„Grásleppukarlinn heyrir nú sögunni til“

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, mótmælir harðlega kvótasetningu grásleppuveiða …
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, mótmælir harðlega kvótasetningu grásleppuveiða og telur nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til mótvægisaðgerða eina og að stækka strandveiðipottinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjartan Páll Sveinsson, formaður strandveiðifélags Íslands (STÍ), fullyrðir að með samþykkt kvótasetningu grásleppu á lokaspretti þingsins um helgina hafi sannast að kvótakerfið hafi ekkert með vernd fiskistofna að gera.

Hann segir í yfirlýsingu félagið harðlega mótmæla kvótasetningunni sem sé aðför af hinu dreifðu byggðum. Telur hann jafnframt ljóst að frumvarpið marki „upphaf verksmiðjuveiða í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyrir nú sögunni til. Þegar menn fara hægt og bítandi að selja sig út vilja þeir væntanlega nota bátana sína í eitthvað annað og þá liggja strandveiðar beint við. Því má búast við töluverðri aukningu á sókn innan strandveiðikerfisins, sem nú þegar er löngu komið út að ystu þanmörkum.“

Þá sé verið að takmarka atvinnufrelsi smábátasjómanna með kvótasetningunni og telur Kjartan Páll eðlilegt að stjórnvöld grípi til mótvægisaðgerða vegna þess með því að stækka strandveiðipottinn. „STÍ bíður spennt eftir tilkynningu þar að lútandi.“

Segir þetta þráhyggju

Kjartan Páll segir rökstuðningur fyrir kvótasetningunni hafi verið rýr, enda ekkert sem bendi til að grásleppa sé ofveidd eða í hættu. „Aukin heldur hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið ekki viðkennt aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar við stofnmælingu grásleppu, enda ekki trúverðug aðferð að stofnmæla grásleppu með stórum togurum og botntrollum,“ fullyrðir hann.

Þá hafi „kvótasetning allra annarra tegunda leitt til linnulausrar blóðtöku úr brothættum byggðum“ og slík aðgerð „eingöngu leitt til skerðingar á atvinnufrelsi.“ Sakar hann aðila með grásleppuleyfi og veiðireynslu um að halda að sér höndum að selja báta og grásleppuleyfi „í von um að kvótasetning grásleppu færi þeim gríðarleg verðmæti til að selja eða leigja frá sér.“

„Þessi þráhyggja einkavæðingarsinna um kvótasetningu grásleppu sýnir það og sannar sem allir vita: kvótakerfið hefur ekkert með verndun fiskistofna að gera. Markmiðið er að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila,“ segir Kjartan Páll í yfirlýsingunni.

Tekist er á um tilhögun grásleppuveiða.
Tekist er á um tilhögun grásleppuveiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efast um takmarkanir

Hann gefur lítið fyrir takmarkanir sem settar eru á kvótaeign í hinum nýju lögum. „Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og aðalsprautan í þessu sorgarferli, felur sig á bak við 1,5% kvótaþak sem sönnun þess að kvótinn muni ekki allur enda hjá stórútgerðinni. Það verður þó auðsótt mál, þegar grásleppan hefur verið geirnegld í kvóta, að hækka þakið. Við höfum áður séð þann trójuhest innan fiskveiðistjórnunarkerfis Íslendinga. Nú þegar liggja fyrir áform um lagasetningu um að hækka kvótaþakið úr 12% í 15% af heildarkvóta fiskveiðiflotans.“

Vísar hann til hugmynda sem fylgdu stefnumótunarverkefni Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi matvælaráðherra, sem fram fór undir merkjum „Auðlindin okkar“ þar sem lagt var til að kvótaþak yrði hækkað fyrir útgerðarfélög sem skráð væru á markað. Horft var til þess að upplýsingaskylda skráðra félaga væri ríkari en annarra og var vonast til að aðgerðin myndi fjölga skráðum félögum og þarm með auka gagnsæi greinarinnar.

„Eftir situr að „hagræðing“ getur ekki talist til réttlætingar kvótasetningarinnar. Það er þó engin girðing fyrir aðila sem vilja fara í kringum kvótaþakið, að gera það með sama hætti og stórútgerðin, sem sagt að setja kvótann og bátana í nógu mörg félög og færa kvóta á milli innan fiskveiðiársins, sleppa þannig undan reglum um kvótaþakið,“ segir Kjartan Páll.

Deilumál um langt skeið

Um langt skeið hefur verið deilt um tilhögun grásleppuveiða og hefur fjöldi þeirra sem stunda veiðarnar kvartað undan ófyrirsjáableika og hátt sóknarálag. Telja stuðningsmenn kvótasetningar að með kvótasetningunni verði hægt að stunda veiðarnar með ábyrgari og hagkvæmari hætti.

Undirrituðu fyrir fjórum árum meirihluti þeirra sem höfðu grásleppuleyfi yfirlýsingu til stuðnings kvótasetningaráforma Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Málið hefur hins vegar verið erfitt úrlausnar vegna mikillar andstöðu, ekki aðeins meðal hóps grásleppusjómanna en einnig víðar meðal smábátasjómanna og í samfélaginu. Hefur verið til staðar ótti um samþjöppun veiðiheimilda og að dragi úr nýliðun.

Lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, fram frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða á vorþingi 2023. frumvarpið fékkst þó ekki afgreitt fyrir þinglok í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 595,04 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 338,32 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,38 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.279 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.289 kg
9.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 26.494 kg
Samtals 26.494 kg
8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 595,04 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 338,32 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,38 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.279 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.289 kg
9.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 26.494 kg
Samtals 26.494 kg
8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »