„Ummæli sem dæma sig sjálf“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, gefur lítið fyrir fullyrðingar SFS …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, gefur lítið fyrir fullyrðingar SFS um strandveiðar og meinta græðgi strandveiðisjómanna. Hann segir ummælin dæma sig sjálf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Að matvælaráðherra hafi látið undan græðgi strandveiðisjómanna eru ummæli sem dæma sig sjálf. Þau vísa best til þess hugsunarháttar sem grasserar innan fámenns en valdamikils hóps innan SFS. Að sjálfsögðu tók ráðherra sjálfstæða ákvörðun þar sem vegnir voru þeir hagsmunir sem í húfi eru,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), um fullyrðingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um strandveiðar.

Í síðustu viku ákvað Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn til að fjölga veiðidögum strandveiðisjómanna, en í fleiri ár hafa heimildir strandveiða ekki dugað út veiðitímabilið.

Í yfirlýsingu sem birt var á vef SFS í gær sögðu samtökin ráðherra hafa látið undan græðgi strandveiðisjómanna sem SFS sakaði um að kunna sér ekki hóf og vísaði til umframafla veiðanna. Fullyrtu samtökin einnig að veiðarnar væru óarðbærar og sögðu óskynsamlegt að ráðstafa aflaheimildum til þeirra.

„Það þarf ekki að koma á óvart að samtökin finni strandveiðum allt til foráttu, það hafa þau alla tíð gert og sér ekki fyrir endann á,“ segir Örn.

Sífellt fleiri hafa tekjur af veiðunum

„Fullyrðing um að strandveiðar séu óarðbærar, kallar fram spurningu:  FYRIR HVERN? Sífellt fleiri sjómenn sjá sér fært að stunda strandveiðar og hafa tekjur af,“ segir Örn. 

Hann telur útspil SFS vera taktlaust. „Eins og svo oft áður eru samtökin blind fyrir sjónarmiðum landsmanna sem vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar.  Staðreynd sem birtist hjá 72,3% svarenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í mars 2023 og var gerð að beiðni Matvælaráðuneytisins.“ 

Það hafi verið réttmæt og skynsamleg ákvörðun af matvælaráðherra að auka veiðiheimildir strandveiðanna í þorski um 20% að mati Arnar. 

„Eftir að hafa séð viðbrögð samtakanna, skil ég vel að tónsprotinn hinum megin úr Borgartúninu hafi ekki áhrif á gjörðir ráðherra varðandi strandveiðar.“

Margt mæli með strandveiðum 

Örn bendir á fjölmarga þætti sem hann telur styðja við ákvörðun um að auka heimildir strandveiðibáta, meðal annars að 753 útgerðir stunda strandveiðar og að nánast allur fiskur af strandveiðum er seldur á markaði gegn hæsta verði. 

Þá tryggja strandveiðar framboð nýveidds þorsks og eiga allar fiskvinnslur og fiskkaupendur möguleika á að kaupa aflann. „Að hámarki 14 klukkustundir líða þar til strandveiðibátur heldur til veiða og þar til hann landar. Fiskurinn er kældur nokkrum mínútum eftir að hann kemur um borð sem tryggir gæði og geymslutíma.“ 

Fullyrðir hann að strandveiðifiskur seljist á hærra verði og vekur hann athygli á að sjómaðurinn fái fjórðungi meira í sinn hlut fyrir aflann, en greitt er þegar landað er í vinnslu innan sama félags.

Birgir Alexandersson er einn af nýliðum í strandveiðum. Alls hafa …
Birgir Alexandersson er einn af nýliðum í strandveiðum. Alls hafa 753 fengið úthlutað strandveiðileyfi vegna vertíðarinnar í sumar. mbl.is/Alfons

„Strandveiðar veita sjómönnum atvinnu, þeirra draumur er að gera út eigin bát til dagróðra og veiðiheimildir til strandveiða veita aðeins tekjur með veiðum, ekkert framsal eða brask með óveiddar heimildir,“ segir Örn og fullyrðir að strandveiðar séu hvalreki fyrir hinar dreifðu byggðir og að þær skili hærra hlutfalli aflaverðmætis til hinna dreifðu byggða en stærri skip. 

Hann hefur einnig orð á því að strandveiðar séu umhverfisvænar og bendir á að veiðar með handfæri raski hvorki né róti við hafsbotni sem lágmarkar áhrif á vistkerfin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »