Áhrif grásleppufrumvarpsins komi í ljós

Bjarkey segir að gerðar hafi verið talsverðar breytingar á frumvarpi …
Bjarkey segir að gerðar hafi verið talsverðar breytingar á frumvarpi um kvótasetningu grásleppu. mbl.is/Eyþór Árnason

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir það eftir að koma í ljós hvort að frumvarp um kvótasetning grásleppu komi til með að bitna á smábátasjómönnum og segist ekki endilega gera ráð fyrir því að leggja frumvarp um lagareldi fyrir á haustþingi.

Þetta kom fram í samtali Bjarkeyjar við blaðamann sem náði tali af henni eftir fund ríkistjórnarinnar fyrr í dag.

Ágreiningur sem tókst ekki að leysa

Þú sagðir um daginn að þér þætti ólíklegt að lagareldisfrumvarpið yrði lagt fyrir á haustþingi. Þetta er heldur breyttur tón. Er ástæða fyrir því?

„Það er ágreiningur undir sem við leystum ekki í meirihlutanum og varðar sektarfjárhæðir og annað slíkt og ég er ekki tilbúin til þess að ganga lengra í því, þannig ef að við náum engu samtali um það í sumar, þá geri ég ekkert endilega ráð fyrir því að leggja málið fram aftur.“

Á eftir að koma í ljós

Grásleppa var kvótasett með nýju frumvarpi sem gekk í gegnum þingið á dögunum. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt af strandveiðifélagi Íslands og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kvaðst hafa barist gegn frumvarpinu með „kjafti og klóm“.

Telurðu gagnrýni á frumvarpið réttmæta og að það bitni á smábátasjómönnum?

„Það held ég ekki sérstaklega, en það á eftir að koma í ljós. Það voru gerðar breytingar á málinu, talsvert miklar, sem ég tel að hafi verið til bóta, meðal annars með því að heimila ekki framsalið fyrstu tvo árin og sjá hvernig til tekst með hlutdeildasetninguna.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 38.396 kg
Samtals 38.396 kg
22.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.446 kg
Ufsi 661 kg
Samtals 2.107 kg
22.3.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 22.678 kg
Steinbítur 11.230 kg
Karfi 4.192 kg
Langa 1.818 kg
Skarkoli 1.758 kg
Þykkvalúra 1.079 kg
Samtals 42.755 kg
21.3.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 56 kg
Samtals 56 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 38.396 kg
Samtals 38.396 kg
22.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.446 kg
Ufsi 661 kg
Samtals 2.107 kg
22.3.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 22.678 kg
Steinbítur 11.230 kg
Karfi 4.192 kg
Langa 1.818 kg
Skarkoli 1.758 kg
Þykkvalúra 1.079 kg
Samtals 42.755 kg
21.3.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 56 kg
Samtals 56 kg

Skoða allar landanir »