„Gefur mér mikið að geta reynt að hjálpa öðrum“

Albert Páll Albertsson hefur ekki snúið aftur á sjó eftir …
Albert Páll Albertsson hefur ekki snúið aftur á sjó eftir alvarlegt slys er hann lenti útbyrðis. Hann vonar þó að hann í starfi sínu hjá Landhelgisgæslunni geti hjálpað öðrum sem lenda í háska. mbl.is/Börkur Kjartansson

Albert Páll Albertsson lenti fyrir tveimur árum í skelfilegu slysi er hann var við störf á sjó og lenti útbyrðis. Þökk sé snöggum viðbrögðum áhafnarinnar á Víkingi AK-100 tókst að bjarga honum en síðan tók við langur líkamlegur og andlegur batavegur. Lífið heldur þó áfram og hefur hann eignast annað barn og hóf nýlega störf í stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands.

Það er enginn vafi að átakanlegt er að lenda útbyrðis illa meiddur á Íslandsmiðum. Albert Páll ræddi bataveginn frá slysinu 2022 í síðasta blaði 200 mílna.

„Útgerðin hjálpaði mér mikið í byrjun og ég fékk áfallahjálp á vegum þeirra. Ég var á bráðamóttökunni í Fossvogi til að byrja með en var svo færður upp á Skaga að minni ósk. Ég þurfti að bíða í tvær vikur eftir aðgerð á ökklanum vegna þess hve illa þetta leit út. Eftir aðgerð var ég svo fastagestur á bæklunardeildinni Fossvogi, aðallega vegna mjúkvefjaáverka sem ég hlaut og áverkarnir áttu erfitt með að gróa. Fjölskyldan var ómetanleg að skutla mér og koma mér á milli.“

Hann segist hafa hitt sérfræðing sem veitti honum áfallahjálp í nokkur skipti strax eftir slysið. „Mér fannst ekki mikil þörf á því til að byrja með en áttaði mig kannski ekki alveg á því hvað ég þurfti mikið á þessu að halda. Með tímanum hrynur þetta yfir mann hægt og bítandi. Þá fer ég í meðferð fyrir áfallastreituröskun og það var fjölskyldan mín sem hjálpaði mér að fá þá aðstoð, en mínir nánustu tóku eftir því hversu mikil áhrif þetta var farið að hafa á mig.“

Er mikilvægt að sjómenn séu almennt opnir fyrir slíkri hjálp standi hún til boða?

„Alveg klárlega, það er alveg nauðsynlegt. Líka fyrir áhöfnina, þetta var líka áfall fyrir vinnufélagana. Þeir hefðu kannski þurft að eiga möguleika á að hitta sérfræðing einir, en þeir hittu hann einu sinni í hóp. Þeir hafa sumir nefnt við mig að þeim hafi kannski ekki fundist það nóg.“

Albert Páll Albertsson með dótturinni Freyju Dagnýju og syninum Albert …
Albert Páll Albertsson með dótturinni Freyju Dagnýju og syninum Albert Dór. Hann segist enn á batavegi eftir slysið 2022 þar sem hann lenti útbyrðis og segir fjölskylduna hafa verið mikilvæga í bataferlinu. Ljósmynd/Aðsend

Enn á batavegi

Albert Páll segist enn á batavegi tveimur árum eftir slysið. „Ég var alveg svolítið laskaður og er það smá enn þá, ég er enn að hitta sjúkraþjálfara vikulega. Ég var til að byrja með uppi á Skaga og hitti þar toppmann sem hefur mikinn metnað fyrir sínu starfi og hjálpaði mér mikið og leiðbeindi mér. Því miður veiktist hann og ég er núna hjá öðrum í bænum. Hann er alls ekki verri og hefur hjálpað mér mikið.“

Það er bjart yfir okkar manni, sem lætur ekki deigan síga og hóf hann nýverið störf í stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands. Hann segir vinnuna mjög gefandi og kveðst þakklátur fyrir starfið. „Það gefur mér mikið að geta reynt að hjálpa öðrum einstaklingum í erfiðri stöðu á sjó og landi ef ég get.“

Þegar Morgunblaðið ræddi við Albert Pál í kjölfar slyssins sagði hann ekki geta hugsað sér að fara á sjó aftur. Hann segir ekkert hafa breyst í þeim efnum.

Viðtalið við Albert Pál má lesa í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.24 409,00 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.24 485,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.24 415,58 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.24 435,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.24 161,52 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 2.7.24 320,63 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.24 Júlía Rán RE 747 Handfæri
Þorskur 778 kg
Ufsi 8 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 787 kg
2.7.24 Snarfari II AK 117 Handfæri
Þorskur 785 kg
Ufsi 47 kg
Samtals 832 kg
2.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 867 kg
Ufsi 15 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 890 kg
2.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 306 kg
Samtals 306 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.24 409,00 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.24 485,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.24 415,58 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.24 435,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.24 161,52 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 2.7.24 320,63 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.24 Júlía Rán RE 747 Handfæri
Þorskur 778 kg
Ufsi 8 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 787 kg
2.7.24 Snarfari II AK 117 Handfæri
Þorskur 785 kg
Ufsi 47 kg
Samtals 832 kg
2.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 867 kg
Ufsi 15 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 890 kg
2.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 306 kg
Samtals 306 kg

Skoða allar landanir »