 kg
27.6.24 Hafþór EA 19 Handfæri
Þorskur 513 kg
Ufsi 40 kg
Karfi 16 kg
Samtals 569 kg
27.6.24 Sæotur NS 119 Handfæri
Þorskur 743 kg
Samtals 743 kg
27.6.24 Stormur BA 500 Grásleppunet
Grásleppa 1.096 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 1.132 kg
27.6.24 Raggi Sveina ÍS 99 Handfæri
Ufsi 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »