„Gefur mér mikið að geta reynt að hjálpa öðrum“

Albert Páll Albertsson hefur ekki snúið aftur á sjó eftir …
Albert Páll Albertsson hefur ekki snúið aftur á sjó eftir alvarlegt slys er hann lenti útbyrðis. Hann vonar þó að hann í starfi sínu hjá Landhelgisgæslunni geti hjálpað öðrum sem lenda í háska. mbl.is/Börkur Kjartansson

Al­bert Páll Al­berts­son lenti fyr­ir tveim­ur árum í skelfi­legu slysi er hann var við störf á sjó og lenti út­byrðis. Þökk sé snögg­um viðbrögðum áhafn­ar­inn­ar á Vík­ingi AK-100 tókst að bjarga hon­um en síðan tók við lang­ur lík­am­leg­ur og and­leg­ur bata­veg­ur. Lífið held­ur þó áfram og hef­ur hann eign­ast annað barn og hóf ný­lega störf í stjórn­stöð Land­helg­is­gæslu Íslands.

Það er eng­inn vafi að átak­an­legt er að lenda út­byrðis illa meidd­ur á Íslands­miðum. Al­bert Páll ræddi bata­veg­inn frá slys­inu 2022 í síðasta blaði 200 mílna.

„Útgerðin hjálpaði mér mikið í byrj­un og ég fékk áfalla­hjálp á veg­um þeirra. Ég var á bráðamót­tök­unni í Foss­vogi til að byrja með en var svo færður upp á Skaga að minni ósk. Ég þurfti að bíða í tvær vik­ur eft­ir aðgerð á ökkl­an­um vegna þess hve illa þetta leit út. Eft­ir aðgerð var ég svo fasta­gest­ur á bæklun­ar­deild­inni Foss­vogi, aðallega vegna mjúkvefja­á­verka sem ég hlaut og áverk­arn­ir áttu erfitt með að gróa. Fjöl­skyld­an var ómet­an­leg að skutla mér og koma mér á milli.“

Hann seg­ist hafa hitt sér­fræðing sem veitti hon­um áfalla­hjálp í nokk­ur skipti strax eft­ir slysið. „Mér fannst ekki mik­il þörf á því til að byrja með en áttaði mig kannski ekki al­veg á því hvað ég þurfti mikið á þessu að halda. Með tím­an­um hryn­ur þetta yfir mann hægt og bít­andi. Þá fer ég í meðferð fyr­ir áfall­a­streiturösk­un og það var fjöl­skyld­an mín sem hjálpaði mér að fá þá aðstoð, en mín­ir nán­ustu tóku eft­ir því hversu mik­il áhrif þetta var farið að hafa á mig.“

Er mik­il­vægt að sjó­menn séu al­mennt opn­ir fyr­ir slíkri hjálp standi hún til boða?

„Al­veg klár­lega, það er al­veg nauðsyn­legt. Líka fyr­ir áhöfn­ina, þetta var líka áfall fyr­ir vinnu­fé­lag­ana. Þeir hefðu kannski þurft að eiga mögu­leika á að hitta sér­fræðing ein­ir, en þeir hittu hann einu sinni í hóp. Þeir hafa sum­ir nefnt við mig að þeim hafi kannski ekki fund­ist það nóg.“

Albert Páll Albertsson með dótturinni Freyju Dagnýju og syninum Albert …
Al­bert Páll Al­berts­son með dótt­ur­inni Freyju Dag­nýju og syn­in­um Al­bert Dór. Hann seg­ist enn á bata­vegi eft­ir slysið 2022 þar sem hann lenti út­byrðis og seg­ir fjöl­skyld­una hafa verið mik­il­væga í bata­ferl­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Enn á bata­vegi

Al­bert Páll seg­ist enn á bata­vegi tveim­ur árum eft­ir slysið. „Ég var al­veg svo­lítið laskaður og er það smá enn þá, ég er enn að hitta sjúkraþjálf­ara viku­lega. Ég var til að byrja með uppi á Skaga og hitti þar topp­mann sem hef­ur mik­inn metnað fyr­ir sínu starfi og hjálpaði mér mikið og leiðbeindi mér. Því miður veikt­ist hann og ég er núna hjá öðrum í bæn­um. Hann er alls ekki verri og hef­ur hjálpað mér mikið.“

Það er bjart yfir okk­ar manni, sem læt­ur ekki deig­an síga og hóf hann ný­verið störf í stjórn­stöð Land­helg­is­gæslu Íslands. Hann seg­ir vinn­una mjög gef­andi og kveðst þakk­lát­ur fyr­ir starfið. „Það gef­ur mér mikið að geta reynt að hjálpa öðrum ein­stak­ling­um í erfiðri stöðu á sjó og landi ef ég get.“

Þegar Morg­un­blaðið ræddi við Al­bert Pál í kjöl­far slyss­ins sagði hann ekki geta hugsað sér að fara á sjó aft­ur. Hann seg­ir ekk­ert hafa breyst í þeim efn­um.

Viðtalið við Al­bert Pál má lesa í heild sinni hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.25 410,82 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.25 506,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.25 336,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.25 291,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.25 144,51 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.25 253,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 4.7.25 291,75 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 10.810 kg
Skarkoli 825 kg
Steinbítur 245 kg
Þorskur 170 kg
Sandkoli 153 kg
Samtals 12.203 kg
5.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Steinbítur 113 kg
Þorskur 58 kg
Samtals 171 kg
5.7.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 79 kg
Samtals 79 kg
5.7.25 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 109 kg
Samtals 109 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.25 410,82 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.25 506,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.25 336,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.25 291,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.25 144,51 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.25 253,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 4.7.25 291,75 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 10.810 kg
Skarkoli 825 kg
Steinbítur 245 kg
Þorskur 170 kg
Sandkoli 153 kg
Samtals 12.203 kg
5.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Steinbítur 113 kg
Þorskur 58 kg
Samtals 171 kg
5.7.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 79 kg
Samtals 79 kg
5.7.25 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 109 kg
Samtals 109 kg

Skoða allar landanir »